Sprengisandur yfirfarinn

Til að skipuleggja ferðir, auglýsa eftir félögum, spyrja fregna af færð og ástandi vega.
User avatar

Höfundur þráðar
hobo
Póststjóri
Innlegg: 2493
Skráður: 31.jan 2010, 17:44
Fullt nafn: Hörður Bjarnason
Bíltegund: 1988 Ford Econoline

Sprengisandur yfirfarinn

Postfrá hobo » 12.sep 2011, 19:49

Fór núna um helgina norður Sprengisand og var vegurinn allskonar.
Ýmist var hann grófur, þvottabretti, hulinn snjó eða bara mjúkur og fínn.

Ahh fallegt
Image

Úff
Image

Nálægt Nýjadal
Image

Nálægt Nýjadal
Image

Gott var að hafa hvítt undir hjólum(ágætis slóðagerð framundan)
Image

Einhversstaðar norðan Laugafells
Image

Eyjafjarðardalur
Image



User avatar

Sævar Örn
Innlegg: 1929
Skráður: 31.jan 2010, 19:27
Fullt nafn: Sævar Örn
Bíltegund: Hilux
Staðsetning: Reykjavik
Hafa samband:

Re: Sprengisandur yfirfarinn

Postfrá Sævar Örn » 12.sep 2011, 21:56

Flottar myndir skemmtilegt tíðarfar veit á gott að fá snjóföl og skaf í miðjum sept ;)
Samband Íslenskra Suzukijeppaeigenda
http://sukka.is

Skúra- og ferðablogg ásamt öðrum fróðleik
http://sabi.is


Izan
Innlegg: 616
Skráður: 29.mar 2010, 10:56
Fullt nafn: Jón Garðar Helgason

Re: Sprengisandur yfirfarinn

Postfrá Izan » 12.sep 2011, 23:55

Sælir

Ég verð að viðurkenna að ég átti von á meiri snjó á þessum slóðum.

Ég fór einhvert árið suður, ætlaði að stytta mér leið og renna yfir sprengisand. Þetta var um þetta leyti, milli 9 og 20. sept því að ég var annaðhvort að fara í afmælið hans pabba eða brúðkaupsafmælið þeirra gömlu. Lagði á hálendið frá Bárðardal og var búinn að keyra asnalega stutt þegar ég var kominn í smá snjó. Áfram hélt ég og ferðin endaði í hálfssólarhrings skaki einbíla með 2 smápjakka afterí á hálfdöprum jeppa. Hitti einhverja jeppamenn í Nýjadal sem leyst ekki vel á útgerðina á mér, sjálfir fundist þeir kappalegir að komast á 8 jeppum frá Hrauneyjum. Ég hellti bensíni á fákinn og bað að heilsa í bæjinn og eftir það var leiðin einföld, enda búið að marka fín spor í snjóinn.

Það hefði ekki þurft mikið til þarna að maður hefði komist í dagblöðin og eftir á að hyggja var þetta tómur asnaskapur.

Gleðilegt samt að sjá þennan snjó á þessum slóðum og vita af jafnvel enn meiri í Dreka en ég skil ekki með nokkru móti af hverju menn geta ekki keyrt allir á sama stað. Það er ein mynd þarna hjá þér sem stingur mann svolítið og ég skil bara ekki af hverju menn geti ekki komið sér saman um eina leið til að keyra.

Kv Jón Garðar

User avatar

Sævar Örn
Innlegg: 1929
Skráður: 31.jan 2010, 19:27
Fullt nafn: Sævar Örn
Bíltegund: Hilux
Staðsetning: Reykjavik
Hafa samband:

Re: Sprengisandur yfirfarinn

Postfrá Sævar Örn » 13.sep 2011, 12:15

Fyrir nokkrum árum þótti ekki tiltökumál að lenda í snjóstormi í göngum upp á hálendi norðausturlands í lok ágúst en eins var oft 20 stiga hiti í göngum þannig þetta rokkar allt fram og til baka :)
Samband Íslenskra Suzukijeppaeigenda
http://sukka.is

Skúra- og ferðablogg ásamt öðrum fróðleik
http://sabi.is


Til baka á “Ferðir og færð á fjöllum”

Tengdir notendur

Notendur á þessu spjallborði: Engir skráðir notendur og 0 gestir