Síða 1 af 1

Varðandi næstu jeppaferð

Posted: 03.aug 2011, 16:47
frá hobo
Sælir, smá pæling..
Ef menn eru orðnir óþreyjufullir eftir næstu ferð var ég að spá hvort einhverjir fleiri vilja plana þetta.
Ég er pínu upptekinn næstu 2 vikur allavega þannig að ef einhver vill auglýsa ferð get ég skellt tölvupóst á alla á póstlistanum.
Það má senda mér tölvupóst eða ES.

hordurbja@gmail.com

Re: Varðandi næstu jeppaferð

Posted: 05.aug 2011, 02:26
frá gudlaugur
Næsta ferð má endilega vera þannig að óbreyttur cherokee komist með :)

Re: Varðandi næstu jeppaferð

Posted: 06.aug 2011, 18:12
frá Oskar K
gudlaugur wrote:Næsta ferð má endilega vera þannig að óbreyttur cherokee komist með :)


nei takk :P

Re: Varðandi næstu jeppaferð

Posted: 15.aug 2011, 13:59
frá kjartanbj
Nú er kominn einhver ferðahugur i mann þannig var að spá hvort
Menn langi til þess að fara eitthvað næstu helgi er með ákveðna leið i huga
Spurning hvort hobo hafi tíma til þess að vera með i þessu
Væri gaman að fara eitthvað aður en það verður of kalt

Var að pæla þa i dagsferð um næstu helgi

Gaman væti ef menn myndu pósta hér ef þeir hafa áhuga og geta

Re: Varðandi næstu jeppaferð

Posted: 15.aug 2011, 17:00
frá hobo
Ég er til í ferð næstu helgi.
Sendi þér ES.

Þarf reyndar að kippa afturdrifi nr 2 undan og herða á legum, farið að heyrast í því :/
Það klárast nú fyrir helgi nema eitthvað óvænt komi uppá, sem maður gerir alveg eins ráð fyrir..

kjartanbj wrote:Nú er kominn einhver ferðahugur i mann þannig var að spá hvort
Menn langi til þess að fara eitthvað næstu helgi er með ákveðna leið i huga
Spurning hvort hobo hafi tíma til þess að vera með i þessu
Væri gaman að fara eitthvað aður en það verður of kalt

Var að pæla þa i dagsferð um næstu helgi

Gaman væti ef menn myndu pósta hér ef þeir hafa áhuga og geta

Re: Varðandi næstu jeppaferð

Posted: 15.aug 2011, 21:37
frá kjartanbj
Leiðin sem mig langar til þess að fara er upp í landmannalaugar þaðan upp á fjallabak og inn á mælifellsand niður emstrur niður í fljótshlíðina, þetta er ágætis dagstúr bara ekkert rosalega langur en samt skemmtilegur rúntur

þetta er ekki fyrir minna en 33" dekk út af 2 ám á leiðinni sem geta verið krefjandi mæli allavega ekki með minna en 33"

Re: Varðandi næstu jeppaferð

Posted: 16.aug 2011, 01:30
frá gudlaugur
Oh.. væri til í að fara.. en er ekki á 33" og er þess að auki að vinna næstu helgi..

Re: Varðandi næstu jeppaferð

Posted: 29.aug 2011, 10:37
frá bragi
gudlaugur wrote:Næsta ferð má endilega vera þannig að óbreyttur cherokee komist með :)


Endilega skelltu þér í næstu Litlunefndarferð F4x4, þar eru allir óbreyttir og lítið breyttir jeppar velkomnir þar sem ferðirnar eru sniðnar fyrst og fremst fyrir þá.