Síða 1 af 1
Vegurinn að Langasjó
Posted: 29.jún 2011, 22:38
frá Heimir S Haraldsson
Sælir..
Veit einhver hvernig ástandið er á leiðinni í Langasjó?
takk
Heimir
Re: Vegurinn að Langasjó
Posted: 29.jún 2011, 23:51
frá armannd
gríðarlega gott
Re: Vegurinn að Langasjó
Posted: 30.jún 2011, 10:54
frá AgnarBen
Vegurinn frá N.Fjallabaki og upp að Langasjó er lokaður skv korti vegagerðarinnar ........... en ég hef heyrt að hann verði opnaður núna á næstu dögum.
Re: Vegurinn að Langasjó
Posted: 08.júl 2011, 11:24
frá Snorri Freyr
Hann var heflaður í síðustu viku skilst mér
Re: Vegurinn að Langasjó
Posted: 16.júl 2011, 21:03
frá arnijr
Hann er í fínu lagi. Brreiðbakur er líka fínn.
Re: Vegurinn að Langasjó
Posted: 18.júl 2011, 00:02
frá SHM
Ég var þarna á ferð í gær. Fór frá Hólaskjóli um Skælinga inn að Langasjó. Vegurinn var með besta móti enda nýbúið að hefla og laga. Síðan fór ég upp á Breiðbak og þangað var rennifæri. Það var búið að hefla frá Langasjó og alveg upp á topp Breiðbaks, en ekki lengra norðurúr. Fór svo til baka um Faxasund. Þar hafði ekkert verið gert fyrir veginn, en hann var samt þokkalegur og bara mjög góður á köflum.
Ók svo Öldufellsleið í dag og þar var vegurinn að mestu leyti sléttur og góður. Meðfylgjandi mynd var tekin á Öldufellsleið.
Kv. Sigurbjörn.
Re: Vegurinn að Langasjó
Posted: 18.júl 2011, 15:42
frá hobo
Allir á fjöllum , gaman að því.
Flott vað.
Re: Vegurinn að Langasjó
Posted: 18.júl 2011, 18:36
frá kjartanbj
Mig langar a fjöll