Síða 1 af 1

Snjóalög á Langjökli

Posted: 04.feb 2011, 12:40
frá hobo
Eru menn byrjaðir að fara upp á jökul?
Veit einhver hvernig staðan þar er varðandi þokkalega "örugga" yfirferð.

Re: Snjóalög á Langjökli

Posted: 04.feb 2011, 13:11
frá daol
Forðist að fara á Langjökull það er enginn snjór á honum.

Re: Snjóalög á Langjökli

Posted: 04.feb 2011, 16:15
frá ellisnorra
Persónulega án þess að vita hvernig snjóalög eru þar þá ætla ég ekki þangað fyrr en í allra fyrsta lagi um páska og þá með öruggum heimildum fyrir því að þar hafi snjóað mjög mikið. Síðasta vor stráðist þunnt öskulag yfir jökulinn sem dregur í sig mikinn hita frá sólinni og bræðir gífurlega.
Ég minni á þráð sem innihalda myndir frá 3. okt síðasliðnum
viewtopic.php?f=8&t=2104
Það er eins gott að það sjói vel yfir þetta í vetur.

Re: Snjóalög á Langjökli

Posted: 04.feb 2011, 16:46
frá hobo
elliofur wrote:Persónulega án þess að vita hvernig snjóalög eru þar þá ætla ég ekki þangað fyrr en í allra fyrsta lagi um páska og þá með öruggum heimildum fyrir því að þar hafi snjóað mjög mikið. Síðasta vor stráðist þunnt öskulag yfir jökulinn sem dregur í sig mikinn hita frá sólinni og bræðir gífurlega.
Ég minni á þráð sem innihalda myndir frá 3. okt síðasliðnum
viewtopic.php?f=8&t=2104
Það er eins gott að það sjói vel yfir þetta í vetur.


Já ég vissi að hann er ljótur að sjá en maður hefur bara enga tilfinningu hvað er búið að safnast mikið á hann þar sem jöklar eru ólíkindatól.
Svo getur verið hiti og rigning við sjóinn en kafaldsbylur á jöklum.
Vildi bara heyra hvort einhverjir væru búnir að kíkja.

kv Hörður óþolinmóði
(sem er búinn að eiga það mission síðan í byrjun ágúst að komast upp á jökul
(og aftur til baka))

Re: Snjóalög á Langjökli

Posted: 04.feb 2011, 17:18
frá þórarinn
Tilhvers að vera að þvælast uppá eitthvern þjóðveg uppá langjökull..... ?

Er ekki nóg af snjó annarstaðar ?

Strax austan við hellisheiði er allt orðið á kafi í snjó

Re: Snjóalög á Langjökli

Posted: 04.feb 2011, 19:06
frá hobo
þórarinn wrote:Tilhvers að vera að þvælast uppá eitthvern þjóðveg uppá langjökull..... ?

Er ekki nóg af snjó annarstaðar ?

Strax austan við hellisheiði er allt orðið á kafi í snjó


Þegar snjóað hefur nóg á jökul til aksturs, þá helst hann svoleiðis fram á vor.
Þetta á ekki við um suðurlandið eða aðra láglendisstaði, snjó tekur upp fyrr en varir.

Auðvitað helst snjór á hálendinu betur en ég er bara með þessa flugu í höfðinu að komast á jökul. (get eiginlega ekki flokkað mig sem jeppamann fyrr hehe)

Re: Snjóalög á Langjökli

Posted: 04.feb 2011, 19:34
frá frikki
talið við útivist þeir eru að fara yfir jangjökul og inn á hveravelli um helgina

Re: Snjóalög á Langjökli

Posted: 04.feb 2011, 19:38
frá Stebbi
hobo wrote:en ég er bara með þessa flugu í höfðinu að komast á jökul. (get eiginlega ekki flokkað mig sem jeppamann fyrr hehe)


Persónulega finnst mér mun skemmtilegra að burra um láglendið í kringum Langjökul en að keyra í þessari hvítu eyðimörk. Svæðið frá Kaldadal og austur fyrir Hagavatn er bæði fallegra og fjölbreyttara svo má alltaf ef að vel gengur sneiða yfir skaflinn á heimleiðini. Bíltúr á Langjökull verður seint talin stór-áfangi í jeppamennsku meðal jeppamansins.

Re: Snjóalög á Langjökli

Posted: 04.feb 2011, 19:52
frá hobo
Voðalega eru menn eitthvað neikvæðir.
Ég get svosem trúað því að jökull er eins og hvít eyðimörk og ekkert spennandi þegar maður er búinn að prófa það en þar sem ég á þetta eftir, þá er þetta á to-do listanum.

Bíltúr á skaflinn verður stór áfangi fyrir mig þótt það sé það ekki fyrir aðra.

Re: Snjóalög á Langjökli

Posted: 04.feb 2011, 20:43
frá Stebbi
hobo wrote:Voðalega eru menn eitthvað neikvæðir.
Ég get svosem trúað því að jökull er eins og hvít eyðimörk og ekkert spennandi þegar maður er búinn að prófa það en þar sem ég á þetta eftir, þá er þetta á to-do listanum.

Bíltúr á skaflinn verður stór áfangi fyrir mig þótt það sé það ekki fyrir aðra.


Þú mátt ekki taka því eins og ég sé eitthvað að draga úr þér, ég stóð akkúrat í þínum sporum fyrir ca 15 árum. Ef þú vilt gera langjökulsferð eftirminnilega þá myndi ég rotta saman 5-6 bílum og gera ríflega dagsferð úr þessu og þá eru páskarnir málið til að eiga von á þokkalegu veðri. Að standa allt í botni upp frá Jaka er bara gaman í 5 mínútur.

Dúndurferð væri til dæmis að fara frá Þingvöllum yfir Skjaldbreið, um Hlöðuvelli og upp í Slunka og þaðan upp V-Hagafellsjökul og uppá Hábungu og niður í Jaka eða Skálpanes, eða beina leið norður yfir jökul á Hveravelli.

Re: Snjóalög á Langjökli

Posted: 04.feb 2011, 21:55
frá Brjótur
Sæll Hobo

Ég er sammála Stebba með jökulinn og hef nú reyndar varað menn við og tel að menn ættu bara að láta hann vera í vetur, nema að einhver stórkostleg úrkoma verði það sem eftir er af vetrinum, ég fer upp að jökli og lítillega á hann uppi í Skálpanesi í hverri viku og stundum oftar og ég get sagt ykkur að þó að allt virðist slétt og fellt núna þarna uppfrá þá er ansi grunnt á ísnum þarna, þannig bara að djöflast á milli jöklana, það koma aðrir vetur og þá sigrarðu jöklana :)

kveðja Helgi

Re: Snjóalög á Langjökli

Posted: 05.feb 2011, 09:15
frá hobo
Ég þakka fyrir varnaðarorð, ekki er vanþörf á.