Síða 1 af 2

landmannalaugar 11.febrúar

Posted: 31.jan 2012, 11:51
frá Einar Örn
jæja ég er að spá í að hafa smá fyrirvara á þessari ferð þannig að menn hafa nægan tíma til að ákveða sig...

við erum allavega komnir 3 bílar semað ættlum inneftir þessa helgi og væri gaman að fá fleirri bíla með í för...

hugmyndin er að leggja af stað á laugardagsmorgni kl.8:00 frá shell árbæ og fara inni laugar , kikja í pottinn og bruna svo í bæinn aftur

Re: landmannalaugar 11.febrúar

Posted: 31.jan 2012, 12:49
frá hobo
Ánægður með´etta!
Ég gæti verið maður í ferð, kemur í ljós á næstu dögum.

Ef einhver vill gista eina nótt og verða samferða í bæinn á sunnudegi, þá er líklegt að það myndi virka betur fyrir mig og mína.

Re: landmannalaugar 11.febrúar

Posted: 31.jan 2012, 18:07
frá Árni Braga
Er til í eina nótt eða tvær fer eftir veðri..

Re: landmannalaugar 11.febrúar

Posted: 31.jan 2012, 18:20
frá Einar Örn
okei ég get sjálfur ekki verið nóttina en þeir sem vilja það geta þá skoðað þann möguleika...

en ég er buinn að panta gott veður..;)

Re: landmannalaugar 11.febrúar

Posted: 31.jan 2012, 18:23
frá Árni Braga
er ekki ráð að panta skálan ef menn ætla að gista

Re: landmannalaugar 11.febrúar

Posted: 01.feb 2012, 00:19
frá hobo
Ég hringdi í FÍ í gær(31.1)
Það er ennþá nóg pláss, menn eru ekki að bóka með miklum fyrirvara þar sem veðurspáin segir allt um hve margir þora að bóka skála.
Er ekki bara málið að taka stöðuna snemma í næstu viku varðandi það?
Kojan kostar 4500 kall nóttin.

Flott Einar að þú sért búinn að panta gott veður, þá þarf ég ekki að gera það..

Re: landmannalaugar 11.febrúar

Posted: 01.feb 2012, 00:31
frá -Hjalti-
Ég er game í eina gistinótt

Re: landmannalaugar 11.febrúar

Posted: 02.feb 2012, 10:14
frá hobo
Er vitað hvaða leið verður farin?

Re: landmannalaugar 11.febrúar

Posted: 02.feb 2012, 16:24
frá Árni Braga
Ég sting upp á að fara frá Hrauneyjum.

Re: landmannalaugar 11.febrúar

Posted: 02.feb 2012, 21:31
frá kjartanbj
Hrauneyjaleiðin er auðveldari þar sem Dómadalsháls getur verið farartálmi fyrir suma.. hinsvegar er Hrauneyjaleiðin alveg drepleiðinleg leið að mínu mati
annars skiptir þetta mig engu máli, verð að öllum líkindum ekki kominn á jeppa þannig fer ekkert

Re: landmannalaugar 11.febrúar

Posted: 02.feb 2012, 22:25
frá risinn
Ég er að fara í dagsferð þann 7. feb inn í Laugar og ég skal láta ykkur vita hvernig færið er, fer annað hvort Dómadal eða frá Hrauneyjum, ekki búið að ákveða hvor leiðinn verður fyrir valinu.

Kv. Ragnar Páll.
Vill vera 14. Jólasveininn og koma síðastur niður í byggð og fara fyrstur aftur upp til fjalla.

Re: landmannalaugar 11.febrúar

Posted: 02.feb 2012, 22:45
frá -Hjalti-
kjartanbj wrote: Dómadalsháls getur verið farartálmi fyrir suma..


Hann var tæplega farartálmi fyrir tvem vikum þá er hann það ekki núna.

Re: landmannalaugar 11.febrúar

Posted: 02.feb 2012, 23:28
frá Brjótur
Mig langar aðein að spyrja hvað þú hefur fyrir þér í þessu Hjalti, meinaru að hann sé snjólaus? varla, þó þessi þýða sé hér í borginni þá er búið að vera kaldara og snjóa uppi á hálendinu, annars er hálsinn sjaldnast ófær innúr bara misjafnlega bratt að henda sér fram af honum :) en þá er hann....oftar.... ófær í hina áttina, þ.e. upp.

kveðja Helgi

Re: landmannalaugar 11.febrúar

Posted: 02.feb 2012, 23:49
frá -Hjalti-
Brjótur wrote:Mig langar aðein að spyrja hvað þú hefur fyrir þér í þessu Hjalti, meinaru að hann sé snjólaus? varla, þó þessi þýða sé hér í borginni þá er búið að vera kaldara og snjóa uppi á hálendinu, annars er hálsinn sjaldnast ófær innúr bara misjafnlega bratt að henda sér fram af honum :) en þá er hann....oftar.... ófær í hina áttina, þ.e. upp.

kveðja Helgi


Hálsin sjálfur er jú kanski ekki snjólaus og of brattur fyrir suma en það er alltaf hægt að fara hrygginn sem er um 500m - 1km vinstra meginn [ Á niðurleið ] við þar sem vegurinn er. Man ekki hvað sú leið heitir en hún er oft farin.

Re: landmannalaugar 11.febrúar

Posted: 03.feb 2012, 01:16
frá kjartanbj
-Hjalti- wrote:
kjartanbj wrote: Dómadalsháls getur verið farartálmi fyrir suma..


Hann var tæplega farartálmi fyrir tvem vikum þá er hann það ekki núna.



Enda sagði ég fyrir suma :]

Re: landmannalaugar 11.febrúar

Posted: 03.feb 2012, 16:08
frá Magni
Var að tala við Fí útaf gistingu. 5000þús kall á manninn ef þú ert ekki í FÍ !! og 3000kr fyrir félagsmenn(ég er allavega ekki félagsmaður).

Re: landmannalaugar 11.febrúar

Posted: 03.feb 2012, 18:21
frá hobo
Magni81 wrote:Var að tala við Fí útaf gistingu. 5000þús kall á manninn ef þú ert ekki í FÍ !! og 3000kr fyrir félagsmenn(ég er allavega ekki félagsmaður).


Nú hva! Hefur verðið hækkað um 500 kr á 2 dögum??!! :/

Re: landmannalaugar 11.febrúar

Posted: 03.feb 2012, 18:56
frá Magni
http://fi.is/skalar/verdskra/

stendur þarna, ég talaði við þá líka á skrifstofunni.

Finnstu engum þetta dýrt?

+edit+ var að reka augun í efst á síðunni að þetta sé verð sem tekur gildi 1.mai 2012. Veit einhver hvað það kostar í dag?

Re: landmannalaugar 11.febrúar

Posted: 03.feb 2012, 19:46
frá hobo
hobo wrote:Ég hringdi í FÍ í gær(31.1)
Það er ennþá nóg pláss, menn eru ekki að bóka með miklum fyrirvara þar sem veðurspáin segir allt um hve margir þora að bóka skála.
Er ekki bara málið að taka stöðuna snemma í næstu viku varðandi það?
Kojan kostar 4500 kall nóttin.

Flott Einar að þú sért búinn að panta gott veður, þá þarf ég ekki að gera það..


Þetta er það sem ég fékk upp úr þeim á skrifstofunni.

Re: landmannalaugar 11.febrúar

Posted: 03.feb 2012, 20:34
frá Einar Örn
svo líka þeim sem finst vera dyrt að gista verða þá bara samferða mér í bæinn...

ég hef ekki tök á því að gista þannig að ég þarf að fara í bæinn aftur...

vonandi ættlar einthver ekki að gista og koma með mér....leiðinlegt að fara einbíla timl baka

Re: landmannalaugar 11.febrúar

Posted: 03.feb 2012, 20:52
frá JonHrafn
-Hjalti- wrote:
Brjótur wrote:Mig langar aðein að spyrja hvað þú hefur fyrir þér í þessu Hjalti, meinaru að hann sé snjólaus? varla, þó þessi þýða sé hér í borginni þá er búið að vera kaldara og snjóa uppi á hálendinu, annars er hálsinn sjaldnast ófær innúr bara misjafnlega bratt að henda sér fram af honum :) en þá er hann....oftar.... ófær í hina áttina, þ.e. upp.

kveðja Helgi


Hálsin sjálfur er jú kanski ekki snjólaus og of brattur fyrir suma en það er alltaf hægt að fara hrygginn sem er um 500m - 1km vinstra meginn [ Á niðurleið ] við þar sem vegurinn er. Man ekki hvað sú leið heitir en hún er oft farin.


Er þá farið fyrir neðan vegin? Sem er utan í brattri hlíð og þá væntanlega ófær nema menn séu hrifnir af 60°halla

Re: landmannalaugar 11.febrúar

Posted: 03.feb 2012, 21:07
frá -Hjalti-
Nei. Þú ert að misskilja þetta.


-Hjalti- wrote: hrygginn sem er um1km vinstra meginn [ Á niðurleið ] við þar sem vegurinn er.

Re: landmannalaugar 11.febrúar

Posted: 03.feb 2012, 21:27
frá JonHrafn
-Hjalti- wrote:Nei. Þú ert að misskilja þetta.


-Hjalti- wrote: hrygginn sem er um1km vinstra meginn [ Á niðurleið ] við þar sem vegurinn er.



Vinstri , er það fyrir norðan eða sunnan veg miðað við loftmyndina hérna? http://www.panoramio.com/photo/6704153

Ég spyr bara af forvitni því síðast þegar ég fór í landmannahelli þá fölnuðu gömlu kallarnir þegar stungið var upp á því að kíkja í laugar.

Re: landmannalaugar 11.febrúar

Posted: 03.feb 2012, 21:29
frá hobo
Gaman væri að sjá lista yfir þá sem ætla í þessa ferð..

Einar Örn - Hilux 38"
Hörður - Hilux 38"
Hjalti - 4Runner 44"
Árni Braga - Patrol 44"

..bætið svo í listann

Re: landmannalaugar 11.febrúar

Posted: 03.feb 2012, 21:30
frá DABBI SIG
-Hjalti- wrote:Nei. Þú ert að misskilja þetta.


-Hjalti- wrote: hrygginn sem er um1km vinstra meginn [ Á niðurleið ] við þar sem vegurinn er.


Vil ekki vera rengja þig Hjalti, en ég er ekki alveg að kveikja á þessari leið sem þú ert að tala um? Ég hef farið þannan Dómadalsháls oftar en einu sinni að vetri og hann getur oft verið lúmskur, m.a. lentum við einu sinni í töluverðum hremmingum þarna í hliðarhallanum þar sem eini möguleikinn var að fara veginn sem var eiginlega ófær vegna hliðarhalla og klaka.
Þegar vel er af snjó þarna og gott færi er hægt að skella sér beint niður hálsinn, þ.e. ekki þræða sneiðinginn en þá þarf að vera góð snjóalög og sömuleiðis eins og var bent á hér að ofan getur það verið fært niður en ekki svo glatt upp aftur.
Á meðfylgjandi mynd sést Dómadalshálsinn og ég sé ekki alveg hvernig er hægt að fara 1km vinstra megin á niðurleið(austurleið) þegar verið er að fara þarna, 1 km "vinstra megin" við veginn er maður kominn að vatninu og þar er hálsinn bara verri að mig minnir. Sjá mynd:
Image

ertu kannski að ruglast við Frostastaðahálsinn þar sem talað er um að fara gegnum jarðfallið? Sjá mynd:
Image

annars bara áhugasamur að vita hvaða leið þú ert að vísa í?

Kv. Dabbinn

Re: landmannalaugar 11.febrúar

Posted: 05.feb 2012, 22:00
frá hobo
hobo wrote:Gaman væri að sjá lista yfir þá sem ætla í þessa ferð..

Einar Örn - Hilux 38"
Hörður - Hilux 38"
Hjalti - 4Runner 44"
Árni Braga - Patrol 44"

..bætið svo í listann


Þokkalega meinlaust veður framundan, mætti samt vera kaldara. En eru annars ekki allir bara bjartsýnir á góða ferð?
Hef lítinn áhuga á að bóka gistingu ef menn ákveða korteri fyrir ferð að mæta ekki, hef reynslu af því :)

Re: landmannalaugar 11.febrúar

Posted: 06.feb 2012, 00:04
frá Brjótur
Sælir aðeins meira um Dómadalshálsbrekkurnar ég hef nokkrum sinnumfarið þarna niður á veturna og þá er ég að tala um vinstra megin, eða hér um bil beint í framhaldi af veginum áður en beygt er til vinstri þar sem vegurinn er undir! snjónum, þar er yfirleitt ekki hengja bara bratt!! hengjan er í vegstæðinu sjálfu.
En ég veit líka hvaða stað Hjalti er að tala um nokkur hundruð metra innar eða til vinstri, þar eru tvö gil sem hægt er að fara niður og meira að segja væri hægt að fara þar upp í réttu færi,en það er nú sjaldan :)
En svo er til önnur leið sem ég fór einu sinni þegar komið er úr Laugum, þá fór ég til vinstri við vötnin þarna og upp í fjöllin og inn á milli, ég giska á að þetta hafi verið 4-5 km krókur og þá kom maður út á hrygginn fyri ofan Dómadalsvatn og keyrði eftir honum niður á veg, ég var svo heppinn að þarna voru för sem ég elti og ég trakkaði þetta, en svo gleymdi ég að .... save it ...og ég hef ekki fundið þessa leið aftur, og lýsi hér með eftir henni :)

kveðja Helgi

Re: landmannalaugar 11.febrúar

Posted: 06.feb 2012, 00:20
frá Hermann
ég er til að kíkja með ikkur kemur samt betur i lós í vikuni er með 96 árgerð að patrol 38"

Re: landmannalaugar 11.febrúar

Posted: 06.feb 2012, 11:34
frá gustif
hvernig gekk ykkur ? bara af forvitni ?
voru margir ? færðin? osf.
vantar allveg ferða sögur hér :/

Re: landmannalaugar 11.febrúar

Posted: 06.feb 2012, 11:39
frá Magni
11. feb er næsta helgi...

Re: landmannalaugar 11.febrúar

Posted: 06.feb 2012, 11:40
frá Þorsteinn
það er voða erfitt að koma með ferðasögur þegar það er ekki búið að fara í ferðina.

Re: landmannalaugar 11.febrúar

Posted: 06.feb 2012, 18:54
frá hobo
Hvernig líst ykkur á veðurspána?
Frost þarna uppfrá og einhver snjókoma, ætla menn að fara bóka gistingu?

Re: landmannalaugar 11.febrúar

Posted: 06.feb 2012, 22:06
frá Árni Braga
Ég er klár hvað með ykkur.
ég er til í að fara á föstudag og hitta ykkur á leiðinni sem ætla að
koma á laugardag.

Re: landmannalaugar 11.febrúar

Posted: 06.feb 2012, 22:22
frá Árni Braga
svona er spáin. þetta er ekki slæmt fyrir landmannalaugar..

http://www.yr.no/sted/Island/Su%C3%B0ur ... arsel.html

Re: landmannalaugar 11.febrúar

Posted: 07.feb 2012, 05:55
frá hobo
Hverjir ætla að gista og keyra heim á sunnudegi??
Hjalti ert þú ekki ennþá game?

Re: landmannalaugar 11.febrúar

Posted: 07.feb 2012, 11:12
frá Doror
Hrikaleg rigning í dag. Vonandi verður einhver snjór þarna uppfrá.

Ég er líklegur á laugardag og heim aftur sama dag.

Re: landmannalaugar 11.febrúar

Posted: 07.feb 2012, 18:16
frá hobo
Einar forsprakki, er ekki allt ON varðandi ferð?
Hvaða leið á að fara?

Re: landmannalaugar 11.febrúar

Posted: 07.feb 2012, 18:50
frá Árni Braga
Nú væri gott að sjá hverjir ætla með og hverjir ætla gista það fer að stittast í þetta.

Ég er klár + 1 við stefnum á að gista.

Re: landmannalaugar 11.febrúar

Posted: 07.feb 2012, 19:11
frá Einar Örn
jú það er allt klárt á þessum bæ...

en ég held að hraunið gæri verið soldið blautt þannig að það er spurnig að fara dómadalsleiðina. en við getum bara rætt það þegar við erum komnir á afleggjaranum hjá flúðum...

það er eitt stk pajeró 42" bunn að slást í hópinn.

þeir sem ég veit þá semað ættla að fara inneftir og til baka eru

ég 38" hilux
Víðir félagi minn 42" pajero

þið þarna að huksa um að gista

Hörður - Hilux 38"
Hjalti - 4Runner 44"
Árni Braga - Patrol 44"

svo þeir semað voru ekki allveg 100% en að huksa málin

davíð örn (doror) jeep 36"
hermann patrol 38"


þannig að við erum allavega 5 bílar semað erum staðest að fara og bara 2 semað ættlum að fara heim aftur...

Re: landmannalaugar 11.febrúar

Posted: 07.feb 2012, 19:20
frá hobo
Kemur í ljós á morgun hvort ég gisti innfrá eða ekki, ég gæti verið að fara í bústað í Þjórsárdal þannig að dagsferð er þá vel inní myndinni.
Myndi þá hitta á ykkur á þeim slóðum á laugardagsmorgun.