Síða 1 af 2
5. Jeppaspjallsferð -Kaldidalur/Langjökull-
Posted: 07.jan 2012, 17:48
frá hobo
Nú er komið að fimmtu ferð jeppaspjallsins. Ferðaplanið er þannig að mæting verður við þjónustumiðstöðina á Þingvöllum. Ekið yfir Kaldadal og ef vel gengur verður kíkt upp að Langjökli og hann mátaður. Í besta falli verður ekið yfir jökulinn og niður í Skálpanes og endað í Geysi. En þetta kemur bara í ljós í ferðinni.
Lagt verður af stað frá þjónustumiðstöðinni á Þingvöllum 14. Janúar kl 09:00,
MJÖG gott að mæta aðeins fyrr eða ca 08:45VHF er skilyrði, notuð verður rás 45 til að byrja með.GPS er skilyrði og að kunna sæmilega á það.Lámarks dekkjastærð er 38", léttir jeppar sleppa á 35"/36" Til öryggis er hámarksfjöldi 12 bílar, þeir fyrstu sem haka í "JÁ" komast með.
Ef jeppar verða fleiri en sjö, verður það skoðað að skipta í tvo hópa og senda hinn hópinn í Skálpanes og reyna við jökulinn. Frábært væri ef hóparnir geta mæst og tekið gott stopp.
Meðfylgandi viðhengi geyma route-una í mapsource formi, útbúnaðarlista og ferðareglur.
Endilega setjið route-una í gps tækin svona sem viðmið í ferðinni, hún var útbúin með sprungukort til hliðsjónar frá savetravel.is.
Einnig er gott að sem flestir geti sett inn sprungukortið í sín tæki. Það er í boði hér:
http://www.safetravel.is/is/Vetur/Utivi ... Joklakort/Allir þeir sem eru á póstlista ættu að fá e-mail næsta mánudag frá
www.teamfinder.org þar sem þeir geta hakað við já, nei eða kannski, hvort þeir ætli í ferð. Best er að menn merki við tímanlega og sérstaklega þeir sem ætla í ferðina, svo hægt sé að skipuleggja sem mest.
Þeir sem eru ekki á póstlista geta skráð sig hér:
viewtopic.php?f=7&t=5230Og síðast en ekki síst:
Allir eru á eigin ábyrgð!Sjáumst hress!
Re: 5. Jeppaspjallsferð -Kaldidalur/Langjökull-
Posted: 07.jan 2012, 18:05
frá jeepson
Það er altaf gaman að sjá hvað þú setur þetta flott upp og skipuleggur þetta vel. Þú færð hrós frá mér :)
Re: 5. Jeppaspjallsferð -Kaldidalur/Langjökull-
Posted: 08.jan 2012, 10:57
frá hobo
Lítil mynd til að kveikja í mönnum..
Það er búið að panta svona veður.

Þursaborg á Langjökli framundan.
Re: 5. Jeppaspjallsferð -Kaldidalur/Langjökull-
Posted: 08.jan 2012, 19:08
frá kjartanbj
Fja... bæði vinnuhelgi hér.. og jeppaleysi.. vonandi get ég verslað mér jeppa sem fyrst.. ómögulegt að vera jeppalaus
Re: 5. Jeppaspjallsferð -Kaldidalur/Langjökull-
Posted: 09.jan 2012, 15:45
frá hobo
Úps, gleymdi að græja sendinguna frá teamfinder.org í gær, en er búinn að senda á alla sem eru á póstlista núna.
Svo er það annað mál hvað póstinn tekur langan tíma að berast..
Re: 5. Jeppaspjallsferð -Kaldidalur/Langjökull-
Posted: 09.jan 2012, 16:39
frá hobo
Jæja, var orðinn ryðgaður í þessu, en núna ættu allir að vera búinir að fá email.
Re: 5. Jeppaspjallsferð -Kaldidalur/Langjökull-
Posted: 10.jan 2012, 00:05
frá TDK
Hvað er ávætlað að þetta verði löng ferð og er einhver séns að fá að vera farþegi með einhverjum ef maður verður ekki að vinna?
Re: 5. Jeppaspjallsferð -Kaldidalur/Langjökull-
Posted: 10.jan 2012, 01:07
frá Freyr
Þegar svona ferð er farin þarf undantekningarlaust að gera ráð fyrir því að hún taki allann daginn og vera meðvitaður um að ferðin geti hæglega dregist fram á nóttina og jafnvel lengur.
Re: 5. Jeppaspjallsferð -Kaldidalur/Langjökull-
Posted: 10.jan 2012, 16:00
frá hobo
Já um að gera að búast við því "versta" ef það má orða það þannig, þetta kemur í ljós í ferðinni sjálfri.
T.d ef ferðin gengur vel og menn komnir yfir kaldadal ca kl 13 eða 14, þá er sjálfsagt að kíkja uppá jökul. En ef klukkan verður orðin kannski 16 eða seinna, þá er ekki mikið vit að halda á jökul ef ferðin hefur gengið það rólega. Þá verður bara haldið í Húsafell og heim.
Ég ætla að taka eitthvað auka eldsneyti, svona til öryggis.
Re: 5. Jeppaspjallsferð -Kaldidalur/Langjökull-
Posted: 10.jan 2012, 16:05
frá hobo
Re: 5. Jeppaspjallsferð -Kaldidalur/Langjökull-
Posted: 10.jan 2012, 17:40
frá JonHrafn
Flott framtak, verst bara hvað þessi vinna slítur leikarskapinn í sundur hjá manni :þ
Re: 5. Jeppaspjallsferð -Kaldidalur/Langjökull-
Posted: 11.jan 2012, 18:53
frá hobo
Nýjustu fréttir:
5 bílar skráðar.
Andri - Patrol á 46"
Árni - 4Runner á 44"
Hjalti - 4Runner á 44"
Víðir - Pajero á 39,5"
Hörður - Hilux á 38" (litli bíllinn..)
Það stefnir í öflugan hóp, ef færðin verður þung gæti verið að forsprakkinn haldi sér aftast í hjólförunum. En það er bara til að hafa betri yfirsýn yfir hópinn sko... :o,
Nú er bara að vona að veðrið verði þokkalegt.
Re: 5. Jeppaspjallsferð -Kaldidalur/Langjökull-
Posted: 12.jan 2012, 19:28
frá andrig
eru menn að pæla í að fara þrátt fyrir veðurspá?
Re: 5. Jeppaspjallsferð -Kaldidalur/Langjökull-
Posted: 12.jan 2012, 19:42
frá hobo
Samkvæmt spám lítur út fyrir að það rigni vel um morguninn en léttir til eftir hádegi, vindur í minna lagi.
Eigum við ekki bara að taka stöðuna snemma næsta kvöld, það gæti ræst úr þessu.
Ég nenni ekki að jeppast ef að óþekkt verður í veðrinu.
Re: 5. Jeppaspjallsferð -Kaldidalur/Langjökull-
Posted: 12.jan 2012, 20:29
frá andrig
hobo wrote:Ég nenni ekki að jeppast ef að óþekkt verður í veðrinu.
nei, sammála því.
Re: 5. Jeppaspjallsferð -Kaldidalur/Langjökull-
Posted: 12.jan 2012, 20:54
frá hobo
Það er spaugari meðal vor og eru núna 34 skráðir.
http://teamfinder.org/games/7b39efc25140a9090574Sá sem á IP töluna 78.40.254.61 má alveg finna sér annað áhugamál :)
Frekar léleg uppsetning á þessu skráningarkerfi.
En þetta eru nýjustu tölur:
6 skráðir
Andri - Patrol á 46"
Árni - 4Runner á 44"
Hjalti - 4Runner á 44"
Víðir - Pajero á 39,5"
Hörður - Hilux á 38"
Baldur - Patrol á 38"
Re: 5. Jeppaspjallsferð -Kaldidalur/Langjökull-
Posted: 13.jan 2012, 02:32
frá reyktour
Ég mæti með
Defender á 44"
Kveðja sveinbjörn
Re: 5. Jeppaspjallsferð -Kaldidalur/Langjökull-
Posted: 13.jan 2012, 16:44
frá hobo
Veðurspáin virðist ekki ætla að breytast, rigning meiri hluta dags.
Sunnudagurinn lítur vel út, ef menn vilja fresta þessu um einn dag. En ég er nú samt meira fyrir dagsferðir á laugardögum.
Hvað segja menn annars, eigum við að kýla á þetta?

Re: 5. Jeppaspjallsferð -Kaldidalur/Langjökull-
Posted: 13.jan 2012, 17:09
frá andrig
ég er ekkert alltof spenntur að vera að fara í þessu veðri
Re: 5. Jeppaspjallsferð -Kaldidalur/Langjökull-
Posted: 13.jan 2012, 18:53
frá hobo
Þetta þarf ekkert að vera svo slæmt..
Ég legg til að sem flestir mæti á staðinn og rúlli uppeftir, ef það verður alveg aftakaveður er alltaf hægt að rúlla niður í Borgarfjörð og heim í koju.
Re: 5. Jeppaspjallsferð -Kaldidalur/Langjökull-
Posted: 14.jan 2012, 11:30
frá hobo
Jæja, kominn heim úr sorglegustu jeppaferð í heimi.
Bílar sem mættu: 1 Hilux (minn eigin)
Veður: Grenjandi rigning og súld á köflum
Myndir: Engar
Festur: Engar
Heimferð: Selfoss og Hellisheiði
Bilanir: Gangtruflanir í Hilux frá Rauðavatni og heim
:(
Re: 5. Jeppaspjallsferð -Kaldidalur/Langjökull-
Posted: 14.jan 2012, 14:58
frá -Hjalti-
Hvað var að valda þessum gangtruflunum hjá þér Hörður? Ég fékk ekki hub ið í gær svo ég strikaði mig útaf teamfiender listanum í gærkvöldi , leiðinlegt að þú hafir þurft að fara fíluferð því menn afboðuðu sig ekki.
En vonandi verður betri mæting næst og betra veður :)
Re: 5. Jeppaspjallsferð -Kaldidalur/Langjökull-
Posted: 14.jan 2012, 15:50
frá hobo
Ég hef ekkert gert eða skoðað í Hilux ennþá, en mitt fyrsta verk er að setja ísvara í bensínið og sjá hvað gerist. Súkkan mín gamla hagaði sér svipað fyrir ári eða svo, setti ísvara í tankinn og allt lagaðist.
Varðandi mætinguna, þá er planið að hafa hittinginn nær bænum næst.
Re: 5. Jeppaspjallsferð -Kaldidalur/Langjökull-
Posted: 14.jan 2012, 16:53
frá hobo
Ísvari er málið, vandamálið er leyst!
Fór áðan á bensínstöð, setti slurk af ísvara í tankinn og fyllti, eftir 10 mínútna bíltúr hætti hann að ganga illa og er jafnvel sprækari en áður.
Þetta var nákvæmlega eins með súkkuna um árið, en þá sendi ég Leó M sáluga póst hvað þetta gæti verið. Hann sagði að vegna bleytutíðarinnar sem var þá og stöðugra hitastigsbreytinga væri loftið mjög rakt og safnaðist þess vegna fyrir í tönkum.
Hann sagði að setja jafn mikið og leiðbeiningar segja til um á fyrsta tank og síðan smá skvettu við hverja áfyllingu eftir það.
Ég fór eftir þessu eftir það, en er búinn að trassa með þetta síðustu mánuði.
Re: 5. Jeppaspjallsferð -Kaldidalur/Langjökull-
Posted: 14.jan 2012, 17:26
frá jeepson
Einhver sagði mér að það væri sniðugt að hafa tankinn fullann yfir vetar tímann. Eða allavega sem næst fullum. En það er líka spurning um hvort að maður nenni altaf að vera dæla á eftir kvart tank eða eitthvað álíkað.
Re: 5. Jeppaspjallsferð -Kaldidalur/Langjökull-
Posted: 14.jan 2012, 19:41
frá Baddi
Afsakaðu Hörður að ég af-bókaði ekki.
Mér leist bara ekki á veðrið í morgun.
Hvernig væri að reyna á morgun.
kv, Baldur
Re: 5. Jeppaspjallsferð -Kaldidalur/Langjökull-
Posted: 14.jan 2012, 22:00
frá hobo
Ég kemst ekki á morgun, en öllum er frjálst að mæta og láta ljós sitt skína, mikið betri spá þá.
Re: 5. Jeppaspjallsferð -Kaldidalur/Langjökull-
Posted: 15.jan 2012, 10:46
frá hobo
Hvað segja menn við því að taka aðra tilraun næstu helgi?
Re: 5. Jeppaspjallsferð -Kaldidalur/Langjökull-
Posted: 15.jan 2012, 12:30
frá Baddi
Ég kemst ekki næsta laugardag.
Þá er Janúarferð litlunefndar f4x4.
kv. Baldur.
Re: 5. Jeppaspjallsferð -Kaldidalur/Langjökull-
Posted: 15.jan 2012, 15:01
frá Kalli
Og hafa hittinginn í bænum :O)
Re: 5. Jeppaspjallsferð -Kaldidalur/Langjökull-
Posted: 15.jan 2012, 15:11
frá hobo
Þeir sem eru hlynntir ferð næstu helgi mega láta í sér heyra.
Re: 5. Jeppaspjallsferð -Kaldidalur/Langjökull-
Posted: 15.jan 2012, 23:48
frá kjartanbj
ég er til næstu helgi ef ég fæ að verða farþegi hjá einhverjum :) þar sem maður er ekki enn búin að kaupa sér annan jeppa
Re: 5. Jeppaspjallsferð -Kaldidalur/Langjökull-
Posted: 16.jan 2012, 00:04
frá -Hjalti-
Ég er til í að fara eitthvað næstu helgi.. kjartan það verður eflaust pláss hjá mér.
Re: 5. Jeppaspjallsferð -Kaldidalur/Langjökull-
Posted: 17.jan 2012, 12:30
frá hobo
Ég ætla að sjá til hvort maður nenni eitthvað næstu helgi, held að ég sé ennþá þunglyndur eftir síðustu helgi :)
..vúhúu þúsund póstar!
Re: 5. Jeppaspjallsferð -Kaldidalur/Langjökull-
Posted: 18.jan 2012, 19:48
frá kjartanbj
jæja hvernig er það... menn eitthvað í huga til að fara þetta á laugardag , ágætis veðurspá, snjókoma á föstudag og eitthvað á laugardag, og frost bara
ég er allavega til í að fara sem farþegi þar sem ég er jeppalaus.. vonandi sem flestir sem vilja koma þetta
Re: 5. Jeppaspjallsferð -Kaldidalur/Langjökull-
Posted: 19.jan 2012, 11:18
frá frikki
kjartanbj wrote:jæja hvernig er það... menn eitthvað í huga til að fara þetta á laugardag , ágætis veðurspá, snjókoma á föstudag og eitthvað á laugardag, og frost bara
ég er allavega til í að fara sem farþegi þar sem ég er jeppalaus.. vonandi sem flestir sem vilja koma þetta
Sæll vinur mátt sitja í hjá mér ég ætla að fara á skjaldbreyð á laugardaginn.
hringdu bara í mig 820 8801 kv F.H
Re: 5. Jeppaspjallsferð -Kaldidalur/Langjökull-
Posted: 20.jan 2012, 00:43
frá -Hjalti-
Mér líst betur á Sunnudaginn en ef þið viljið frekar fara á laugardag þá er ég alveg til í að fara þá.
Re: 5. Jeppaspjallsferð -Kaldidalur/Langjökull-
Posted: 20.jan 2012, 01:24
frá DABBI SIG
svopni wrote:Er ekki meira spennandi spá á sunnudeginum? Eða nenna menn ekki svona brölti á hvíldardeginum :)
Ég styð sunnudaginn eins og Hjalti líka. Hafði allavega hugsað mér dagsferð á sunnudaginn en var ekki alveg búinn að negla niður hvert en fjallabak heillar. Langar að reyna komast inní Strút t.d. en er opinn fyrir ýmsu
Re: 5. Jeppaspjallsferð -Kaldidalur/Langjökull-
Posted: 20.jan 2012, 02:15
frá kjartanbj
ég er opinn fyrir hvorum deginum sem er.. enda bara farþegi..
Re: 5. Jeppaspjallsferð -Kaldidalur/Langjökull-
Posted: 20.jan 2012, 14:04
frá Doror
Sælir,
ég gæti verið mögulegur á sunnudeginum í einhverja dagsferð. Hrikalega flott veður úti.