Síða 1 af 1

Færð á fjallvegum

Posted: 06.jún 2011, 08:52
frá Izan
Daginn

Er einhver hér sem veit ástand á hálendinu sem getur tekið að sér að verða spámaður um opnanir t.d. á Kili og Sprengisandi? Þetta lýtur ekki glæsilega út í dag veðurfarslega séð. Er maður kannski að horfa á að fara vetrarferð þessar leiðir?

Veit einhver eitthvað?

Kv Jón Garðar

Re: Færð á fjallvegum

Posted: 06.jún 2011, 09:07
frá AgnarBen
Já það væri gaman að heyra eitthvað um þetta, líka hvernig staðan er norðan við Vatnajökul, hef heyrt að þar sé ennþá allt vaðandi í krapa en hef það ekki frá fyrstu hendi.

Fyrir áhugasama er hér samantekt á sumaropnun fjallvega 2004-2008, fyrsta og síðasta opnun og svo meðaltal.
http://www.vegagerdin.is/vefur2.nsf/Files/Opnunfjallvega/$file/Opnun_halendisleida.pdf

Re: Færð á fjallvegum

Posted: 06.jún 2011, 22:49
frá Polarbear
svo er hér núgildandi kort vegagerðarinnar.... allt lokað enn:

http://www.vegagerdin.is/media/umferd-o ... alendi.pdf

Re: Færð á fjallvegum

Posted: 06.jún 2011, 23:26
frá gambri4x4
Miðað við að núna um helgina var meters nýfallinn snjór í Dreka við Öskju þá verður það seint sem opnað verður á hálendinu þetta "sumarið"

Re: Færð á fjallvegum

Posted: 07.jún 2011, 07:21
frá JonHrafn
http://www.mbl.is/frettir/innlent/2011/ ... n_i_vanda/

Þessum hefur nú örugglega tekist að skera vegin.

Re: Færð á fjallvegum

Posted: 07.jún 2011, 13:36
frá Skúli
Rúv var með frétt um málið í fyrradag:

http://www.ruv.is/frett/opnun-halendisvega-seinkar

Kemur ekki á óvart á þessu kalda vori.

Kv - Skúli

Re: Færð á fjallvegum

Posted: 07.jún 2011, 21:07
frá AgnarBen
Þar fór gangan um Öskjuveg norður og niður, það er aldrei hægt að treysta á þetta blessaða land, fyrst er dekrað við mann 3-4 sumur í röð með þvílíkum hlýindum og veðurblíðu og síðan er bara skellt á mann sumri beint frá1984 í takt við gjaldeyrishöft og gengisfellingar.

Kannski er þetta merki frá guði um að maður eigi ekkert að vera að ganga neitt á hálendinu !

Re: Færð á fjallvegum

Posted: 07.jún 2011, 22:10
frá Skúli
Ef maður færi nú að taka mark á öllum mögulegum teiknum frá himnafeðgunum væri niðurstaðan sjálfsagt að gera aldrei neitt.
Kv - Skúli

Re: Færð á fjallvegum

Posted: 08.jún 2011, 20:44
frá AgnarBen
Nei maður leggst ekkert í volæði Skúli, það verður gengið, bara í fjöllum nær sjó í stað hálendisins :)
kveðja
Agnar