Síða 1 af 1
Fyrsta helgi 2017
Posted: 07.jan 2017, 12:39
frá Járni
Hverjir eru hvar að jeppast?
Sögur helgarinnar mega gjarnan koma hingað!
Re: Fyrsta helgi 2017
Posted: 07.jan 2017, 22:58
frá AgnarBen
Skaust inn í Laugar í dag í bað og grill, ekki mikill snjór en þétt og frosið það sem komið var. Ekki margir á ferðinni fyrr en skyndilega klukkan 17 að þá fylltist planið af um 20 jeppum, held ég hafi bara ekki svona margar súkkur á sama stað nokkurn tíman áður :)
Nokkrar myndir:
Re: Fyrsta helgi 2017
Posted: 08.jan 2017, 08:43
frá Járni
Flott, allir á sprellanum í lauginni?
Re: Fyrsta helgi 2017
Posted: 08.jan 2017, 20:26
frá Gummi Ola
Fórum í Hungurfit á föstudag. Þaðan inn að Dalakofa og Krakatindsleið inn á Dómadalinn og gistum í Landmannalaugum í nótt. Rennifæri en lítill snjór miðað við árstíma og harðfenni. Get staðfest að það var fjör hjá Súkkugenginu :)