Nyrðra-Fjallabak og Langisjór

Til að skipuleggja ferðir, auglýsa eftir félögum, spyrja fregna af færð og ástandi vega.
User avatar

Höfundur þráðar
jongud
Innlegg: 2625
Skráður: 29.mar 2012, 08:39
Fullt nafn: Jón Guðmundur Guðmundsson
Bíltegund: Toyota Tacoma

Nyrðra-Fjallabak og Langisjór

Postfrá jongud » 26.júl 2015, 10:55

Ég var á ferðinni á nyrðra-Fjallabaki í gær og ók frá austri til vesturs. Vegurinn er reglulega góður frá Skaftártungu og alla leið að Landmannalaugum. Það þarf aðeins að vara sig þar sem skaflar eru við veginn af því að þar rennur vatn yfir veginn og eru oft vatnsrásir.
Vegurinn upp að Langasjó er rennisléttur á löngum köflum og maður þarf að passa sig, af því að lækirnir birtast stundum eins og skrattinn úr sauðarleggnum ef maður er ekki með augun hjá sér. Enda freistandi að kitla pinnann.
Það er þannig með alla læki og ársprænur á þessum leiðum; það eru hálfgerðir stökkpallar sitthvoru megin, þannig að óvanir túristar gætu lent í að bíllinn taki stökk og lendi á nefinu ofaní ánni eða beint á brúninni hinumegin.
Vegurinn frá Landmannalaugum og að Hrauneyjum er hins vegar alveg hræðilegur, gróft þvottabretti alla leið.



User avatar

Höfundur þráðar
jongud
Innlegg: 2625
Skráður: 29.mar 2012, 08:39
Fullt nafn: Jón Guðmundur Guðmundsson
Bíltegund: Toyota Tacoma

Re: Nyrðra-Fjallabak og Langisjór

Postfrá jongud » 26.júl 2015, 12:20

Smá vídeóklippur úr ferðinni;
https://www.youtube.com/watch?v=Cnvxa0XpT7M

User avatar

Járni
Stjórnandi
Innlegg: 1391
Skráður: 30.jan 2010, 22:43
Fullt nafn: Árni Björnsson
Bíltegund: Land Rover
Staðsetning: Akureyri
Hafa samband:

Re: Nyrðra-Fjallabak og Langisjór

Postfrá Járni » 26.júl 2015, 23:09

Flott, var sjálfur í næsta nágrenni. Var að koma heim. Fór í ferð á vegum Útivistar, nokkur heppni með veður og gekk vel. Fórum meðal annars í Dalakofann, þar voru lengstu skaflarnir. Ekkert mál á 35".
Land Rover Defender 130 38"


Til baka á “Ferðir og færð á fjöllum”

Tengdir notendur

Notendur á þessu spjallborði: Engir skráðir notendur og 12 gestir