Síða 1 af 1

Vatnajökull Apríl 2010

Posted: 16.apr 2010, 11:11
frá Hagalín
Fórum á 7 bílum á Vatnajökul í Apríl 2010. Fórum á föstudegi og fórum upp í Jökulheima. Gekk ferðin þangað vel en rólega þar sem mikil bleyta var og ekkert skyggni sökum þoku. Á laugardeginum var ferðinni haldið upp í Grímsfjall. farið var af stað um 10 um morguninn haldið yfir Tungná og gekk það vel þrátt fyrir smá spottavinnu. Ferðin á jöklinum gekk þokkalega fyrstu 30km og var ágætt skyggni. En síðasta fjórðunginn fór færið að þyngjast og skyggnið að versna til muna og komum við upp í Grímsfjall um 22 um kvöldið í frekar súru veðri sem átti eftir að versna til muna. Á sunnudeginum ætluðum við að halda heim á leið en veðrið var snar geðveikt og var tekin ákvörðun um að halda kyrru fyrir og bíða af sér veðrið. Um kl 8 á mánudags morgninum var komið mjög gott veður og sá maður langar leiðir af Grímsfjallinu. Heimferðin gekk vel þrátt fyrir eina affelgun og þungt færi fyrstu 10km. Vorum komin heim á Akranes á miðnætti á mánudeginum.

Frábær ferð í góðum hóp. Takk fyrir okkur.

Hér koma nokkrar myndir úr ferðinni.

Hér að leggja af stað frá Jökulheimum á laugardeginum
Image

Tveir skít sæmilegir......
Image

Smá Spilvinna.....
Image

Komnir á jökulinn
Image


Image

Komnir upp að skála á Grímsfjalli.
Image

Vel hrímaður....
Image

Þrír flottir
Image

Pattinn með Hvannadalshnjúk í baksýn.
Image

Affelgun á innri og ytri......
Image

Þarna vorum við á leið niður. Pompaði undan einum og við tókum engan séns á því og græjuðum okkur
upp í belti og tryggðum okkur og svoleiðis....
Image

Komnir niður að Jökulheimum á mánudeginum.....
Image

Re: Vatnajökull Apríl 2010

Posted: 16.apr 2010, 11:32
frá ofursuzuki
Flott þetta, það er þetta sem jeppamennskan snýst um. Fínar myndir.

Re: Vatnajökull Apríl 2010

Posted: 16.apr 2010, 12:49
frá Tóti
Það er til mikillar fyrirmyndar að menn hugsi um öryggið á jöklum. Stórt "LIKE" til ykkar!

Re: Vatnajökull Apríl 2010

Posted: 16.apr 2010, 13:07
frá Tómas Þröstur
Fínar myndir. Virkar að hafa texta með hverri mynd.

Re: Vatnajökull Apríl 2010

Posted: 16.apr 2010, 14:02
frá gislisveri
Frábært, gaman að fá myndir og ferðasögu um leið. Kannski við ættum að efna til slíkrar keppni?

Re: Vatnajökull Apríl 2010

Posted: 16.apr 2010, 14:06
frá Loki
Tóti wrote:Það er til mikillar fyrirmyndar að menn hugsi um öryggið á jöklum. Stórt "LIKE" til ykkar!


Tek undir með síðasta ræðumanni.
Það er til fyrirmyndar að menn viðhafi sómasamleg vinnubrögð á sprungusvæðum.

Bendi mönnum á að rifja upp eldri umræður og lesa hlekki og skoða dagsetningar:

http://www.isalp.is/umraedur/5-almennt/ ... stoek.html