Síða 1 af 1
Blautulón
Posted: 08.aug 2011, 10:15
frá Tómas Þröstur
Hvað er málið með Blautulón. Einhver hér kunnugur um "rútuleiðina"
Re: Blautulón
Posted: 08.aug 2011, 11:29
frá ursus
þetta flokkast bara undir snild og heimsku að fara þarna frammaf. svona svipað eins og að keyra öfugumeiginn við vgrið inn á brú.
Re: Blautulón
Posted: 08.aug 2011, 11:45
frá Kiddi
Þetta myndband er inni á YouTube frá þeim sem gera þessa rútu út. Þarf að segja meira?
[youtube]yksJQAN3FTg[/youtube]
Re: Blautulón
Posted: 08.aug 2011, 11:58
frá Rúnarinn
Það er rétt það þarf nú lítið meira að segja.
Re: Blautulón
Posted: 08.aug 2011, 12:53
frá juddi
Ég skoðaði þessa rútu á sínum tíma töff trukkur og allt það,
en ég sem íslendingur fengi þennan bíl seint skráðan sem hópferðabíl þar sem það er ekki opið milli bílstjóra og farþega,
einkennilegt hvað erlendir aðilar fá að vaða uppi hérna með margt td þurfum við að hafa lærða farastjóra og alla pappíra í lagi, en margir af þessum erlendu bílum sem koma hérna eru með réttindalausum ökumönnum og taka einnig allan kost með sér,
svo komum við til td póllands í þjóðgarð þá þarf að fá einn fararstjóra til að fara á undan rútunni og annan til að fylga henni eftir og borga fyrir, svo vantar alveg að boðið sé uppá tryggingar við komuna ella borgi menn úr eigin vasa fyrir það tjón eða björgun sem þarf að veita þessum aðilum það er ekki eins og það sé frítt annarstaðar, enda eru erlendar björgunarseitir oftast skipaðar atvinnumönnum en ekki sjálfboðaliðum.
Re: Blautulón
Posted: 08.aug 2011, 13:02
frá snöfli
Þessi Tatra-Kursk verðu varla á ferðinni meira í sumar:-)
Re: Blautulón
Posted: 08.aug 2011, 14:29
frá gaz69m
og hvernig stendur á því að þessir aðilar fá að vinna hérlendis
Re: Blautulón
Posted: 08.aug 2011, 16:45
frá gaz69m
hér kemur mynd af þessum bíl síðan í fyrra , vona að hún birtist
en líklega verðið þið að skrá ykkur á facebook
http://www.facebook.com/photo.php?fbid= ... =1&theaterbíllin semsagt klessti utan í jeppa sem kom á móti
Re: Blautulón
Posted: 08.aug 2011, 17:28
frá jeepson
Svona menn eiga ekkert að fá að keyra hérna.
Re: Blautulón
Posted: 08.aug 2011, 17:51
frá biggi72
Ef maður horfir á myndbandið til enda þá fer maður að spá hvað aðilinn á toyotunni var að spá með að láta trukkinn draga sig yfir ánna.
Fyrir utan að ég myndi aldrei fara með þessum ferðaaðilum miðað við að leyfa farþegunum að sitja uppá bílnum og hanga utan á honum á ferð.
Re: Blautulón
Posted: 08.aug 2011, 18:14
frá nobrks
Re: Blautulón
Posted: 08.aug 2011, 19:19
frá -Hjalti-
Þvílíkir ruddar!

Re: Blautulón
Posted: 08.aug 2011, 19:47
frá Skúli
En svona sem svar við fyrstu spurningunni að þá er ekkert mál að aka þarna ef heilasellur eru í virku ástandi og notaðar við ákvarðanatöku. Slóðin liggur þarna út í vatnið og síðan er ekið meðfram bakkanum þar til komið er á slóðina hinum megin. Þetta er gígur og ef maður horfir í vatnið sést vel að þegar komið er nokkra metra frá bakkanum dýpkar hratt. Þess vegna ekur maður eins nálægt bakkanum og kostur er. Svipað dæmi og í Álftavatni á leiðinni í Torfahlaup. Ótrúlegt hvað það er alltaf gaman að fara þessar leiðir.
Kv - Skúli
Re: Blautulón
Posted: 08.aug 2011, 22:37
frá elfar94
þetta er til háborinnar skammar og er ekkert annað en vanvirðing við hálendið og aðra vegfarendur þarna
Re: Blautulón
Posted: 08.aug 2011, 23:08
frá -Hjalti-
Re: Blautulón
Posted: 09.aug 2011, 00:38
frá Freyr
Re: Blautulón
Posted: 09.aug 2011, 00:43
frá Kiddi
Áttar einhver sig á því hvar neðsta myndin er tekin?
Re: Blautulón
Posted: 09.aug 2011, 08:12
frá Freyr
Kiddi wrote:Áttar einhver sig á því hvar neðsta myndin er tekin?
Dettur í hug Rósadalur (Eyrarrósadalur) á Sprengisandi s-við Nýjadal, samt alls ekki viss.
Freyr
Re: Blautulón
Posted: 09.aug 2011, 08:16
frá Tómas Þröstur
Úr því að mannskapurinn er oft hafður upp á þaki í ferðum gæti skýrt hvers vegna ekki varð meira slys í lóninu.
Neðsta myndin gæti verið frá Gæsavatnaleið tekin norðan Tungnafellsjökuls.
Re: Blautulón
Posted: 09.aug 2011, 15:42
frá hobo
Nú eru eigendur myndbandsins á youtube búnir að loka myndbandinu, ekki mikið stolt eftir hjá þeim.
Loksins er hægt að góma gerendur í utanvegaakstri miðað við myndirnar, einnig hlýtur að vera ólöglegt að vera með farþega á toppnum.
Re: Blautulón
Posted: 09.aug 2011, 18:01
frá eyberg
http://www.flickr.com/photos/skarpi/4918940933/Adventure in Þórsmörk - Stuck in river Krossá
Ferðamenn fastir í Krossá í gær. Fleiri skot frá þessum atburði væntanleg.
Tourists stuck in the river Krossá in Þórsmörk yesterday. More videoclips and photos from this adventure soon.
Shot with Canon 5D mark ii and 70-200 f/2.8 L IS lens.
Contact me at:
skarphedinn.thrainsson@gmail.com regarding publication requests.
All rights reserved - Copyright © Skarphéðinn Þráinsson
Re: Blautulón
Posted: 09.aug 2011, 19:07
frá nobrks
Lögreglan á Hvolsvelli óskar eftir ábendingum um hvar þessi utanvegaakstur gæti verið á landinu ?
Einhverjar hugmyndir?
Re: Blautulón
Posted: 10.aug 2011, 08:51
frá ellisnorra

Þeir hafa góðar fyrirmyndir :)
Re: Blautulón
Posted: 12.aug 2011, 22:17
frá -Hjalti-
Ætli þessir tékknesku klaufabárðar eigi eitthvað skillt við þá sem kaffærðu rútuni í Blautulóni?
http://www.youtube.com/watch?v=3d89a_G6Fcg[youtube]3d89a_G6Fcg[/youtube]
Re: Blautulón
Posted: 01.sep 2011, 15:33
frá arnarlogi15
Ég var á hálendisvakt með Björgunarsveitinni minni þegar þetta var og það skipti ekki máli við hverja maður talaði, það er að segja skálaverði, leiðsögumenn, landverði og bílstjóra að það komi þeim virkilega á óvart að það hafi ekki eitthvað komið uppá fyrr með þessa menn.
Re: Blautulón
Posted: 09.jan 2013, 04:35
frá Subbi
Gamall Þráður ég veit það en maður er að skoða og er það algengt að trukkar bara ýti bílum í land :)
http://www.facebook.com/photo.php?v=101 ... =3&theater
Re: Blautulón
Posted: 09.jan 2013, 05:16
frá -Hjalti-