Þjórsárdalur-Kerlingarfjöll færð?

Til að skipuleggja ferðir, auglýsa eftir félögum, spyrja fregna af færð og ástandi vega.

Höfundur þráðar
Grænjaxlinn
Innlegg: 28
Skráður: 07.júl 2012, 12:28
Fullt nafn: Þórður Árnason
Bíltegund: Jimny 35"
Staðsetning: Reykjavík

Þjórsárdalur-Kerlingarfjöll færð?

Postfrá Grænjaxlinn » 09.júl 2018, 17:43

Sælt veri fólkið.
Veit einhver ástandið á leiðinni inn í Kerlingarfjöll, austan frá? Heitir þessi slóði annars eitthvað? Ég fór þetta fyrir einhverjum árum og ætlaði hreinlega aldrei að komast síðasta spölinn. Vegurinn hafði sópast burtu í vatnsveðri og þegar ég komst loksins á leiðarenda eftir að hafa spólað yfir móa og mýrar var mér sagt að leiðin væri ófær. hefur einhver farið þetta nýlega?User avatar

Freyr
Innlegg: 1686
Skráður: 01.feb 2010, 10:52
Fullt nafn: Freyr Þórsson

Re: Þjórsárdalur-Kerlingarfjöll færð?

Postfrá Freyr » 10.júl 2018, 01:38

Leiðin er kölluð Gljúfurleit/Gljúfurleitarleið. Býst við að það geti enn verið snjór og a.m.k. einhver drulla á svæðinu, sérstaklega í námunda við Kerlingarfjöll. Trúlega borgar sig að bíða eitthvað lengur með að fara um þetta svæði. Það er vandað af þér að spyrjast fyrir en einmitt þetta "... eftir að hafa spólað yfir móa og mýrar.." Þurfum við að passa okkur á að gera ekki. Við viljum ekki skilja eftir okkur för utan vegslóða. Nógu margir eru samt á móti jeppum og jeppaferðum

Kveðja, Freyr

User avatar

jongud
Innlegg: 2202
Skráður: 29.mar 2012, 08:39
Fullt nafn: Jón Guðmundur Guðmundsson
Bíltegund: Toyota Tacoma

Re: Þjórsárdalur-Kerlingarfjöll færð?

Postfrá jongud » 10.júl 2018, 08:35

Leiðin er ekki orðin fær.
Það var farin könnunarfeð um síðustu helgi, Kisa var upp á framrúðu og það eru ennþá skaflar efst í Setuhrauninu ofan við Fjórðungssand. Allt á floti ennþá kringum Setrið og skv. nýlegum gervihnattamyndum er ennþá hellingur af snjó norðan við Kerlingafjöll.


Höfundur þráðar
Grænjaxlinn
Innlegg: 28
Skráður: 07.júl 2012, 12:28
Fullt nafn: Þórður Árnason
Bíltegund: Jimny 35"
Staðsetning: Reykjavík

Re: Þjórsárdalur-Kerlingarfjöll færð?

Postfrá Grænjaxlinn » 10.júl 2018, 18:02

Takk fyrir þetta. Athuga málið betur seinna í sumar. Ég gæti þess annars alltaf að fylgja bara merktum slóðum en þetta tiltekna tilvik fyrir ca. 11-12 árum var undantekning. Ég var orðinn eldsneytislítill og hreinlega varð að þrælast þessa síðustu metra utanvega því slóðin var horfin.

User avatar

jongud
Innlegg: 2202
Skráður: 29.mar 2012, 08:39
Fullt nafn: Jón Guðmundur Guðmundsson
Bíltegund: Toyota Tacoma

Re: Þjórsárdalur-Kerlingarfjöll færð?

Postfrá jongud » 11.júl 2018, 08:40

Grænjaxlinn wrote:Takk fyrir þetta. Athuga málið betur seinna í sumar. Ég gæti þess annars alltaf að fylgja bara merktum slóðum en þetta tiltekna tilvik fyrir ca. 11-12 árum var undantekning. Ég var orðinn eldsneytislítill og hreinlega varð að þrælast þessa síðustu metra utanvega því slóðin var horfin.


Það er ætlunin að stika rækilega þarna í kring í ágúst...

User avatar

Freyr
Innlegg: 1686
Skráður: 01.feb 2010, 10:52
Fullt nafn: Freyr Þórsson

Re: Þjórsárdalur-Kerlingarfjöll færð?

Postfrá Freyr » 12.júl 2018, 02:00

jongud wrote:Leiðin er ekki orðin fær.
Það var farin könnunarfeð um síðustu helgi, Kisa var upp á framrúðu og það eru ennþá skaflar efst í Setuhrauninu ofan við Fjórðungssand. Allt á floti ennþá kringum Setrið og skv. nýlegum gervihnattamyndum er ennþá hellingur af snjó norðan við Kerlingafjöll.


Hvar finnur maður þessar gervihnattarmyndir?

User avatar

jongud
Innlegg: 2202
Skráður: 29.mar 2012, 08:39
Fullt nafn: Jón Guðmundur Guðmundsson
Bíltegund: Toyota Tacoma

Re: Þjórsárdalur-Kerlingarfjöll færð?

Postfrá jongud » 12.júl 2018, 09:27

Freyr wrote:
Hvar finnur maður þessar gervihnattarmyndir?


Þær eru á planet.com

Það er tiltölulega auðvelt að skrá sig sem notanda hjá þeim.
En til að finna nýjustu myndirnar;
Það þarf að þysja inn á landssvæðið (best að sjá það með því að velja fyrst október í fyrra á línunni neðst) og svo velur maður kassatólið hægra megin og dregur kassa utan um svæðið sem maður hefur áhuga á. Þá kemur upp listi vinstra megin með nýjustu myndunum.


vidart
Innlegg: 137
Skráður: 07.sep 2011, 18:44
Fullt nafn: Viðar Þorgeirsson
Bíltegund: Toyota LC 90
Staðsetning: Reykjavík

Re: Þjórsárdalur-Kerlingarfjöll færð?

Postfrá vidart » 12.júl 2018, 10:17

Líka góðar upplýsingar hérna https://lance.modaps.eosdis.nasa.gov/subsets/?subset=Iceland
Verst hvað það er alltaf skýjað og lítið sést í landið.


Höfundur þráðar
Grænjaxlinn
Innlegg: 28
Skráður: 07.júl 2012, 12:28
Fullt nafn: Þórður Árnason
Bíltegund: Jimny 35"
Staðsetning: Reykjavík

Re: Þjórsárdalur-Kerlingarfjöll færð?

Postfrá Grænjaxlinn » 15.júl 2018, 17:54

Jæja, ég fór um helgina hefðbundnu leiðina í Kerlingarfjöll. Ekki er ég viss um að hún hafi verið mikið skárri heldur en Gljúfurleitarleiðin; Kjalvegurinn er með endemum slæmur núna. Þvottabretti er ekki rétta orðið, holurnar eru að nálgast það að verða eins og þvottabalar að umfangi og dýpt.
En þar sem ég hef ekki komið þarna síðan sumarið 2007 (þegar ég ók yfir móa og mýrar, a.m.k. í minningunni) varð ég að fara og líta á svæðið sem um ræðir. Mér leið snöggtum betur þegar ég sá að þetta var ekki nema ca. 100 metra kafli, síðasti spölurinn áður en komið er upp á Kerlingarfjallaveginn. Nú virðist þetta í miklu betra standi en var; komið ræsi og alles.
Viðhengi
P1060903.JPG
Vettvangur glæpsins.
P1060903.JPG (1.51 MiB) Viewed 3967 times
P1060901.JPG
Allt lokað? Fullt af nýlegum hjólförum bentu nú til þess að einhverjir færu þarna um.
P1060901.JPG (1000.3 KiB) Viewed 3967 times
P1060905.JPG
Úff!
P1060905.JPG (1.57 MiB) Viewed 3967 times

User avatar

Sævar Örn
Innlegg: 1770
Skráður: 31.jan 2010, 19:27
Fullt nafn: Sævar Örn Eiríksson
Bíltegund: Suzuki
Staðsetning: Hafnarfjörður
Hafa samband:

Re: Þjórsárdalur-Kerlingarfjöll færð?

Postfrá Sævar Örn » 15.júl 2018, 20:44

Þessi nýlegu för voru líklega eftir þessa, og þá sem á eftir komu til að taka í lurginn á þeim.. !

Sjá viðhengju

utanvegaakstur.pdf
(418.09 KiB) Downloaded 183 times
Samband Íslenskra Suzukijeppaeigenda
http://sukka.is

Skúra- og ferðablogg ásamt öðrum fróðleik
http://sabi.is


Til baka á “Ferðir og færð á fjöllum”

Tengdir notendur

Notendur á þessu spjallborði: Engir skráðir notendur og 1 gestur