Síða 1 af 1

Heima er best!

Posted: 16.nóv 2011, 15:11
frá Forsetinn
Sælir, þar sem að maður er "fastur" heima svona 350 daga á ári. Og fátt nýtt að gerast á veraldarvefnum fyrir internetfíkla einsog mig.
Datt mér í hug hvort að það væri ekki sniðugt að vera með lifandi þráð á þessari síðu?

Þar sem að menn pósta myndum og kannski smá sögu með úr ferðum. Alltaf gaman að sjá gamlar og nýjar myndir úr ferðum.

Vona að menn taki vel í þessa hugmynd :-)

ps. drepleiðist.

Re: Heima er best!

Posted: 16.nóv 2011, 15:22
frá stjanib
Fáðu þér hund... þá kannski kemstu aðeins út :)

Re: Heima er best!

Posted: 16.nóv 2011, 16:24
frá gaz69m
ég kom með ódýra lausn fyrir einn vin minn um dagin þar sem blessaður dadsún gekk ekki hálfan snúning að best væri að setja bílin inn í skúr mála veggin sem snýr beint á móti framendabílsins gott að mála veggin í hvítum lit svo er að kaupa sér skjávarpa og varpa á veggin video myndum sem aðrir hafa tekið upp vafalaust hægt að koma sér góðusafni af efni með myndum af helstu leiðum ef aðrir nenna að taka góða cameru með og festa hana á bílin svo má sjálfsagt koma sér upp tjökkum sem hristabílin smá til að gefa meiri tilfiningu fyrir að bílin sé á ferð

Re: Heima er best!

Posted: 16.nóv 2011, 16:38
frá Forsetinn
Fann gamlar myndir úr ferð á Langjökul páskana 2009, fékk að fara sem farþegi þar sem bíllinn hjá mér var í aðgerð. Var farþegi í 38" Tacomu og kom mér verulega á óvart hvað þetta eru skemmtilegir bílar, aldrei verið hrifinn af pallbílum. En gæti vel hugsað mér að eiga svoleiðis sjálfrennireið.

Ætlunin var að fara í Þursaborgir og svo Kaldadalinn til baka, en snérum við uppá jökli enda var skyggnið ekkert. En fínasta færi og fullt af flottum jeppum. Rákumst meðal annars á einn ferðalang á óbreyttum 350 Ford sem var mjög spenntur fyrir því að láta draga sig allan Kaldadal. Leiðangurstjórar afþökkuðu það boð :-)