Þórsmörk

Til að skipuleggja ferðir, auglýsa eftir félögum, spyrja fregna af færð og ástandi vega.

Höfundur þráðar
HHafdal
Innlegg: 128
Skráður: 18.mar 2010, 10:52
Fullt nafn: Halldór Hafdal Halldórsson
Staðsetning: Vatnsleysuströnd

Þórsmörk

Postfrá HHafdal » 30.mar 2011, 19:52

Er einhver sem hefur farið í Langadal í vikunni er að fara þangað með 1 bíl og rútu um helgina frétti eitthvað af því að nýi varnargarðurinn væri farinn að hluta og Krossá kominn upp að kirkju? Telst Atvinnumaður til að fyrirbyggja allann miskilning;-)



User avatar

bragi
Innlegg: 101
Skráður: 02.feb 2010, 01:55
Fullt nafn: Bragi Þór Jónsson
Bíltegund: Ford F-150 FX4
Staðsetning: Reykjavík
Hafa samband:

Re: Þórsmörk

Postfrá bragi » 31.mar 2011, 09:14

hehehe það er víst best að taka það fram í dag ;)

Það er alveg spurning hvernig gengur að koma rútu inneftir, þegar ég fór fyrr í vetur (feb.) þá var árfarvegurinn svolítið grafinn og brattur, gætir þurft að fara upp- eða niðureftir ánni til að finna góða leið.
Núna síðast þegar ég fór (önnur helgi í mars), þá voru háar ísskarir sitt hvoru megin við eina ánna nokkru áður en komið er að "lóninu" en spurning hvort þær séu ekki farnar núna ?
Ég þurfti að fara ca. 100m ofar og fór þar yfir á ís.
Ég var á 35" Terrano II.

kv. Bragi - EKKI atvinnumaður í akstri.
Bragi (at) trukkurinn.com
http://trukkurinn.com


Höfundur þráðar
HHafdal
Innlegg: 128
Skráður: 18.mar 2010, 10:52
Fullt nafn: Halldór Hafdal Halldórsson
Staðsetning: Vatnsleysuströnd

Re: Þórsmörk

Postfrá HHafdal » 31.mar 2011, 13:34

Sæll Bragi ekki atvinnubílstjóri ég var að tala við rútubílstjórann og honum líst ekki illa á .etta hann fór um síðustu helgi og gekk vel eina sem gæti verið til vandræða ef það er mikil sandbleyta en eins og við vitumk breytast aðstæður á nokkrum mínútum og dagsgamlar fréttir geta verið löngu úreltar en vitur maður spyr og hinir sitja fastir.
ég fer uppúr hádegi á föstudag og er á 38" Defender og skoða aðstæður áður en rútan kemur um kvöldmat Nóg af gistiplássi í Langadal ef menn vilja koma og gista.


Til baka á “Ferðir og færð á fjöllum”

Tengdir notendur

Notendur á þessu spjallborði: Engir skráðir notendur og 1 gestur