Síða 1 af 1

Færð í tindfjöll

Posted: 19.apr 2011, 09:58
frá Arsaell
Núna dauðlangar mig til að skella mér í tindfjöll um páskanna til skíðaiðkunnar.
Er einhver sem að hefur verið á ferð í nágrenni við tindfjöll nýlega og getur upplýst mig um hvort að þar sé enþá nægur snjór? Nú hef ég aldrei komið þangað áður, en hvernig er vegurinn til að komast þarna inn eftir? Er það bara á færi stórra bíla eða ætti ég að komast þetta á mínum á 35" tommunni.

Re: Færð í tindfjöll

Posted: 19.apr 2011, 18:24
frá -Hjalti-
Arsaell wrote:Núna dauðlangar mig til að skella mér í tindfjöll um páskanna til skíðaiðkunnar.
Er einhver sem að hefur verið á ferð í nágrenni við tindfjöll nýlega og getur upplýst mig um hvort að þar sé enþá nægur snjór? Nú hef ég aldrei komið þangað áður, en hvernig er vegurinn til að komast þarna inn eftir? Er það bara á færi stórra bíla eða ætti ég að komast þetta á mínum á 35" tommunni.


vegurinn upp hjá Fljotsdal er orðin frekar skorin eftir vatn.
Fór þar í gær á 38" LandRover og snéri við þegar upp brattan var komið vegna krapa.
En aftur á móti var ekkert sérstaklega verið að reyna að fara þarna og eflaust vel hægt ef þig dauðlangar.

Image

Re: Færð í tindfjöll

Posted: 20.apr 2011, 11:12
frá Arsaell
Þakka þér kærlega fyrir upplýsingarnar. Sýnist líka á kortinu hjá vegagerðinni að hún sé búin að gefa út lokun á þetta svæði svo að ég læt þetta kannski bara bíða betri tíma.