Gistiaðstaða nálægt Mýrdalsjökli

Til að skipuleggja ferðir, auglýsa eftir félögum, spyrja fregna af færð og ástandi vega.

Höfundur þráðar
arntor
Innlegg: 176
Skráður: 05.okt 2010, 21:26
Fullt nafn: Arntor Sverrir Sigurdarson

Gistiaðstaða nálægt Mýrdalsjökli

Postfrá arntor » 23.okt 2011, 10:26

Datt í hug að láta menn vita af gistiaðstöðu sem fjölskylda mín hefur uppá að bjóða. Hún er staðsett á Þykkvabæjarklaustri í Álftaveri. Upplagt fyrir þá sem koma langt að og ætla sér að fara t.d Öldufellsleið, inn í Strút, uppá Mýrdalsjökul við Mælifellssand eða bara á hálendið austan og norðaustan við mýrdalsjökul, þá er auðvitað stutt inní Hvanngil, Hrafntinnusker, Álftavötn, báðar fjallabaksleiðir austanfrá, Langasjó og fleiri staði sem er gaman að heimsækja á veturna.


Heimasíðan okkar er
www.kiddasiggi.is
þið finnið tölvupóst og símanúmer þar.

við höfum gistiaðstöðu fyrir 22, í 6 herbergjum 2-5 manna. sturtur, fullbúið eldhús, stofu með sjónvarpi og dvd spilara. Við erum ekki með matsölu, en alla aðstöðu til að elda og hægt að redda mönnum ef eitthvað gleymist. Á staðnum er einnig starfrækt verkstæði ef menn þurfa á þeirri þjónustu að halda.

frá 1.okt-15.maí erum við með 50%afsl. verð eru þá þessi.
svefnpokaplássið er 2250kr á mann
uppábúið rúm 3250kr á mann




Höfundur þráðar
arntor
Innlegg: 176
Skráður: 05.okt 2010, 21:26
Fullt nafn: Arntor Sverrir Sigurdarson

Re: Gistiaðstaða nálægt Mýrdalsjökli

Postfrá arntor » 23.okt 2011, 10:36

úps. tók ekki eftir því að ég setti þetta inn í óleyfi fyrr en núna. búinn að senda póst til viðeigandi aðila til að fá leyfi


Kalli
Innlegg: 410
Skráður: 27.júl 2010, 18:28
Fullt nafn: Karl Guð
Bíltegund: Cherokee 2007

Re: Gistiaðstaða nálægt Mýrdalsjökli

Postfrá Kalli » 23.okt 2011, 11:12

Takk fyrir þetta.

kv. Kalli


Til baka á “Ferðir og færð á fjöllum”

Tengdir notendur

Notendur á þessu spjallborði: Engir skráðir notendur og 34 gestir