Síða 1 af 1
Skjalbreiður á morgun, 2016.1.16
Posted: 15.jan 2016, 17:11
frá Járni
Daginn,
Ég og Gísli hérna á spjallinum stefnum á að kíkja í Kaldadal og tökum stefnuna á Skjaldbreiður á morgun.
Gerum ráð fyrir að leggja af stað á letilegum tíma úr bænum og athuga hvort við drífum eitthvað. 35" Defender og 38" Tacoma.
Re: Skjalbreiður á morgun, 2016.1.16
Posted: 15.jan 2016, 17:41
frá ellisnorra
Ég var á Langjökli í gær og Geitlandið var snjólítið, neðan við Geitrárbrú (Húsafellsmegin) var svipað snjómagn og niður við sjó! Færið á jöklinum var ekkert frábært, 44" patrol þurfti að fara í 4-5 pund til að drífa eitthvað og talsverðar öldur eftir því sem ofar dró á jöklinum.
Re: Skjalbreiður á morgun, 2016.1.16
Posted: 15.jan 2016, 19:47
frá peturt
kl hvað eruði að pæla i að fara ?
kv. Pétur
Re: Skjalbreiður á morgun, 2016.1.16
Posted: 15.jan 2016, 19:48
frá Járni
Svona um 10
Re: Skjalbreiður á morgun, 2016.1.16
Posted: 17.jan 2016, 11:57
frá Járni
Ágætis rúntur, hittum fleiri á svæðinu en ég dreif ekki upp. Tacoma átti ekki í neinum vandræðum með þetta.
Það er augljóst að 35" er bara fyrir miðbæinn.

- 2016-01-16 15.44.10.jpg (2.62 MiB) Viewed 2419 times