Síða 1 af 1

Húsafell um páskana.

Posted: 22.mar 2016, 11:03
frá Halldorfs
Sælir

Ég verð í Húsafelli um páskana og tek jeppann með mér. Langar að fara upp á jökul eða skjaldbreið ef einhver er þarna í nágrenninu og langar að fá ferðafélaga þá er í lagi að vera í bandi. reikna með að reyna að kýkja á föstudeginum hann virðist líta best út veðurlegaséð allavega núna.

Kv Halldór Freyr Sveinbjörnsson
gsm: 6932916

Re: Húsafell um páskana.

Posted: 22.mar 2016, 13:49
frá Gutti
Sæll. Það ætti að vera vel hægt að fara uppá jökul en efast með Skjaldbreið og það svæði, það er lítill sem enginn snjór uppá Kaldadal og uppað Skjaldbreið, og mikil drulla vegna leysinga.

Re: Húsafell um páskana.

Posted: 22.mar 2016, 15:15
frá Loud1
Verð líklega á þessu svæði ef veðurspáin er góð, er reyndar frekar mikill nýgræðingur svo fróðari menn mættu segja mér hvert ég gæti farið á 35" bíl

Re: Húsafell um páskana.

Posted: 23.mar 2016, 12:52
frá Halldorfs
Það er örugglega þá fínt að fara upp hjá jaka. Trússarnir keyra þar upp daglega. Mátt endilega bjalla ef þú ætlar að fara.