Eyjafjallajökull

Til að skipuleggja ferðir, auglýsa eftir félögum, spyrja fregna af færð og ástandi vega.
User avatar

Höfundur þráðar
Tómas Þröstur
Innlegg: 330
Skráður: 19.mar 2010, 10:03
Fullt nafn: Tómas Þröstur Rögnvaldsson

Eyjafjallajökull

Postfrá Tómas Þröstur » 24.feb 2011, 11:59

Einhver farið nýlega ? Hvernig er ástandið og stemmingin þarna uppi ?




ingolfurkolb
Innlegg: 22
Skráður: 08.feb 2010, 16:42
Fullt nafn: Ingólfur Kolbeinsson

Re: Eyjafjallajökull

Postfrá ingolfurkolb » 18.mar 2011, 08:49

Hefur enginn farið þarna upp?


Skúli
Innlegg: 27
Skráður: 25.nóv 2010, 09:55
Fullt nafn: Skúli Haukur Skúlason

Re: Eyjafjallajökull

Postfrá Skúli » 18.mar 2011, 09:47

Veit um menn sem fóru á gönguskíðum frá Fimmvörðuskála og að gígnum um síðustu helgi. Þeir sáu lítið sem ekkert af sprungum, komin heilmikill snjór yfir þær. Ég ætla svosem ekkert að fullyrða um hvort hann haldi bíl allstaðar og ábyggilega rétt að hafa í huga að undir þessum snjó er jökullinn mjög sprunginn eins og sést á þessari loftmynd frá því í júlí:
http://atlas.lmi.is/eyjafjallajokull/
Þeir sáu þó einhver ummerki eftir jeppa þarna þannig að einhverjir eru búnir að prófa.
Kv - Skúli

User avatar

Ragnare
Innlegg: 92
Skráður: 18.mar 2011, 09:48
Fullt nafn: Ragnar Rafn Eðvaldsson
Bíltegund: Wrangler
Staðsetning: Reykjavík (stundum Djúpivogur)

Re: Eyjafjallajökull

Postfrá Ragnare » 18.mar 2011, 09:54

Ætli það sé ekki málið að kíkja á það á morgun og sjá hvernig stemmingin er þarna.
Kv Ragnar Rafn Eðvaldsson
ragnarrafn@gmail.com


Magnús Ingi
Innlegg: 167
Skráður: 18.feb 2010, 15:34
Fullt nafn: Magnús Ingi Gunnarsson
Bíltegund: Toyota 4Runner

Re: Eyjafjallajökull

Postfrá Magnús Ingi » 18.mar 2011, 11:14

ég veit um einn sem fór þarna upp síðastliðinn laugardag og var það ekkert mál. hann setti bara í 4psi við jökulinn og svo fullaferð upp hann talaði um það hefði bara verið flott færi. En það er nú sennilega búið að pæta góðu púðurlagi ofaná þetta núna


haffij
Innlegg: 173
Skráður: 12.feb 2010, 00:28
Fullt nafn: Hafliði Jónsson

Re: Eyjafjallajökull

Postfrá haffij » 18.mar 2011, 18:23

Skúli, veistu hvernig aðstæðurnar eru í kringum gíginn? Er enn hiti í þessu?


Skúli
Innlegg: 27
Skráður: 25.nóv 2010, 09:55
Fullt nafn: Skúli Haukur Skúlason

Re: Eyjafjallajökull

Postfrá Skúli » 18.mar 2011, 20:12

Held að þeir hafi ekki orðið mikið var við hita. Þeir fóru niður í skálina til að sjá betur ofan í gíginn, það er möguleiki austan megin en líklega síður að vestan. Ef menn eru að spá í þetta hugsa ég að það sé betra að hafa gott skyggni, ekki víst að það verði á morgun.
Kv - Skúli


haffij
Innlegg: 173
Skráður: 12.feb 2010, 00:28
Fullt nafn: Hafliði Jónsson

Re: Eyjafjallajökull

Postfrá haffij » 18.mar 2011, 21:38

Takk fyrir þetta.

Ég er að hugsa um fara í Básana einhverja helgina í apríl og trítla þarna uppeftir. Það gæti verið gaman að sjá muninn frá því þegar ég labbaði upp á meðan að gosið var í gangi.

Heyrði að menn hefðu verið að tala um að hafa séð gufur stíga upp í febrúar. Kannski var það einhver misskilningur samt.


haffij
Innlegg: 173
Skráður: 12.feb 2010, 00:28
Fullt nafn: Hafliði Jónsson

Re: Eyjafjallajökull

Postfrá haffij » 19.mar 2011, 10:23

Ég er reyndar bara að fara upp á Fimmvörðuháls, en ekki upp á jökulinn sjálfan. Veit einhver hvernig er umhorfs þar? Er hiti í hrauninu þar?


bjornod
Innlegg: 730
Skráður: 01.feb 2010, 17:54
Fullt nafn: Björn Oddsson
Bíltegund: Trooper

Re: Eyjafjallajökull

Postfrá bjornod » 01.apr 2011, 11:08

Hvernig hljóma svo nýjustu fréttir?

Er hægt að koma sleðum í snjó á Hamragarðheiði með góðu móti eða er skárra að fara upp með Skógaánni?
Hvar er snjólínan á Fimmvörðuhálsi.

Þetta eru spurningar sem brenna á fróðleiksþyrstum mönnum.


Til baka á “Ferðir og færð á fjöllum”

Tengdir notendur

Notendur á þessu spjallborði: Engir skráðir notendur og 15 gestir