Síða 1 af 1

gosfærð

Posted: 06.apr 2010, 20:23
frá torino
er eitthvað vitað hvernig færðin er upp að gosi? er ekki rennifæri fyrir 38" patrol?

Re: gosfærð

Posted: 06.apr 2010, 20:49
frá Járni
Mögulega hefur líklega bætt í síðustu daga, en þetta var orðin fínasta hraðbraut.
Ég fór síðast á föstudag, þá var fínt.

Re: gosfærð

Posted: 06.apr 2010, 23:04
frá DABBI SIG
Núna á sunnudag var færðin ágæt. 38" bílar komust þetta flestir vandræðalaust, þó nokkrir sem náðu að festa sig í þyngstu brekkunum, en góður ökumaður getur alveg tæklað þetta á 38" bíl.
Hinsvegar gæti þetta hafa breyst eitthvað núna með verra veðri og mögulega snjókomu.

Re: gosfærð

Posted: 08.apr 2010, 01:36
frá Rixx
Ég fór þetta á 35" Hilux með 35" Patrol með mér og það var ekkert mál. Festum okkur mjög sjaldan. Fylgstu bara með veðurspánni og veldu þér góðann dag í þetta þá flýgurðu þarna upp. Það er næg umferð sem getur hjálpað þér ef þú lendir í vandræðum.