Eldsneyti í óbyggðum

Til að skipuleggja ferðir, auglýsa eftir félögum, spyrja fregna af færð og ástandi vega.
User avatar

Höfundur þráðar
hobo
Póststjóri
Innlegg: 2490
Skráður: 31.jan 2010, 17:44
Fullt nafn: Hörður Bjarnason
Bíltegund: 1988 Ford Econoline

Eldsneyti í óbyggðum

Postfrá hobo » 21.mar 2010, 10:37

Hvar er selt eldsneyti á hálendinu?´
Ég veit um Hrauneyjar, Möðrudal og Hveravelli.
Eru fleiri staðir?




Ofsi
Innlegg: 278
Skráður: 31.jan 2010, 22:32
Fullt nafn: Jón Garðar Snæland

Re: Eldsneyti í óbyggðum

Postfrá Ofsi » 21.mar 2010, 11:06

Möðrudalur er ná kannski ekki alveg á hálendinu (allavega á gráasvæðinu 5 km frá þjóðvegi 1 ) annar staður á gráa svæðinu er Aðalból í Hrafnkellsdal.

User avatar

Stebbi
Innlegg: 2098
Skráður: 31.jan 2010, 22:59
Fullt nafn: Stefán Stefánsson
Bíltegund: Eitthvað blátt
Staðsetning: Hafnarfjörður

Re: Eldsneyti í óbyggðum

Postfrá Stebbi » 21.mar 2010, 17:38

Hvort eru mörkin dregin við 400m eða 500m ? Ég hafði alltaf heyrt talað um 400m yfir sjávarmáli í gamla daga en eftir smá gúggl þá sé ég 500m í nokkrum greinum.
Og eftir meira gúggl þá sé ég að Íslenska Alfræðiorðabókin segir allt yfir 200m yfir sjávarmáli. Hvað segir óbyggðanefnd.
Hilux DC 2.4 dísel úrbræddur
Jeep Grand Cherokee 4.7 Seldur
MMC Pajero 2.5TDI 38" Seldur
Ford Econoline 44"


Ofsi
Innlegg: 278
Skráður: 31.jan 2010, 22:32
Fullt nafn: Jón Garðar Snæland

Re: Eldsneyti í óbyggðum

Postfrá Ofsi » 21.mar 2010, 20:55

Stebbi minn, þetta verður að fara fyrir Samvinnunefndina um skipan miðhálendisins. Og fá úr því skorið hvort Villi á Möðrudal sé lálendingur eða hálendingur. Það vill svo vel til að Einar Kr Haraldsson í ferðafrelsisnefnd 4x4 er einnig í hálendisnefndinni, því eru hæg heimatökin. Við skjótum málinu því bara í nefnd og svæfum það þar :-)

User avatar

Stebbi
Innlegg: 2098
Skráður: 31.jan 2010, 22:59
Fullt nafn: Stefán Stefánsson
Bíltegund: Eitthvað blátt
Staðsetning: Hafnarfjörður

Re: Eldsneyti í óbyggðum

Postfrá Stebbi » 21.mar 2010, 21:14

Ofsi wrote:Við skjótum málinu því bara í nefnd og svæfum það þar :-)


Ertu komin í ríkisstjórn Ofsi minn? Ef svo er þá verð ég að sjá þig hoppa út úr Slóðríki í nýpressuðum jakkafötum. :)
Hilux DC 2.4 dísel úrbræddur
Jeep Grand Cherokee 4.7 Seldur
MMC Pajero 2.5TDI 38" Seldur
Ford Econoline 44"


Til baka á “Ferðir og færð á fjöllum”

Tengdir notendur

Notendur á þessu spjallborði: Engir skráðir notendur og 11 gestir