Síða 1 af 1
Ferðatillögur um páskana fyrir nýgræðing
Posted: 29.mar 2010, 10:30
frá maxi
Sælt jeppafólk.
Geta einhverjir mér reyndari í jeppaferðum komið með einhverjar tillögur að góðum dagsferðum fyrir 33" breytta vagna. Ég er þannig séð byrjandi í þessu öllu þó að ég hafi skrönglast eitthvað um. Allavegnanna þætti mér gaman ef einhverjir mundu komið með tillögur að góðum leiðum til að taka í dagsferðir sem að þó bjóða upp á smá óvegi og kannski ár og eitthvað útsýni.
M
Re: Ferðatillögur um páskana fyrir nýgræðing
Posted: 29.mar 2010, 11:34
frá Sævar Örn
Þú getur beðið spenntur og séð hvort þeir opni veginn upp frá skógum um páskana þar sem nú er frost á fróni, veginum var aðallega lokað sökum aurbleytu. En vegurinn er auðvitað mun auðfarnari en jökullinn upp að gosinu ef því er að skipta.
Re: Ferðatillögur um páskana fyrir nýgræðing
Posted: 29.mar 2010, 11:45
frá Tómas Þröstur
Kaldidalur á milli Þingvalla og Húsafells er sígildur.
Re: Ferðatillögur um páskana fyrir nýgræðing
Posted: 29.mar 2010, 12:06
frá Sævar Örn
Prufaði að hringja í vegagerðina áðan og Vegagerðin fundar í fyrramálið og þá kemur í ljós hvort þeir opni leiðir á hálendinu og meðal annars veginn upp með skógum
Re: Ferðatillögur um páskana fyrir nýgræðing
Posted: 29.mar 2010, 12:17
frá maxi
Sævar Örn wrote:Þú getur beðið spenntur og séð hvort þeir opni veginn upp frá skógum um páskana þar sem nú er frost á fróni, veginum var aðallega lokað sökum aurbleytu. En vegurinn er auðvitað mun auðfarnari en jökullinn upp að gosinu ef því er að skipta.
Hversu nálægt gosstöðvunum kemst maður?
Re: Ferðatillögur um páskana fyrir nýgræðing
Posted: 29.mar 2010, 12:20
frá Sævar Örn
Eins nálægt og þú þorir, ég rændi hraunstein úr gosinu sem var enn brennheitur á laugardaginn, ég myndi giska að maður standi svona 2-300 metra frá spíunni sjálfri
Re: Ferðatillögur um páskana fyrir nýgræðing
Posted: 29.mar 2010, 12:40
frá JonHrafn
Vegurinn upp frá skógum, liggur hann alveg upp að efri ( nýrri ) skálanum? Sem stendur fyrir ofan gosið?
Re: Ferðatillögur um páskana fyrir nýgræðing
Posted: 29.mar 2010, 14:00
frá krunki
er sjálfur á 33" og langar mikið að komast einhvern um páskana einhvað þá suð-austur hlutalandinu. vantar ekki svoldið virkt slóða safn sem menn geta þá bara bætt inní, þvi mikið er til af slóðum en ég sjálfur t.d veit um þá fáa. hef sjálfur notað
http://vegir.klaki.net/vegir/?q=archive/2004/10/17 en fynst meiga uppfæra þetta og setja í betri mynd!. er mikið mál fyrir vefstjóra að koma einhverju svona upp?
Re: Ferðatillögur um páskana fyrir nýgræðing
Posted: 29.mar 2010, 21:09
frá Hansi
Hellisheiði, svokölluð 1000 vatnaleið, stutt skemmtileg leið með skemmtilegum sprænum.
Re: Ferðatillögur um páskana fyrir nýgræðing
Posted: 29.mar 2010, 21:33
frá Sævar Örn
Leiðin upp frá skógum liggur í Baldvinsskála sem sumir kalla "fúkka" sökum góðs ilms innan í honum.
En milli Baldvinsskála og Fimmvörðuskála eru um 960 metrar í sjónlínu og fært bílum leyfi snjóalög það. Þó geta verið erfiðar brekkur eins og upp við fimmvörðuskála í vondu færi
hér er mynd af rútu hjá mér sem fylgir Fimmvörðuvegi upp frá skógum og í baldvinsskála, hin línan sýnir beina línu milli skálanna.

Re: Ferðatillögur um páskana fyrir nýgræðing
Posted: 29.mar 2010, 21:57
frá Stebbi
Þingvallavegur - Meyjarsæti - Eyfirðingavegur - Hlöðuvellir - Geysir . Skemmtileg leið fyrir litla eða lítið breytta jeppa. Það er líka hægt að taka línuveginn norður fyrir Skjaldbreið ef að menn vilja fara hraðar yfir. Eins er hægt að líta áleiðis inn í Landmannalaugar um Dómadal og hafa gaman að, ég fór það í töluverðum snjó fyrir nokkrum árum á 32".
Re: Ferðatillögur um páskana fyrir nýgræðing
Posted: 29.mar 2010, 23:17
frá maxi
Þetta er algjör snilld......þið reddið alveg Páskunum.
Takk takk
Maxi
Re: Ferðatillögur um páskana fyrir nýgræðing
Posted: 30.mar 2010, 11:15
frá bragi
krunki wrote:... vantar ekki svoldið virkt slóða safn sem menn geta þá bara bætt inní, þvi mikið er til af slóðum en ég sjálfur t.d veit um þá fáa. hef sjálfur notað
http://vegir.klaki.net/vegir/?q=archive/2004/10/17 en fynst meiga uppfæra þetta og setja í betri mynd!. er mikið mál fyrir vefstjóra að koma einhverju svona upp?
Það er verið að vinna í svona slóðagrunni sem verður líklega hýstur hjá F4x4, mögulega á fleiri stöðum.
Re: Ferðatillögur um páskana fyrir nýgræðing
Posted: 30.mar 2010, 18:11
frá maxi
Hefur eitthvað heyrst með veginn upp frá Skógum.....verður hann opnaður?
MaXi
Re: Ferðatillögur um páskana fyrir nýgræðing
Posted: 30.mar 2010, 18:29
frá gislisveri
krunki wrote:er sjálfur á 33" og langar mikið að komast einhvern um páskana einhvað þá suð-austur hlutalandinu. vantar ekki svoldið virkt slóða safn sem menn geta þá bara bætt inní, þvi mikið er til af slóðum en ég sjálfur t.d veit um þá fáa. hef sjálfur notað
http://vegir.klaki.net/vegir/?q=archive/2004/10/17 en fynst meiga uppfæra þetta og setja í betri mynd!. er mikið mál fyrir vefstjóra að koma einhverju svona upp?
Ástæðan fyrir því að þetta er ekki nógu vel uppfært er sú að notendur eru ekki nógu duglegir að leggja til trökk að mínu mati. Þetta stendur og fellur með framlagi þeirra sem nýta sér efnið.
Hér á vefnum er spjallsvæði sem heitir ,,
Punktar og ferlar" og þar er kjörið að setja inn ferla eða óska eftir slíkum. Ef titill spjallþráðarins er lýsandi fyrir staðinn/leiðina er svo ekkert mál að finna þetta seinna með leitarfítusnum.
Kv.
Gísli
Re: Ferðatillögur um páskana fyrir nýgræðing
Posted: 30.mar 2010, 22:41
frá Izan
Sælir.
Það er af nógu að taka fyrir 33" jeppa að ferðast því að ef bílarnir drífa ekki þá er alltaf hægt að snúa við. Ég veit ekki hvernig snjóalög á suðvesturhorninu eru en það ætti að vera áskorun fyrir þessa bíla að taka áðurnefndann rúnt upp Kaldadal og Uxahryggi. Ég er ekki vel að mér á þessum slóðum en ég fann þarna skilti sem stóð á "Eyfirðingavegur" og prófaði hann, reyndar á 35" jeppa. Sá slóði þynntist út og hvarf undir snjó en þar var ég kominn á kunnugar slóðir við rætur Skjaldbreiðar. Með því að taka þennan slóða lendir maður sunnan megin við Skjaldbreið en línuvegurinn liggur norðan megin. Ef þú ferð á Skjaldbreið skaltu taka snjóþotu með.
Það ætti svosum að vera gerlegt að prófa Kjöl. Ef svona bílar komast á Bláfellshálsinn væri það nokkuð gott og hugsanlegt að kaupa sér gistirými þar. Það virðist hvergi vera bannað að keyra svo að Landmannalaugar eða Landmannahellir gætu verið fínir áningastaðir sem bjóða upp á gistirými ef menn gera ráðstafanir.
Það er af nógu að taka EN.......
Í fjallaferð á enginn að fara illa búinn. Þar skiptir dekkjastærð engu máli. Ef þið ætlið í vetrarferð verða menn að gera ráð fyrir ákveðnum hlutum og taka með sér búnað til að takast á við það. Menn ættu allavega að gera ráð fyrir því að geta tafist í vetrarferð um 1-2 daga lágmark og taka með nesti fyrir þann tíma. Hafa með sér klæðnað sem heldur mönnum heitum ef bíllinn gefst upp og passa að aukaföt og svefnpoki blotni ekki "no matter what"!!! Þetta á líka við um dagsbíltúra. Konseptið er að ef bíllinn bilar eða stoppar og þið getið ekkert gert í málinu er best fyrir viðbragðsaðila að vita að enginn sé í hættu.
Það eiga allir GSM síma en á veturna ætti enginn að fara á fjöll án VHF talstöðvar og GPS tækis. Þessi tvenna geta orðið líflínan því að þá geturðu sagt einhverjum frá því að þú sért í vandræðum og hvar. Þetta á að vera í öllum bílum að sjálfsögðu. Þá er hægt að tala um allan óþarfann s.s. skóflu, sem mér finnst mjög mikilvæg, járnkarl/álkarl, verkfæri, kaðall, sólgleraugu, varasalva o.s.frv.
Kv Jón Garðar
Re: Ferðatillögur um páskana fyrir nýgræðing
Posted: 31.mar 2010, 15:26
frá krunki
flott að fá svona margar tillögur. en núna eins og hjá mörgum langar manni upp að gosi!. fyrsta spurning er , er eini slóðin frá skógum eða er einhver önnur leið? og kæmist ég fyrir enda þarna upp á 33" terrano (Stutta týpan, nánast eins og vitara).
Re: Ferðatillögur um páskana fyrir nýgræðing
Posted: 31.mar 2010, 18:11
frá DABBI SIG
Vegurinn uppfrá Skógum er opinn en hinsvegar er alls ekkert víst að það sé fært fyrir 33" bíl.
Ég frétti af 44"+ bílum þarna rétt eftir gosbyrjun sem voru í töluverðum vandræðum að komast þarna upp.
Að vísu var þá ekki komið frost í jörðu eins og er núna.
Hinsvegar eru mjög brattar brekkur þarna upp veginn frá Skógum og ekki auðvelt að komast þarna upp, sérstaklega ekki einbíla.
En í góðu lagi að prufa sig áfram og snúa þá bara við!