Síða 1 af 1

Akstur að holuhrauni frá Búrfelli

Posted: 19.júl 2016, 12:53
frá OskarSteinn
Nú er ég að hugsa um að nota Mussoinn minn aðeins í hálendisferð. Mig langar að fara að holuhrauni til að taka nokkrar myndir. Hann er á 34 tommum og ekki með snorkel. Orginal loftinntak sem er fyrir aftan framljósið hægra megin.

Nú er ég viss um að þarna þarf ég að fara yfir óbrúaðar ár á leiðinni. Spurningin er hvort að dollan geti gert þetta án þess að drukkna. Ég er s.s. að leita að upplýsingum um hvort þetta sé yfirleitt hægt á svoleis bíl. Ferðin verður farin seinnipart ágústmánaðar. Býst við að þá sé orðið e-ð minna í ánum.

Re: Akstur að holuhrauni frá Búrfelli

Posted: 19.júl 2016, 13:20
frá Kiddi
Sæll

Þú átt væntanlega við að fara sunnan megin frá? Þetta er svolítið tímafrekt en ætti að ganga á þessum bíl. Þú ættir ekki að vera í vandræðum með árnar á Sprengisandsleið nema einhverjir óeðlilegir vatnavextir væru á ferðinni. Í raun og veru er ekkert hægt að segja til um hvernig vatnavextir verða í síðari hluta ágúst, ef það er annað hvort virkilega mikil úrkoma eða þá virkilega mikill hiti upp á jökli og þar af leiðandi mikil bráðnun þá getur verið töluvert í ánum.

Þú færir þá væntanlega annaðhvort Gæsavatnaleið, eða Dyngjufjallaleið. Báðar eru ansi grófar og mikið skak, sumum þykja þær leiðinlegar og þá sérstaklega Dyngjufjallaleið en ef tíminn er nægur þá þarf hún ekki að vera leiðinleg þó maður hristist stundum mikið.
Ef þú ferð Gæsavatnaleið þá getur þú farið um Gígöldur og sleppt þannig Flæðunum. Flæðurnar hafa reynst mönnum erfiðar og er það þá bæði vegna sandbleytu og vegna þess að það hækkar alla jafna ansi hratt í ánum seinni part dags vegna þess hversu stutt er upp í jökulinn. Ef þú ætlar þar um er best að fara að morgni dags.

Sjálfur færi ég þetta allt í góðum aðstæðum á 33" bíl, en myndi hugsa mig svolítið vel um áður en ég færi út á Flæðurnar.

Re: Akstur að holuhrauni frá Búrfelli

Posted: 19.júl 2016, 13:28
frá jongud
Kiddi wrote:Sæll

Þú átt væntanlega við að fara sunnan megin frá? Þetta er svolítið tímafrekt en ætti að ganga á þessum bíl. Þú ættir ekki að vera í vandræðum með árnar á Sprengisandsleið nema einhverjir óeðlilegir vatnavextir væru á ferðinni. Í raun og veru er ekkert hægt að segja til um hvernig vatnavextir verða í síðari hluta ágúst, ef það er annað hvort virkilega mikil úrkoma eða þá virkilega mikill hiti upp á jökli og þar af leiðandi mikil bráðnun þá getur verið töluvert í ánum.

Þú færir þá væntanlega annaðhvort Gæsavatnaleið, eða Dyngjufjallaleið. Báðar eru ansi grófar og mikið skak, sumum þykja þær leiðinlegar og þá sérstaklega Dyngjufjallaleið en ef tíminn er nægur þá þarf hún ekki að vera leiðinleg þó maður hristist stundum mikið.
Ef þú ferð Gæsavatnaleið þá getur þú farið um Gígöldur og sleppt þannig Flæðunum. Flæðurnar hafa reynst mönnum erfiðar og er það þá bæði vegna sandbleytu og vegna þess að það hækkar alla jafna ansi hratt í ánum seinni part dags vegna þess hversu stutt er upp í jökulinn. Ef þú ætlar þar um er best að fara að morgni dags.

Sjálfur færi ég þetta allt í góðum aðstæðum á 33" bíl, en myndi hugsa mig svolítið vel um áður en ég færi út á Flæðurnar.


Þú ert að gleyma því að flæðurnar liggja nú undir Holuhrauni!
Ég hef ekið báðar þessar leiðir (fyrir Holuhraunsgosið) og fannst eiginlega Gæsavatnaleið verri hvað færð varðar. Að vísu ók ég dyngjufjallaleið að miklu leyti í svartaþoku og rökkri. en báðar eru ansi seinfarnar. Ég var á 33-tommu Hilux þegar ég ók Dyngjufjallaleiðina og það var ekki mikið í ánum. Myndi treysta mér í það aftur.

Re: Akstur að holuhrauni frá Búrfelli

Posted: 19.júl 2016, 13:36
frá Kiddi
jongud wrote:
Kiddi wrote:Sæll

Þú átt væntanlega við að fara sunnan megin frá? Þetta er svolítið tímafrekt en ætti að ganga á þessum bíl. Þú ættir ekki að vera í vandræðum með árnar á Sprengisandsleið nema einhverjir óeðlilegir vatnavextir væru á ferðinni. Í raun og veru er ekkert hægt að segja til um hvernig vatnavextir verða í síðari hluta ágúst, ef það er annað hvort virkilega mikil úrkoma eða þá virkilega mikill hiti upp á jökli og þar af leiðandi mikil bráðnun þá getur verið töluvert í ánum.

Þú færir þá væntanlega annaðhvort Gæsavatnaleið, eða Dyngjufjallaleið. Báðar eru ansi grófar og mikið skak, sumum þykja þær leiðinlegar og þá sérstaklega Dyngjufjallaleið en ef tíminn er nægur þá þarf hún ekki að vera leiðinleg þó maður hristist stundum mikið.
Ef þú ferð Gæsavatnaleið þá getur þú farið um Gígöldur og sleppt þannig Flæðunum. Flæðurnar hafa reynst mönnum erfiðar og er það þá bæði vegna sandbleytu og vegna þess að það hækkar alla jafna ansi hratt í ánum seinni part dags vegna þess hversu stutt er upp í jökulinn. Ef þú ætlar þar um er best að fara að morgni dags.

Sjálfur færi ég þetta allt í góðum aðstæðum á 33" bíl, en myndi hugsa mig svolítið vel um áður en ég færi út á Flæðurnar.


Þú ert að gleyma því að flæðurnar liggja nú undir Holuhrauni!
Ég hef ekið báðar þessar leiðir (fyrir Holuhraunsgosið) og fannst eiginlega Gæsavatnaleið verri hvað færð varðar. Að vísu ók ég dyngjufjallaleið að miklu leyti í svartaþoku og rökkri. en báðar eru ansi seinfarnar. Ég var á 33-tommu Hilux þegar ég ók Dyngjufjallaleiðina og það var ekki mikið í ánum. Myndi treysta mér í það aftur.


Þegar ég fór þarna í fyrra þá lágu Flæðurnar ekki undir Holuhrauni og ég reikna ekki með því að það breytist nema það gjósi aftur. :-)
Hins vegar þykir mörgum líklegt að Flæðurnar eins og við þekkjum þær muni fara að miklu leiti undir vatn ef mikið vatn kemur undan jökli þar sem hraunið liggur þar sem vatnið rann áður frá Flæðunum. Ef það er lítið vatn á ferðinni eins og síðasta sumar og haust þá er það ekki til vandræða. :-)

Nýja hraunið rann síðan yfir veginn á kafla í og við Þorvaldshraun.

Re: Akstur að holuhrauni frá Búrfelli

Posted: 19.júl 2016, 16:40
frá jongud
Já, þetta minnir mig á að það er ekki almennilega vitað hvernig árkvíslarnar muni haga sér í framtíðinni kringum hraunið. en það er eitursvalt að hafa hluta af leiðinni meðfram glænýju hrauni.