Síða 1 af 2

fyrsta helgin í des

Posted: 01.des 2011, 21:22
frá Einar Örn
sælir allir jeppakallar

fyrstað það er kominn svona mikill snjór hérna á suðurlandið er þá ekki upplagt að fara og losa sig við bæjarloftið úr dekkjum nuna um helgina...annaðhvort á laugardag eða sunnudag...?

ég er með í huga að aka uppað skálafelli og taka þaðanstefnuna yfir mosellsheiðina og enda á nesjavalla veiginum . efað timi gefst og bensín að kikja þá aðeins inná nesjavelli eða inni dalina þar þeir eru oftast allveg kjaftfullir af snjó...

Re: fyrsta helgin í des

Posted: 01.des 2011, 21:37
frá Árni Braga
Erum að fara á 3 bílum á laugardag þessa sömuleið.

Re: fyrsta helgin í des

Posted: 01.des 2011, 23:55
frá Haffi_
Ég væri alveg til í að slást í för ef ég mætti.

Re: fyrsta helgin í des

Posted: 02.des 2011, 00:23
frá kjartanbj
það er að minnsta kosti fjandi leiðinlegur snjór upp á hellisheiði núna, spurning hvort það sé skárri snjór annarstaðar
snjórinn þar þjappast ekkert heldur brotnar bara undan manni og er síðan grjótharður

Re: fyrsta helgin í des

Posted: 02.des 2011, 00:34
frá JonHrafn
Það er kominn þokkalegasti snjór á djúpavatnsleið, ágætis púður. Það þarf samt að bæta aðeins í hann svo þetta verði alvöru gaman.

Re: fyrsta helgin í des

Posted: 02.des 2011, 09:13
frá Einar Örn
ja er þa ekki malið að akveða dag. Laug eða sunnudag...

Re: fyrsta helgin í des

Posted: 02.des 2011, 11:45
frá gillih
Væri jafnvel til í skella mér með. Gísli

Re: fyrsta helgin í des

Posted: 02.des 2011, 14:28
frá reyktour
Ég er on á sunnudaginn..
Hvar á að hittast,??

Re: fyrsta helgin í des

Posted: 02.des 2011, 15:12
frá hobo
Allir út að leika!
Ég er að fara leggja íann í nýliðaferðina með f4x4, þannig að það verða nokkrar myndasýningar eftir helgi hjá okkur.

Re: fyrsta helgin í des

Posted: 02.des 2011, 18:54
frá Einar Örn
okei eigum við þá ekki að seigja að hittast á n1 mosó á sunnudag kl.9:30 og leggja af stað kl.10..

ég ættla þá aðeins að skrúfa í bílnum mínum á morgun því að ég fékk vitlausan 12 miða á hann í vikunni semað er ekki töff

en ég verð klár á sunnudag þetta var bara leiðindar skoðunarkall...:D

erum við þá ekki orðnir allavega 4 að fara það er flottur hópur

allir með læsingar framan og aftan og vhf stöð...?

Re: fyrsta helgin í des

Posted: 02.des 2011, 19:02
frá Árni Braga
Ég er klár. er líka að fara á morgun ef einhver vill vera með.

Re: fyrsta helgin í des

Posted: 02.des 2011, 20:13
frá Brjótur
Mér hefur nú aldrei fundist snjór leiðinlegur, það reynir bara mismikið á menn í misjöfnum færum, og þar skilur á milli atvinnumanna og áhugaspólara hehe :)

Re: fyrsta helgin í des

Posted: 02.des 2011, 20:35
frá Árni Braga
er þetta mont eða hvað ?????????

Re: fyrsta helgin í des

Posted: 02.des 2011, 21:28
frá Guðjón S
Sælir, á að fara umrædda leið sem fyrst var nefnd. Er ekki bara gráupplagt að fara Þúsundvatnaleiðina, stutt frá öllu.

Ég er annars geim á sunnudag, er reyndar staðsettur á Selfossi og var að spá í að kíkja eitthvað í snjó og prufa nýju dekkin.

Re: fyrsta helgin í des

Posted: 02.des 2011, 21:57
frá Einar Örn
þúsundvatnaleiðin er nú bara leingra frá heldur en mosellsheiðin og ég er allveg 110% viss um að það sé buið að þjappa nánasta alla þúsundvatna leiðina...en mosfellsheiðin er stór og litið um grjót nó af brekkum og fullt af snjó....fyrstað þú ert á selfossi geturu þá ekki hitt okkur bara hjá utsinispallinum semað er sirka 2km frá skálafells afleggjaranum(nær þingvöllum)

Re: fyrsta helgin í des

Posted: 02.des 2011, 23:03
frá Árni Braga
hvenar á að fara

Re: fyrsta helgin í des

Posted: 02.des 2011, 23:47
frá Einar Örn
okei eigum við þá ekki að seigja að hittast á n1 mosó á sunnudag kl.9:30 og leggja af stað kl.10..

Re: fyrsta helgin í des

Posted: 03.des 2011, 00:13
frá Guðjón S
Jú það er sennilegt að allt sé útþjappað. Ég er allveg til í að hitta ykkur á útsýnispallinum, gæti verið að ég komið með eitthvað að liði með mér 2-3.

Re: fyrsta helgin í des

Posted: 03.des 2011, 00:49
frá Brjótur
Árni minn nei ekki átti þetta nú að lesast svoleiðis, mér finnst enginn snjór leiðinlegur, nema þá helst harðfenni, þá reynir ekkert á bíl og bílstjóra, kann best við mig í erfiðu færi þegar á reynir, en það eru bara mín cent :)

Re: fyrsta helgin í des

Posted: 03.des 2011, 08:48
frá Árni Braga
Brjótur wrote:Árni minn nei ekki átti þetta nú að lesast svoleiðis, mér finnst enginn snjór leiðinlegur, nema þá helst harðfenni, þá reynir ekkert á bíl og bílstjóra, kann best við mig í erfiðu færi þegar á reynir, en það eru bara mín cent :)

enda var þetta sagt í gríni

Re: fyrsta helgin í des

Posted: 03.des 2011, 12:22
frá kjartanbj
stórefast um að það sé búið að þjappa alla þúsundvatna leiðina , miðað við hvernig hún var fyrir nokkrum dögum, mikill snjór á köflum og harðfenni bara sem maður
brotnaði í gegnum og sat fastur í

Re: fyrsta helgin í des

Posted: 03.des 2011, 12:54
frá Stjáni Blái
við erum 2 sem værum jafnvel til í að koma með, ég er á 38" með læst að framan og aftan, en engin talstöð, hinn er á 35" dísel Hilux með læst að aftan og VHF

kv.

Re: fyrsta helgin í des

Posted: 03.des 2011, 17:46
frá Einar Örn
já ekkert mál..bara allir að mæta á n1 mosó kl.9:30...

ég vona bara að ég verði ekki einn þarna...:D símanumerið hjá mér er 849-2257 væri gott að fá símtal frá einthverjum í fyrramálið semað ættlar að mæta en kemur kanski 10-30 min og seint svo að við gætum þá beðið eftir honum

Re: fyrsta helgin í des

Posted: 03.des 2011, 17:48
frá Guðjón S
Breiting á plani hjá mér, ég ætla mér að fara upp á Hellisheiði með nokkrum Selfyssingum.

Re: fyrsta helgin í des

Posted: 03.des 2011, 20:04
frá Einar Örn
það væri flott að fá svar frá þeim sem ættla að koma með á mrg...

Re: fyrsta helgin í des

Posted: 05.des 2011, 14:33
frá -Hjalti-
hobo wrote:Allir út að leika!
Ég er að fara leggja íann í nýliðaferðina með f4x4, þannig að það verða nokkrar myndasýningar eftir helgi hjá okkur.


myndirmyndirmyndirmyndirmyndir :)

Re: fyrsta helgin í des

Posted: 05.des 2011, 14:39
frá -Hjalti-
Ameríska deildin lét sjá sig á fjöllum :)

Image

Image

Image

Image

Re: fyrsta helgin í des

Posted: 05.des 2011, 14:48
frá -Hjalti-
svopni wrote:Við fórum allaleið uppí Bláfjöll. Sæmilegasti snjór svosem, en alveg glatað færi. Bara sykur. Hvernig var á Mosfellsheiðinni þið sem fóruð þangað?

Tók lítið af myndum.

http://www.facebook.com/?ref=tn_tnmn#!/ ... =1&theater


Þetta efni er óaðgengilegt núna

Re: fyrsta helgin í des

Posted: 05.des 2011, 21:45
frá Svenni30
Hvernig gekk hjá þér Hjalti um helgina ?
Hvernig var motorinn að koma út ? Er ekki rosalegur munur á eyðslu heheh ?

Re: fyrsta helgin í des

Posted: 05.des 2011, 22:40
frá LFS
er bilerí á hverri einustu mynd hja amerikonunum ???

Re: fyrsta helgin í des

Posted: 05.des 2011, 23:20
frá jeepson
49cm wrote:er bilerí á hverri einustu mynd hja amerikonunum ???


greinilegt að þessir japömnsku eru að standa sig betur hohoho :)

Re: fyrsta helgin í des

Posted: 06.des 2011, 00:23
frá -Hjalti-
Patrunnerinn stóð sig bara vel..
eyðslan var um það bil 100lítrar af steinoliu Selfoss - setur - selfoss .
Í ömulegu sykur færi og endalaust af drætti. Dró meðal annars súkku á eftir mér eins og snjóþotu síðustu 15kílometrana

eitthvað af myndum frá Frank Höybye

ég á slatta af myndum sjálfur sem ég á eftir að græja.

Image

Image

Image

Image

Image

Image

Image

Image

Image

Image

Image

Image

Image

Image

Image

Image

Image

Image



Image

Re: fyrsta helgin í des

Posted: 06.des 2011, 01:15
frá DABBI SIG
Hjalti_gto wrote:Image


Hvar er þessi mynd tekin?

Re: fyrsta helgin í des

Posted: 06.des 2011, 01:31
frá -Hjalti-
í hlíðini Norðan megin við setrið

Re: fyrsta helgin í des

Posted: 06.des 2011, 18:03
frá Einar Örn
það var algera sikur færi hjá okkur líka á línuvegi en gaman að komast í snjó og leika sér...

ég nenni ekki að setja inn fleirri myndir ég finn mér kanski tíma í það seinna

en hér er ein flott...2x patrolar fastir og þá var toyotan semað þurfti að bjarga þeim..:D
hehe

Image

ótrúlegt hvað ég náði að skriða áfram á kviðnum...

Image


Image

svo ein í lokin þegar það var verið að smella fjallalofti í dekkin..
Image

Re: fyrsta helgin í des

Posted: 06.des 2011, 19:17
frá hobo
Hér eru þær myndir sem ég tók í nýliðaferðinni.

http://www.flickr.com/photos/65276392@N ... 308324161/

(Fara beint í "slideshow" ýta svo á "show info" til að fá texta með mynd og svo "full screen" neðst í horninu hægra megin.)

Re: fyrsta helgin í des

Posted: 06.des 2011, 22:42
frá Svenni30
hobo wrote:Hér eru þær myndir sem ég tók í nýliðaferðinni.

http://www.flickr.com/photos/65276392@N ... 308324161/

(Fara beint í "slideshow" ýta svo á "show info" til að fá texta með mynd og svo "full screen" neðst í horninu hægra megin.)


Ekkert smá flottar myndir hjá þér. Hvernig myndavél ertu með ?
Þetta hefur verið hörku fer. Ég var að spá í að fara í þessa ferð. En komst ekki að þessu sinni.

Re: fyrsta helgin í des

Posted: 07.des 2011, 08:41
frá hobo
Canon EOS Rebel Xs sem er ameríkuframleiðsla en heitir 1000D annars staðar.
Hún er bara ódýrt dót miðað við það sem til er en dugar mér vel.

Já þetta var hörkuferð, sérstaklega á sunnudeginum.

Re: fyrsta helgin í des

Posted: 07.des 2011, 15:19
frá Startarinn
Hvað var alltaf að hrjá þennan Surburban??

Ég varð reyndar hissa þegar ég sá að hann var á fjöðrunum ennþá, ég hélt að loftpúðarnir hefðu fylgt með þegar Bjsv. Strönd seldi hann fyrir nokkrum árum. En það stóð til að setja hann á loftpúða allann hringinn þegar hann var seldur

Ég fór í nokkur útköll og ferðir á þessum bíl og sá alltaf svolítið eftir honum, hann skilaði mér alltaf heim, einu vandamálin sem ég man eftir voru lélegar demparafestingar.
Reyndar höfðu sumir í sveitinni orð á því að bíllinn væri ekki með "air condition" heldur "weather condition"

Re: fyrsta helgin í des

Posted: 07.des 2011, 16:44
frá -Hjalti-
Það brotnaði í honum grindin við stýrismaskínuna.. hann var skilin eftir 10km frá Setrinu.