Eldgos - Útsýnisstaðir
Posted: 25.mar 2010, 16:01
Sælir félagar
Mig eins og svo mörgun öðrum langar að berja gosið á fimmvörðuhálsi augum og í stað þess að rífast um lokanirnar sem voru gerðar í upphafi langar mig að við höldum samantekt hérna á góðum jeppaleiðum, gönguleiðu, sleða leiðum eða bara hvað sem er. Nú er búið að loka vegum að mikklu leyta vegna aurbleytu og þessvegna ljóst að möguleikar á að nálgast gosið á vélknúnum ökutækju eru hverfandi.
Uppfært 29 Mars KL 17:15 - Hef ekki fengið neinar fréttir af aðstæðum en skv. fjölmiðlum er ekkert ferðaveður
Fljótsdalur - leiðin inn í fljótsdal er opin en leiðirnar í Tindfjöll og Emstruleið eru lokaðar vegna aurbleytu. Eitthvað er lokunin á Emstruleið umdeild, en lokuð engu að síður. Skv. upplýsingum frá vegfarenda er vegurinn inn að einhyrningi þurr en eftir það er aurbleyta. Vegurinn er engu að síður lokaður.
Þórsmörk - Er lokuð sem hættusvæði. Einhverjir hafa fengið að fara inneftir með leyfi almannavarnar/lögreglur, aðalega vísindamenn. Einhverjir hafa farið yfir Markarfljót í þórsmörk og gengið þaðan á Valahnúk. Markafljót er varasamt og hafa bílar verið að festa sig þar.
Hamragarðaheiði - Lokuð vegna aurbleytu
Skógar - Gönguleiðin á fimmvörðuháls. Ganga að gosstöðvunum tekur 4-6 tíma og eru c.a. 16km að gosinu og er hækkunin um 1000m. Gönguleiðin er mjög krefjandi núna og krefst góðs útbúnaðar.[/b] Menn verða að vera í góðu formi. Lítið/ekkert vatn er að finna á fimmvörðuhálsi þannig að göngufólk þarf að hafa nóg vatn með sér. Vindáttir hafa snúið þannig að göngufólk hefur verið að lenda í öskufalli Vegurinn er lokaður vegna aurbleytu með keðju. Fréttir eru af því að menn hafi klipt keðjurnar þannig að vegurinn er nú vaktaður, honum hefur einnig verið lokað með því að leggja vinnuvél fyrir slóðan
Mýrdalsjökull frá sólheimasandi - Var sjálfur á ferð þarna 27 Mars, leiðin upp frá sólheimasandi og að jöklinum er opin og fær öllum jeppum. Það eru góð för á jöklinum en færið utan þeirra getur verið mjög þungt. Best er að taka begju til hægri c.a. 3-400m áður en komið er að skálanum og þá finnst "hraðbrautin" þar. Leiðin sem liggur beint upp með skálanum er m.a. mikið notuð af sleðaleigunni á staðnum og eru það vinsæl tilmæli til jeppamanna að halda sig frá þeirri braut þar sem djúp jeppaför geta verið varasöm fyrir vélsleða. Ferðin frá jökuljaðrinum tók c.a. 2 tíma. Eitthvað var byrjað að skafa á jöklinum og allt eins von á að færi breytist. Færið er erfitt fyrir fjórhjól og krosshjól sem mér skilst að séu farin að sjást þarna líka. Rétt er að benda á að mýrdalsjökull getur verið sprunginn og varasamur. Iðulega er farið eftir þektum öruggum leiðum og ættu menn, Þótt að það sé mikil umferð og augljós leið þarna núna verða menn að nota skynsemina og fara ekki illa búnir. Farið er í rúmlega 1400m hæð á mýrdalsjökli og þar getur veður breyst á svipstundu. Hef ekki fregnir af því hvernig færi er þarna í dag.
Aðrar leiðir - Fjallabak, lokað vegna aurbleytu
Endilega komið með ábendingar svo ég geti uppfært þetta, eins ef einhverjir vita um aðrar leiðir.
Kv.
Óskar Andri
895-9029
oae@simnet.is
Mig eins og svo mörgun öðrum langar að berja gosið á fimmvörðuhálsi augum og í stað þess að rífast um lokanirnar sem voru gerðar í upphafi langar mig að við höldum samantekt hérna á góðum jeppaleiðum, gönguleiðu, sleða leiðum eða bara hvað sem er. Nú er búið að loka vegum að mikklu leyta vegna aurbleytu og þessvegna ljóst að möguleikar á að nálgast gosið á vélknúnum ökutækju eru hverfandi.
Uppfært 29 Mars KL 17:15 - Hef ekki fengið neinar fréttir af aðstæðum en skv. fjölmiðlum er ekkert ferðaveður
Fljótsdalur - leiðin inn í fljótsdal er opin en leiðirnar í Tindfjöll og Emstruleið eru lokaðar vegna aurbleytu. Eitthvað er lokunin á Emstruleið umdeild, en lokuð engu að síður. Skv. upplýsingum frá vegfarenda er vegurinn inn að einhyrningi þurr en eftir það er aurbleyta. Vegurinn er engu að síður lokaður.
Þórsmörk - Er lokuð sem hættusvæði. Einhverjir hafa fengið að fara inneftir með leyfi almannavarnar/lögreglur, aðalega vísindamenn. Einhverjir hafa farið yfir Markarfljót í þórsmörk og gengið þaðan á Valahnúk. Markafljót er varasamt og hafa bílar verið að festa sig þar.
Hamragarðaheiði - Lokuð vegna aurbleytu
Skógar - Gönguleiðin á fimmvörðuháls. Ganga að gosstöðvunum tekur 4-6 tíma og eru c.a. 16km að gosinu og er hækkunin um 1000m. Gönguleiðin er mjög krefjandi núna og krefst góðs útbúnaðar.[/b] Menn verða að vera í góðu formi. Lítið/ekkert vatn er að finna á fimmvörðuhálsi þannig að göngufólk þarf að hafa nóg vatn með sér. Vindáttir hafa snúið þannig að göngufólk hefur verið að lenda í öskufalli Vegurinn er lokaður vegna aurbleytu með keðju. Fréttir eru af því að menn hafi klipt keðjurnar þannig að vegurinn er nú vaktaður, honum hefur einnig verið lokað með því að leggja vinnuvél fyrir slóðan
Mýrdalsjökull frá sólheimasandi - Var sjálfur á ferð þarna 27 Mars, leiðin upp frá sólheimasandi og að jöklinum er opin og fær öllum jeppum. Það eru góð för á jöklinum en færið utan þeirra getur verið mjög þungt. Best er að taka begju til hægri c.a. 3-400m áður en komið er að skálanum og þá finnst "hraðbrautin" þar. Leiðin sem liggur beint upp með skálanum er m.a. mikið notuð af sleðaleigunni á staðnum og eru það vinsæl tilmæli til jeppamanna að halda sig frá þeirri braut þar sem djúp jeppaför geta verið varasöm fyrir vélsleða. Ferðin frá jökuljaðrinum tók c.a. 2 tíma. Eitthvað var byrjað að skafa á jöklinum og allt eins von á að færi breytist. Færið er erfitt fyrir fjórhjól og krosshjól sem mér skilst að séu farin að sjást þarna líka. Rétt er að benda á að mýrdalsjökull getur verið sprunginn og varasamur. Iðulega er farið eftir þektum öruggum leiðum og ættu menn, Þótt að það sé mikil umferð og augljós leið þarna núna verða menn að nota skynsemina og fara ekki illa búnir. Farið er í rúmlega 1400m hæð á mýrdalsjökli og þar getur veður breyst á svipstundu. Hef ekki fregnir af því hvernig færi er þarna í dag.
Aðrar leiðir - Fjallabak, lokað vegna aurbleytu
Endilega komið með ábendingar svo ég geti uppfært þetta, eins ef einhverjir vita um aðrar leiðir.
Kv.
Óskar Andri
895-9029
oae@simnet.is