Síða 1 af 1

Eldsneyti í óbyggðum

Posted: 21.mar 2010, 10:37
frá hobo
Hvar er selt eldsneyti á hálendinu?´
Ég veit um Hrauneyjar, Möðrudal og Hveravelli.
Eru fleiri staðir?

Re: Eldsneyti í óbyggðum

Posted: 21.mar 2010, 11:06
frá Ofsi
Möðrudalur er ná kannski ekki alveg á hálendinu (allavega á gráasvæðinu 5 km frá þjóðvegi 1 ) annar staður á gráa svæðinu er Aðalból í Hrafnkellsdal.

Re: Eldsneyti í óbyggðum

Posted: 21.mar 2010, 17:38
frá Stebbi
Hvort eru mörkin dregin við 400m eða 500m ? Ég hafði alltaf heyrt talað um 400m yfir sjávarmáli í gamla daga en eftir smá gúggl þá sé ég 500m í nokkrum greinum.
Og eftir meira gúggl þá sé ég að Íslenska Alfræðiorðabókin segir allt yfir 200m yfir sjávarmáli. Hvað segir óbyggðanefnd.

Re: Eldsneyti í óbyggðum

Posted: 21.mar 2010, 20:55
frá Ofsi
Stebbi minn, þetta verður að fara fyrir Samvinnunefndina um skipan miðhálendisins. Og fá úr því skorið hvort Villi á Möðrudal sé lálendingur eða hálendingur. Það vill svo vel til að Einar Kr Haraldsson í ferðafrelsisnefnd 4x4 er einnig í hálendisnefndinni, því eru hæg heimatökin. Við skjótum málinu því bara í nefnd og svæfum það þar :-)

Re: Eldsneyti í óbyggðum

Posted: 21.mar 2010, 21:14
frá Stebbi
Ofsi wrote:Við skjótum málinu því bara í nefnd og svæfum það þar :-)


Ertu komin í ríkisstjórn Ofsi minn? Ef svo er þá verð ég að sjá þig hoppa út úr Slóðríki í nýpressuðum jakkafötum. :)