Síða 1 af 1
Fjallabak um helgina - myndir.
Posted: 07.nóv 2011, 09:42
frá Tómas Þröstur
Útivist fór í ferð um Fjallabak um helgina. Fyrri nóttina gist í nýuppgerðum Dalakofa - þá seinni í skálanum við Strút norðan Mælifellssands. Á laugardag var farið um Pokahryggi niður á Dómadalsleið. Síðan ekin Fjallabaksleið nyðri og í Strút um Álftavatnskrók. Frá Strút á sunnudeginum um Fjallabaksleið syðri um Hvanngil og Álftavatn og til byggða framhjá Keldum. Lítill snjór á laugardeginum nema ofarlega á Pokahrygg í um 1000m hæð voru stórir þéttir skaflar. Tölvert í ám. Aðfaranótt sunnudags snjóaði mjög mikið og breyttist ferðin í nokkuð massífa vertrarferð við það. Veðrið var bara nokkuð gott á aksturtímanum í ferðinni. Gekk á með éljum og bjart þess á milli. Býsna skemmtileg ferð.
Re: Fjallabak um helgina - myndir.
Posted: 07.nóv 2011, 10:12
frá Hansi
Flottar myndir :)
Næsta helgi verður tekin á hálendi það er ljóst :)
Mbk. Hans
Re: Fjallabak um helgina - myndir.
Posted: 07.nóv 2011, 10:31
frá Hjörturinn
Ekki amalegt :)
Re: Fjallabak um helgina - myndir.
Posted: 07.nóv 2011, 12:38
frá hobo
Skemmtilegar myndir.
Re: Fjallabak um helgina - myndir.
Posted: 07.nóv 2011, 12:49
frá jeepson
Maður fær nú bara glampa í augun við að horfa á ykkur leika í hvíta gullinu :)
Re: Fjallabak um helgina - myndir.
Posted: 07.nóv 2011, 12:59
frá kjartanbj
ég ÆTLA að fara eitthvað næstu helgi, spurning hverjir ætla með þá :)
Re: Fjallabak um helgina - myndir.
Posted: 07.nóv 2011, 13:13
frá Magnús Ingi
ég held að það verði nú einhvað lítið eftir af snjó á fjallabakssvæðinu um næstu helgi meða við veðurspá!!
Re: Fjallabak um helgina - myndir.
Posted: 07.nóv 2011, 13:52
frá Tómas Þröstur
Takk fyrir viðbrögð - það þyrfti að blotna í þessu og svo frjósa. Þá væri kominn þokkalegur grunnur sérstaklega á svæðinu vestan Hvanngils þar sem mest var af snjónum.
Re: Fjallabak um helgina - myndir.
Posted: 07.nóv 2011, 14:29
frá frikki
Geggjað ohhhh nú verður tekið á því
Re: Fjallabak um helgina - myndir.
Posted: 07.nóv 2011, 21:29
frá siggi.almera
flottar mindir maður fær fiðring i puttana við að sja snjoinn