Síða 1 af 1
Ferð um helgina
Posted: 31.des 2015, 02:49
frá jakob huni
Eru menn ekkert að renna á fjöll um helgina 1-3jan ef svo væri væri gaman að vita af því.
Re: Ferð um helgina
Posted: 31.des 2015, 08:39
frá eyberg
Vinnufélagar og vinir eru að fara uppá kjalveg á laugardagin að leika okkur verðum í skála um nóttina og verðu haldið áfram á sunnudagi :-)
Eru á 6 til 7 bilum allir á 38"
Re: Ferð um helgina
Posted: 06.jan 2016, 16:36
frá Úlfur
Hvernig var færi þarna á Kili um síðustu helgi?
Re: Ferð um helgina
Posted: 06.jan 2016, 16:45
frá Nenni
Það var mjög þungt færi á laugardeginum en fyrripart sunnudags var fínt færi og full ferð en síðan þá er búið að vera skíta veður svo það má eiga von á hverju sem er þarna.
Re: Ferð um helgina
Posted: 06.jan 2016, 17:25
frá atligeysir
Það var leiðindafærð á Laugardeginum.
Vorum eitthvað yfir 4 tíma frá Árbúðum inn að Gíslaskála á Laugardeginum, allir á 38" jeppum.
Re: Ferð um helgina
Posted: 07.jan 2016, 13:55
frá Úlfur
Hvernig var færið á uppbyggða Kjalveginum, væri fært fyrir óbreyttan jeppa að brúnni yfir Sandá?
Re: Ferð um helgina
Posted: 07.jan 2016, 13:58
frá Úlfur
Úlfur wrote:Hvernig var færið á uppbyggða Kjalveginum, væri fært fyrir óbreyttan jeppa að brúnni yfir Sandá?
Til að taka af allan vafa, brúna yfir Sandá sunnan megin á Kilinum, þ.a. 10 km fyrir norðan Gullfoss.
Re: Ferð um helgina
Posted: 07.jan 2016, 19:09
frá atligeysir
Já já, vel fært þangað og ættir meir að segja að geta skrönglast langleiðina inn að Grjótá.
Vel hált seinustu helgi, veit ekki hvernig er núna.