Síða 1 af 1
Færð á Kili
Posted: 21.mar 2016, 22:52
frá Úlfur
Hefur einhver verið síðustu daga á Kili? Hvernig voru aðstæður? Krapi, drulla?
Re: Færð á Kili
Posted: 22.mar 2016, 08:16
frá Sævar Örn
Ég spyr þess sama, það er ferðahugur í mér annaðhvort inn að Seturskála eða upp frá Skálpa. og inn á jökul um páska, fimmtudag föstudag...
Re: Færð á Kili
Posted: 23.mar 2016, 09:15
frá Loud1
Enginn með svör?
Re: Færð á Kili
Posted: 27.mar 2016, 22:38
frá emmibe
Jæja veit einhver hvernig færið er að fara Suður Kjöl.
Re: Færð á Kili
Posted: 27.mar 2016, 23:03
frá Sævar Örn
Það er allavega ekki alveg óhætt að fræsa útfyrir slóða alls staðar vegna krapa, en verður í lagi eftir 3-4 frostadaga...


Frábært færi í nágrenni Bláfellshálss og norður að Hvítá, lengra fór ég ekki því ég rambaði á þennan á 50kmh...



Hæð jeppans bjargaði miklu, yfirborð vatnsins bar við hurðarföls svo ljóst þykir að flætt hefði inn í 38" breyttan bíl
En heyrði í manni sem var að koma úr Kerlingarfjöllum og hann sagði að færið væri flott inneftir og krapi væri ekki sjáanlegur ef maður héldi sig við veginn nema á þessu litla svæði í námunda við Hvítá
Re: Færð á Kili
Posted: 02.apr 2016, 12:44
frá emmibe
Re: Færð á Kili
Posted: 02.apr 2016, 12:48
frá Sævar Örn
haha haha sennilega réttast að enginn lendi ofaní henni nú þegar búið er að frjósa vel
Re: Færð á Kili
Posted: 02.apr 2016, 13:36
frá Brjotur
Emmi be þetta kallast ekki ófært nema í huga borgarbúa , í leysingum myndast holur á hverju ári , semsé ekkert nýtt , og svo er þetta heflað þegar snjórinn er farinn og frekar erfitt og reyndar tímaeyðsla að fara með veghefil til að hefla á milli skaflanna fyrir þig, en semsagt eftir vorheflun verður hinn fíni malarhálendisvegur þarna til staðar .
Re: Færð á Kili
Posted: 02.apr 2016, 14:07
frá emmibe
Alltaf erfitt að koma kaldhæðni til skila á prenti, hvað þá að átta sig á því........:-)
en þú þarft nú ekkert að hefla þetta fyrir mig.
Re: Færð á Kili
Posted: 02.apr 2016, 15:04
frá Brjotur
Ha ha ha gott emmi þá erum við á sömu línu :)