Ferð norður fyrir Hofsjökul
Posted: 06.okt 2015, 18:03
Ég var að gæla við þá hugmynd (eða reyndar blóðlangar mig) að bóka mig í ferð með jeppadeild Útivistar núna um helgina norður fyrir Hofjökul, yfir Blöndukvíslar, framhjá Ásbjarnarvötnum og í Laugafell. Hringdi þangað í dag og fékk þær upplýsingar að líklega þyrfti að hætta við þessa ferð vegna lélegrar þátttöku. Skilst reyndar að þeir fari sennilega ef 6-8 manns skrá sig. Þess vegna langar mig að athuga hvort þið ágætu jeppaspjallverjar hafið ekki áhuga á að skella ykkur í ferðina.
Eins og staðan er núna eru reyndar líkur til að árnar þarna séu óárennilegar en hitastigið fer lækkandi þegar líður á vikuna og úrkoman líka þannig þetta gæti verið orðið fínt á laugardaginn.
Hér er linkur á ferðina á heimasíðu Útivistar
Hefur lengi langað alveg svakalega mikið að fara þessa leið en ekki gefið mér tækifæri til þess enda illfært fyrr en komið er fram á haust eða þá bara sem vetrarleið á snjó og ís.
Hvað segiði? Eru ekki einhverjir áhugasamir sem væru til í að skella sér?
Athugið að það er smá villa á síðunni. Það verður ekki lagt af stað kl. 8 á föstudagsmorgun heldur 7 eða 8 um kvöldið.
Eins og staðan er núna eru reyndar líkur til að árnar þarna séu óárennilegar en hitastigið fer lækkandi þegar líður á vikuna og úrkoman líka þannig þetta gæti verið orðið fínt á laugardaginn.
Hér er linkur á ferðina á heimasíðu Útivistar
Hefur lengi langað alveg svakalega mikið að fara þessa leið en ekki gefið mér tækifæri til þess enda illfært fyrr en komið er fram á haust eða þá bara sem vetrarleið á snjó og ís.
Hvað segiði? Eru ekki einhverjir áhugasamir sem væru til í að skella sér?
Athugið að það er smá villa á síðunni. Það verður ekki lagt af stað kl. 8 á föstudagsmorgun heldur 7 eða 8 um kvöldið.