Síða 1 af 1
Laugardagurinn 26. Nóv
Posted: 23.nóv 2011, 09:54
frá hobo
Nú er veturinn að ganga í garð og allt að gerast.
Hver vill kíkja með mér á laugardaginn t.d Kaldadal?
Einnig væri gaman að kíkja aftur að Hvalvatni en nokkur ár eru síðan ég gerði það síðast.
Lyngdalsheiðin er orðin alhvít þannig að þetta gæti orðið gaman.
Re: Laugardagurinn 26. Nóv
Posted: 23.nóv 2011, 17:27
frá björnin
ég væri til í að fara eitthvert
Re: Laugardagurinn 26. Nóv
Posted: 24.nóv 2011, 07:44
frá kjartanbj
Ég er til í að kíkja eitthvað, prufa þennan bíl almennilega
Re: Laugardagurinn 26. Nóv
Posted: 24.nóv 2011, 08:42
frá hobo
Verð líklega á Þingvöllum um 9:30, læt vita ef það breytist eitthvað.
Allir velkomnir.
Re: Laugardagurinn 26. Nóv
Posted: 24.nóv 2011, 08:55
frá JoiVidd
er einhver snjór í kringum lyngdalsheiði? erum nokkrir að spá í að fara á nokkurum jeep-um :D
Re: Laugardagurinn 26. Nóv
Posted: 24.nóv 2011, 09:22
frá hobo
Allt er orðið hvítt, en mikill snjór efast ég um.
Maður sættir sig við það betur en engan snjó.
http://www.vegagerdin.is/umferd-og-faer ... /sudurland
Re: Laugardagurinn 26. Nóv
Posted: 24.nóv 2011, 10:56
frá kjartanbj
við fórum upp í bláfjöll og svo upp á hellisheiði upp þar sem maður fer inn á þúsundvatna leið og þar fundum við þessa skemmtilegu skafla var í gærkvöldi bara, verður nú búið að snjóa slatta á laugardag, sérstaklega ef það verður farið upp í einhverja hæð
Re: Laugardagurinn 26. Nóv
Posted: 24.nóv 2011, 11:17
frá AgnarBen
Það er komin vefmyndavél upp á Lyngdalsheiði fyrir áhugasama um snjóalög :)
http://www.vegagerdin.is/umferd-og-faerd/vefmyndavelar/sudurland
Re: Laugardagurinn 26. Nóv
Posted: 25.nóv 2011, 02:55
frá Kalli
Re: Laugardagurinn 26. Nóv
Posted: 25.nóv 2011, 08:08
frá hobo
Jæja hverjir ætla að hitta á mig í fyrramálið kl 9:30 á Þingvöllum?
Re: Laugardagurinn 26. Nóv
Posted: 25.nóv 2011, 11:58
frá kjartanbj
eg mæti
Re: Laugardagurinn 26. Nóv
Posted: 25.nóv 2011, 12:47
frá kjartanbj
ég kíkti upp á hellisheiði í gærkvöldi fór þúsundvatnaleið , þokkalegasti snjór , hefði allavega ekki viljað vera á mikið minni dekkjum á köflum þar sem var ágætlega þungfært
Re: Laugardagurinn 26. Nóv
Posted: 25.nóv 2011, 14:42
frá björnin
ég mæti
Re: Laugardagurinn 26. Nóv
Posted: 25.nóv 2011, 16:41
frá Hagalín
Hér eru myndir úr Veiðivötnum.
Þannig allt er að gerast :)
http://helgi.dk/?page_id=189
Re: Laugardagurinn 26. Nóv
Posted: 25.nóv 2011, 18:26
frá hobo
kjartanbj wrote:eg mæti
björnin wrote:ég mæti
Flott! Sjáumst á morgun!
Re: Laugardagurinn 26. Nóv
Posted: 25.nóv 2011, 18:27
frá hobo
Allir að taka myndavélar með og líka þið sem farið annað!
Re: Laugardagurinn 26. Nóv
Posted: 25.nóv 2011, 19:51
frá Úlfur
Ef ég má koma með á Suzuki Jimny á 33" (1150 kg) þá mæti ég sprækur á Þingvelli kl. 9:30.
Re: Laugardagurinn 26. Nóv
Posted: 25.nóv 2011, 21:21
frá Einar Örn
ég er að fara einbíla langleiðina að hveravöllum á mrg....ég verð líklega að keyra framhjá þingvöllum um 9 hald 10 leitið..efað þú ert einn þarna þá mattu allveg koma með...en við erum að fara á rjúpu þannig að ég veit ekki allveg hvað við fötum langt inneftir...ég er samt ánagður að fá að jeppast smá og svo drepa líka...;)
Re: Laugardagurinn 26. Nóv
Posted: 26.nóv 2011, 00:13
frá hobo
Úlfur wrote:Ef ég má koma með á Suzuki Jimny á 33" (1150 kg) þá mæti ég sprækur á Þingvelli kl. 9:30.
Já það sleppur vel, sjáumst í bítið.
Re: Laugardagurinn 26. Nóv
Posted: 26.nóv 2011, 00:53
frá kjartanbj
ég var að koma ofan af hellisheiði, þræl festi hiluxin þar í góðum snjó, tók okkur smá tíma að moka hann upp
þar sem að 33" cherokee sem var með okkur komst ekki að okkur til þess að tosa í hann , bara gaman
hlakka til á morgun verður örugglega nægur snjór :)
Re: Laugardagurinn 26. Nóv
Posted: 26.nóv 2011, 01:47
frá kjartanbj

Ekki fastur þarna samt
Re: Laugardagurinn 26. Nóv
Posted: 26.nóv 2011, 09:03
frá Árni Braga
Góða skemtun strákar og verið duglegir að taka myndir
Re: Laugardagurinn 26. Nóv
Posted: 26.nóv 2011, 18:23
frá Einar Örn
ég tók eingar myndir....en ég fór uppá hrunamanna hrepp...leiðina uppað setri. ég var fyrsti bíll til að keyra þetta í morgun og snjórinn var mjög svo erfiður...fullt af púðri og mikið frost en ekkert grip...
Re: Laugardagurinn 26. Nóv
Posted: 26.nóv 2011, 18:28
frá JonHrafn
Einar Örn wrote:ég tók eingar myndir....en ég fór uppá hrunamanna hrepp...leiðina uppað setri. ég var fyrsti bíll til að keyra þetta í morgun og snjórinn var mjög svo erfiður...fullt af púðri og mikið frost en ekkert grip...
Það vantar LIKE takkan hérna :þ
Re: Laugardagurinn 26. Nóv
Posted: 27.nóv 2011, 11:06
frá hobo
Hér eru myndir frá ferðinni í gær. Fórum Kaldadal, en ég og Kjartan fórum Húsafell heim. Sveinbjörn og Haukur snéru við rétt norðan við hæsta punkt enda Sveinbjörn frá Selfossi þannig að það hentaði best. Snilldar ferð í snilldar veðri.
http://www.flickr.com/photos/65276392@N ... 171798729/
Re: Laugardagurinn 26. Nóv
Posted: 27.nóv 2011, 14:34
frá kjartanbj
þetta var bara skemmtileg ferð og ágætlega krefjandi , maður veit aðeins hvernig hiluxin virkar núna :)
Re: Laugardagurinn 26. Nóv
Posted: 27.nóv 2011, 15:35
frá hobo
Allir að setja inn myndir og Kjartan þú þarft að fara að klippa myndbandið ;)
Re: Laugardagurinn 26. Nóv
Posted: 27.nóv 2011, 15:57
frá Úlfur
Takk fyrir frábæran dag! Lærði heilmikið á súkkuna. Súkkumaður einn hafði sagt við mig um Jimnyinn að maður þyrfti að taka hluti á ferðinni. Það gekk eftir, sérstaklega þegar keyrt er í förum stærri bíla.
Tók lítið af myndum, meiri tími fór í skófluna :-)
Re: Laugardagurinn 26. Nóv
Posted: 27.nóv 2011, 16:10
frá kjartanbj
hobo wrote:Allir að setja inn myndir og Kjartan þú þarft að fara að klippa myndbandið ;)
já, þarf að gera það þegar ég hef tíma, er reyndar að uploada smá klippu, ómerkileg samt, aðalega glamur í mótornum hjá mér hah
Re: Laugardagurinn 26. Nóv
Posted: 27.nóv 2011, 16:18
frá Hjörvar Orri
Flottar myndir flott veður. Þetta hefur eflaust verið helvíti gaman. Þetta gefur manni spark í rassinn til að gera bílinn fjallahæfan.
Re: Laugardagurinn 26. Nóv
Posted: 27.nóv 2011, 16:25
frá kjartanbj
[youtube]http://youtu.be/czar13Mqmi4[/youtube]
Re: Laugardagurinn 26. Nóv
Posted: 27.nóv 2011, 18:24
frá kjartanbj

Við Hörður svolítið fastir, ég náði þó að moka minn lausan, en bíllinn hjá Herði var meira fastur og var dreginn laus
Re: Laugardagurinn 26. Nóv
Posted: 27.nóv 2011, 19:03
frá hobo
Eigum við ekki bara að segja að ég sé latari en þú og kallaði á aðstoð...
Mig minnir að ég hafi varla reynt að losa mig, hélt bara að ég kæmist ekkert hvort eð er.
Re: Laugardagurinn 26. Nóv
Posted: 27.nóv 2011, 22:12
frá kjartanbj
eða það :) þetta var allavega bara gaman
Re: Laugardagurinn 26. Nóv
Posted: 28.nóv 2011, 11:32
frá björnin
Re: Laugardagurinn 26. Nóv
Posted: 29.nóv 2011, 12:57
frá RunarG
úr hvaða björgunarsveit er þessi bíll?
Re: Laugardagurinn 26. Nóv
Posted: 29.nóv 2011, 13:51
frá björnin