Rakst á þennan lista á Facebook, maður að nafni Trausti Júlíusson skrifaði hann og setti með lista yfir leiðir sem hann hefur farið á súkkunni.
Hér kemur smá langloka. Ég er á óbreyttum Jimny á 29" dekkjum og elska fjallvegi. Mér finnst Jimnyinn helvíti seigur. Það er helst að maður sé smeykur við vatnsmiklar ár. Hér að neðan er listi yfir helstu fjallvegi sem ég hef farið á honum, en við höfum auðvitað farið fleiri slóða heldur en þessa. Upptalningin byrjar á lista sem ég fann einhversstaðar yfir opinberu fjallvegina. X þýðir að ég hef keyrt veginn allan, + merkir að ég hef farið hann að stórum hluta. Svo koma aðrir vegir. Tilgangurinn með þessu er annarsvegar að gefa ykkur hugmyndir, en líka að forvitnast um aðra vegi/slóða. Hverju mælið þið með?
Við erum alltaf einbíla og höfum oft snúið við. T.d. lagði ég ekki í Syðri-Ófæru á Álftavatnakróki. Maður bíður eftir að sjá annan bíla fara yfir, en ef það kemur enginn þá snýr maður stundum við. Marga þessara vega hef ég farið síðsumars þegar það er frekar lítið í ánum.
X F26 Sprengisandur
X -- Hrauneyjar Nýidalur
X -- Nýidalur Bárðardalur
X F66 Kollafjarðarheiði
F88 Öskjuleið
-- Inn að herðubreiðarlindum
-- Herlibreiðarlindir - Dreki
X F206 Lakagígar
X F207 Lakagígavegur
X F208 Fjallabaksleið nyðri.
X -- Sigalda - Landmannalaugar
X -- Laugar - Eldgjá
X -- Eldgjá - Skaftártunga
X F210 Fjallabaksleið syðri
X Keldur - Hvanngil
X Hvanngil – Skaftártunga (ekki farið yfir Hólmsá samt, en ekið að henni frá báðum hliðum)
X F223 Eldgjárvegur
X F224 Landmannalaugavegur
X F225 Landmannaleið (Dómadalsleið.)
X F228 Veiðivatnaleið
X F232 Öldufellsleið
+ F233 Álftavatnskrókur
X F235 Langisjór
X F229 Jökulheimaleið
X F249 Þórsmerkurvegur
X -- Gígjökull
X -- Básar
-- Langidalur
-- Húsadalur
X F261 Emstruleið
X F333 Haukadalsvegur
X F335 Hagavatnsvegur
X F337 Hlöðuvallavegur
+ F338 Skjaldbreiðarvegur
X F347 Kerlingarfjallavegur / Hveradalavegur
X F35 Kjalvegur,
X -- Gullfoss - Kerlingafjöll
X -- Kerlingafjöll - Hveravellir
X -- Hveravellir - Blönduvirkjun
X F508 Skorradalsvegur
X 52 Uxahryggjavegur
X 550 Kaldadalsvegur
X F575 Eysteinsdalsleið
X F578 Arnarvatnsvegur
X F586 Haukadalsskarðsvegur
X F649 Ófeigsfjarðarvegur
F734 Vesturheiðarvegur
X F735 Þjófadalavegur
+ F752 Skagafjarðarleið
X F821 Eyjafjarðaleið
X F839 Leirdalsheiðarvegur
F881 Dragaleið
X F894 Öskjuvatnsvegur
X F899 Flateyjardalsvegur
X F864 Hólsfjallavegur
F902 Kverkfjallaleið
F903 Hvannalindavegur
X F905 Arnardalsleið
+ F909 Snæfellsleið
+ F910 Austurleið
X F923 Jökuldalsvegur
X F946 Loðmundarfjarðarvegur
X F959 Viðfjarðarvegur
+ F980 Kollumúlavegur
X F985 Jökulvegur
+ Eyjafjallajökulsvegur
X Breiðavík – Gagnheiði
X Breiðbakur
X Dynkur (að sunnanverðu og norðanverðu. Hef samt ekki lagt í að fara upp í Setur)
X Eyfirðingavegur
X Fagridalur (frá Hellisheiði Eystri)
X Hekluvegur
X Hungurfit
X Íshellar við Hrafntinnusker
X Krakatindsleið
X Kvennaskarð
X Landmannahellir
X Langavatnshringur
X Pokahryggir
X Svalvogavegur
X Þorskafjarðarheiði
X Tindfjallavegur
X Vöðlavík – Viðfjörður
X Þórisdalur
Pistill af Facebook yfir leiðir fyrir 29-tommu súkku
Til baka á “Ferðir og færð á fjöllum”
Tengdir notendur
Notendur á þessu spjallborði: Engir skráðir notendur og 1 gestur