Síða 1 af 1
Þið eruð hávaðaseggir!
Posted: 03.mar 2011, 17:13
frá RúnarA
Re: Þið eruð hávaðaseggir!
Posted: 03.mar 2011, 20:12
frá Skúli
Þetta stenst nú ekki alveg hjá ráðherranum því margt í verndaráætluninni setur strik í ferðalög hjá fleirum en hreinræktuðum jeppamönnum. T.d. setur lokun Vonarskarðsins miklar takmarkanir á gönguferðir þar, þar sem klassísk ganga þarna var að ganga úr Nýjadal inn í Snapadal og fá bíl til að sækja sig þangað. Þetta er ekki hægt lengur. Ef menn eru svo að ganga þarna eitthvað lengra en þetta kjósa margir að hafa trússbíl með. Vill gleymast að jeppar eru frábært hjálpartæki í gönguferðum. Held að það sé í raun mjög þröngur hópur sem raunverulega fagnar þessari niðurstöðu.
Re: Þið eruð hávaðaseggir!
Posted: 03.mar 2011, 21:01
frá arni hilux
það þarf eitthvað að athuga þessa kjellingu
Re: Þið eruð hávaðaseggir!
Posted: 03.mar 2011, 23:00
frá Stebbi
Við erum ekkert hávaðaseggir, við erum bara svo mörg. Og margfalt fleiri en þessi hlutfallslega fámenni hópur göngumanna sem elskar þetta bann. Ég væri líka rosalega sáttur og rólegur ef að öllum nema breyttum jeppum væri bannaður aðgangur um Vatnajökulsþjóðgarð, það myndi ekki heyrast píp í mér.
Re: Þið eruð hávaðaseggir!
Posted: 03.mar 2011, 23:34
frá Kiddi
Hvernig stendur á því að ég þekki engan sem BARA gengur á hálendinu? Hvar finnur maður þetta fólk? Þekkir einhvern svona?
Ég þekki fólk af ýmsu tagi, þar á meðal útivistarfólk sem er ekki mikið fyrir jeppa en ég hef ekki orðið var við að þeim sé eitthvað í nöp við að fólk ferðist á jeppum enda nýta flestir jeppann til þess að komast áleiðis og stytta þannig gönguna.
Maður fer að velta því fyrir sér hvort það liggi ekki eitthvað annað að baki þessarar lokunar, allavega opinberar Svandís að mínu mati þarna hvað hún hefur nákvæmlega enga þekkingu á ferðalögum á hálendinu.
Ég var alinn upp á sumrin í jeppaferðum um landið þvert og endilangt og sé ekki hvernig það á að vera hægt að gera slíkt ef það á að labba alla leið, ekki sé ég foreldra mína fyrir mér drösla þremur ólátabelgjum mjög langt fótgangandi,,, :-)
Re: Þið eruð hávaðaseggir!
Posted: 04.mar 2011, 02:24
frá Steini
kanski að mér finnist það einn, en mér finnst að það meigi líka hugsa til fatlaðra einstaklinga.. hvernig á maður í Hjólastól að skoða hálendið, reima á sig skónna og skokka á stað? eða á fatlað fólk einfaldlega ekki að fá að skoða hálendið?
Re: Þið eruð hávaðaseggir!
Posted: 04.mar 2011, 09:01
frá Einar
Steini wrote:kanski að mér finnist það einn, en mér finnst að það meigi líka hugsa til fatlaðra einstaklinga.. hvernig á maður í Hjólastól að skoða hálendið, reima á sig skónna og skokka á stað? eða á fatlað fólk einfaldlega ekki að fá að skoða hálendið?
Það þarf ekki einu sinni fatlaða, það má nefna eldra fólk, fólk með lítil börn, fólk sem burðast með of mikið af aukakílóum og síðan er bara fullt af sæmilega frísku fólki sem treystir sér af ýmsum ástæðum ekki endilega til að ganga dögum saman með bakapoka. Svona má lengi telja. Fyrir öllu þessu fólki er búið að loka stórum svæðum.