Ferð norður fyrir Hofsjökul

Til að skipuleggja ferðir, auglýsa eftir félögum, spyrja fregna af færð og ástandi vega.

Höfundur þráðar
harnarson
Innlegg: 60
Skráður: 14.aug 2012, 23:44
Fullt nafn: Hallgrímur Arnarson
Bíltegund: Land Rover Defender

Ferð norður fyrir Hofsjökul

Postfrá harnarson » 06.okt 2015, 18:03

Ég var að gæla við þá hugmynd (eða reyndar blóðlangar mig) að bóka mig í ferð með jeppadeild Útivistar núna um helgina norður fyrir Hofjökul, yfir Blöndukvíslar, framhjá Ásbjarnarvötnum og í Laugafell. Hringdi þangað í dag og fékk þær upplýsingar að líklega þyrfti að hætta við þessa ferð vegna lélegrar þátttöku. Skilst reyndar að þeir fari sennilega ef 6-8 manns skrá sig. Þess vegna langar mig að athuga hvort þið ágætu jeppaspjallverjar hafið ekki áhuga á að skella ykkur í ferðina.

Eins og staðan er núna eru reyndar líkur til að árnar þarna séu óárennilegar en hitastigið fer lækkandi þegar líður á vikuna og úrkoman líka þannig þetta gæti verið orðið fínt á laugardaginn.

Hér er linkur á ferðina á heimasíðu Útivistar

Hefur lengi langað alveg svakalega mikið að fara þessa leið en ekki gefið mér tækifæri til þess enda illfært fyrr en komið er fram á haust eða þá bara sem vetrarleið á snjó og ís.

Hvað segiði? Eru ekki einhverjir áhugasamir sem væru til í að skella sér?

Athugið að það er smá villa á síðunni. Það verður ekki lagt af stað kl. 8 á föstudagsmorgun heldur 7 eða 8 um kvöldið.



User avatar

Járni
Stjórnandi
Innlegg: 1391
Skráður: 30.jan 2010, 22:43
Fullt nafn: Árni Björnsson
Bíltegund: Land Rover
Staðsetning: Akureyri
Hafa samband:

Re: Ferð norður fyrir Hofsjökul

Postfrá Járni » 06.okt 2015, 22:51

Ég kemst ekki með í þetta skiptið, en get mælt með því að fara með Útivist. Hef farið í nokkrar ferðir með þeim og get mælt með þeim.
Land Rover Defender 130 38"


Höfundur þráðar
harnarson
Innlegg: 60
Skráður: 14.aug 2012, 23:44
Fullt nafn: Hallgrímur Arnarson
Bíltegund: Land Rover Defender

Re: Ferð norður fyrir Hofsjökul

Postfrá harnarson » 07.okt 2015, 08:36

Einhverjir áhugasamir?

User avatar

Gummi Ola
Innlegg: 26
Skráður: 27.jan 2011, 17:07
Fullt nafn: Guðmundur Ásgeir Ólafsson

Re: Ferð norður fyrir Hofsjökul

Postfrá Gummi Ola » 07.okt 2015, 10:15

Það væri gaman að fara þessa leið en ég kemst ekki þessa helgi. Hef farið í nokkrar Útivistarferðir og allar verið mjög góðar.

User avatar

snöfli
Innlegg: 287
Skráður: 03.sep 2010, 19:21
Fullt nafn: Lárus Elíasson
Bíltegund: Patrol Y61

Re: Ferð norður fyrir Hofsjökul

Postfrá snöfli » 07.okt 2015, 11:56

Kemst ekki þessa helgi né næstu. Þetta er hinsvgar á listanum yfir "to-do's".

Væri til í að skoða ferð seinna í haust (eftir monsoon-timabilið) t.d fyrstu helgi í Nóv.

mbk.

Lárus


LGJ
Innlegg: 44
Skráður: 02.júl 2012, 23:38
Fullt nafn: Lilja Guðrún Jóhannesdóttir
Bíltegund: Toyota

Re: Ferð norður fyrir Hofsjökul

Postfrá LGJ » 11.des 2015, 19:38

Ég veit ekki af hverju menn tala um að þessi leið sé bara vetrar eða haust leið þeigar ég var krakki fór ég þarna nokkrum sinnum með pabba á sumrin og sjálfur hef ég farið þessa leið í júlí og ágúst fyrsta skrifið sem ég fór þessa leið var um verslunarmanna helgi 92 á stutum suzuki for 33" og síðast þeigar ég fór var líka um verslunarmanna helgina 2008 á 38" bíl mjög skemtileg leið en ekki fyrir óvana en ein af skemtilegri jeppa leiðum sem hægt er að fara eftir að vonaskarði var lokað .


Höfundur þráðar
harnarson
Innlegg: 60
Skráður: 14.aug 2012, 23:44
Fullt nafn: Hallgrímur Arnarson
Bíltegund: Land Rover Defender

Re: Ferð norður fyrir Hofsjökul

Postfrá harnarson » 14.des 2015, 02:37

Ætli það sé ekki vegna þess að vatnsföllin á leiðinni geta vaxið snögglega og verða auðveldlega ófær jeppum í hefðbundnum skilningi. Minni líkur á því þegar haustar.


villi58
Innlegg: 2134
Skráður: 10.maí 2011, 10:51
Fullt nafn: Vilhjálmur Reynisson
Bíltegund: Toyota Hilux
Staðsetning: Ittoqqortoormiit

Re: Ferð norður fyrir Hofsjökul

Postfrá villi58 » 14.des 2015, 08:06

Þessi leið er þannig að maður fer hana ekki einbíla og ekki hvenær sem er á sumrin.
Og ekki fara þessa leið nema með vönum mönnum.


Til baka á “Ferðir og færð á fjöllum”

Tengdir notendur

Notendur á þessu spjallborði: Engir skráðir notendur og 16 gestir