Síða 1 af 1

Þórsmörk

Posted: 08.apr 2010, 01:32
frá Rixx
Sælir srtákar.
Hefur einhver farið inn í Þórsmörk til að kíkja á eldgosið?
Ég er nú búinn að fara að Einhyrning og upp á Mýrdalsjökul til að tékka á þessu en vill gera fleiri góðar ferðir úr þessu og er að velta fyrir mér hversu vel maður kemst að hraunfossunum ef maður keyrir inn í Þórsmörkina. Svo ég bara spyr.

Re: Þórsmörk

Posted: 08.apr 2010, 02:17
frá JBF
Sæll

Fór þangað á laugardaginn síðasta.

1 og hálfs tíma labb skilaði þessu útsýni( ljósmyndarinn var þarna við hliðina á mér )

held að það sjást annars ekki mikið nema að labba og hafa með sér kíki

http://mbl.is/mm/frettir/popup/mynd.htm ... id=1481808

kv JB

Re: Þórsmörk

Posted: 08.apr 2010, 09:44
frá arnijr
Föstudaginn síðasta var mjög fallegt útsýni að hraunfossinum í Hvannárgili og að nýju eldstöðinni frá gönguleiðinni upp á Morrisheiði. Það var í raun óþarfi að fara alla leiðina upp, en samt yfir Kattarhryggi og aðeins lengra en það, í raun nánast upp að brekkunni upp á Heiðarhorn. Það þarf að sjá þetta í ljósaskiptunum og í myrkri.
Leiðin er náttúrulega svolítið brött og erfið og það var klaki í stígnum. Einhverjir svona gamalmenna broddar eða gormar kæmu að gagni ef færið er ennþá svoleiðis. Höfuðljós er eiginlega nauðsynlegt, maður þarf helst báðar hendur lausar.
Skemmtu þér vel.

Re: Þórsmörk

Posted: 08.apr 2010, 15:53
frá Tómas Þröstur
Það er meira að sjá frá Votupöllum fyrir ofan skálana í Básum. Þaðan sést nýrri gígurinn og gosið frá honum en ekki af Morrisheiði. Það liggur stígur upp að pöllunum. Það er möst að taka með sér gott höfuðljós eitt eða fleiri til öryggis og vera í myrkvi uppi.