Síða 1 af 1

Vegur F 578 og F 338 ??

Posted: 01.aug 2011, 13:21
frá steindór
Sælir allir, vegur F 578 og F 338 ?, hvernig eru þessir vegir (slóðar). Var að hugsa að fara suður F 578 og eftir F 338 inn á Kjalveg. Er á afturdrifinu einu saman (Benz Sprinter). Fór um síðustu helgi frá Möðrudal suður F 905, þaðan áfram suður slóða sem liggur meðfram Álftadal og kom niður að Kárahnjúkum alveg vandræðalaust. Eru F 578 og F 338 kannske svipaðir þessum slóða eða Kjalvegi??, Með kveðju. Steindór T. Halldórsson. steindorh@simnet.is

Re: Vegur F 578 og F 338 ??

Posted: 01.aug 2011, 14:00
frá Alpinus
338 er ekkert mál og er töluvert mýkri en Kjalvegur en veit hinsvegar lítið um 578 nema að hann geti verið leiðinlega grýttur á köflum og Norðlingafljótið krefst varkárni.

Re: Vegur F 578 og F 338 ??

Posted: 01.aug 2011, 16:52
frá steindór
Norðlingafljót, heldurðu að það sé farartálmi (ófært) fyrir Benz Sprinter?. Þekkja menn það. Kv. Steindór

Re: Vegur F 578 og F 338 ??

Posted: 01.aug 2011, 18:04
frá jonogm
steindór wrote:Norðlingafljót, heldurðu að það sé farartálmi (ófært) fyrir Benz Sprinter?. Þekkja menn það. Kv. Steindór


Get ekki mælt með því að þú reynir þetta.
Hef séð Grand Cherokee fastan þarna án þess að mikið væri í fljótinu og hann er þó með fjórhjóladrif.
Ég fór þarna uppúr fyrir c.a 2 vikum síðan Þ.e yfir fljótið og upp að flugbrautinni og fannst mér vegurinn þá vera mun leiðinlegri en hann var.

Kv. Jón