Síða 1 af 1
Ferðir í nágrenni borgarinnar
Posted: 29.júl 2011, 09:49
frá biggi72
Daginn.
Getur einhver bent mér á jeppaleiðum í nágrenni höfuðborgarinnar.
Er með jeppa en vantar hugmyndir af leiðum sem taka ekki kannski allann daginn.
Sá um daginn að einhver benti á leið sem lá frá esjumelum minnir mig og inn mosfellsdalinn.
Re: Ferðir í nágrenni borgarinnar
Posted: 29.júl 2011, 11:51
frá Oskar K
alltaf skemmtilegt að skreppa yfir úlfarsfellið, sérstaklega þá niður mosó megin,
svo eru margir skemmtilegir slóðar á hellisheiði
Re: Ferðir í nágrenni borgarinnar
Posted: 29.júl 2011, 12:32
frá eyberg
biggi72 wrote:Daginn.
Getur einhver bent mér á jeppaleiðum í nágrenni höfuðborgarinnar.
Er með jeppa en vantar hugmyndir af leiðum sem taka ekki kannski allann daginn.
Sá um daginn að einhver benti á leið sem lá frá esjumelum minnir mig og inn mosfellsdalinn.
Væri líka til í upplýsingar um leiðir í mæsta nágreni.
Það væri gott að fá þetta líka á gps gorti!
Re: Ferðir í nágrenni borgarinnar
Posted: 29.júl 2011, 12:34
frá Kalli
og muna að fara ekki út fyrir slóða.
kv. Kalli
Re: Ferðir í nágrenni borgarinnar
Posted: 29.júl 2011, 13:05
frá eyberg
Kalli wrote:og muna að fara ekki út fyrir slóða.
kv. Kalli
Einmitt ekkert svoleiðis.
Re: Ferðir í nágrenni borgarinnar
Posted: 29.júl 2011, 14:40
frá Stjáni
Hef farið nokkrum sinnum á hellisheiðina s.s. ferð þjóðveginn framhjá skíðaskálanum og beygir til vinstri, keyrir fljótlega yfir lækjarsprænu (fær flestum 4x4 jepplingum) og þar er hægt að skoða sig vel um og tekið svo úlfársfellið í framhaldi þegar ég kem til baka en þú kemst inná slóða að því rétt hjá hafravatni (held ég fari með rétt mál þar) langt síðan síðast en mjög skemmtileg leið og falleg en ýtreka líka að passa vel uppá að fara ekki útfyrir slóða :)
kv. Stjáni
Re: Ferðir í nágrenni borgarinnar
Posted: 29.júl 2011, 16:21
frá biggi72
Oskar K wrote:alltaf skemmtilegt að skreppa yfir úlfarsfellið, sérstaklega þá niður mosó megin,
svo eru margir skemmtilegir slóðar á hellisheiði
Hvar kemst maður niður mosómegin?
Er það fært óbreyttum bílum?
Fór upp á Úlfarfellið í vetur og þorði reyndar ekki alveg upp á topp.
Re: Ferðir í nágrenni borgarinnar
Posted: 29.júl 2011, 23:43
frá frikki
Keyptu bókina utan alfaraleiða eftir Ofsa .Það eru til 2 bækur eftir hann man ekki hvað hin heitir.
Hann hefur að visu gefið út slatta af mjög góðum bókum en þessar tvær eru skildueign.
Fullt af leiðum þar.
kv
F.H
Re: Ferðir í nágrenni borgarinnar
Posted: 30.júl 2011, 00:36
frá Freyr
Svo er líka Hálendishandbókin eftir Pál Ásgeir góð. Þó ég sé ekki hrifinn af manninum sjálfum þá verður það ekki af honum tekið að hann skrifar góðar ferðahandbækur um Ísland.
Freyr
Re: Ferðir í nágrenni borgarinnar
Posted: 30.júl 2011, 06:27
frá Oskar K
biggi72 wrote:Oskar K wrote:alltaf skemmtilegt að skreppa yfir úlfarsfellið, sérstaklega þá niður mosó megin,
svo eru margir skemmtilegir slóðar á hellisheiði
Hvar kemst maður niður mosómegin?
Er það fært óbreyttum bílum?
Fór upp á Úlfarfellið í vetur og þorði reyndar ekki alveg upp á topp.
myndi ekki segja að þetta væri fært óbreyttum bílum, einn virkilega slæm brekka þarna á leið niður sem er ekkert nema laust grjót og snarbrött