Holuhraun - færð

Til að skipuleggja ferðir, auglýsa eftir félögum, spyrja fregna af færð og ástandi vega.
User avatar

Höfundur þráðar
Feykir
Innlegg: 2
Skráður: 16.sep 2013, 10:01
Fullt nafn: Þorkell Pétursson

Holuhraun - færð

Postfrá Feykir » 04.júl 2015, 23:15

Sælir kappar,

Hafið þið einhverjar upplýsingar um færð í kringum nýja Holuhraunið? Sérstaklega suður af Dreka. Kortið frá vegagerðinni segir að það sé búið að opna veginn en lítið meira en það. Er enþá fullt af snjó á svæðinu og væri þetta 35" cruiser fært?

Von um skjót svör.




TBerg
Innlegg: 208
Skráður: 01.feb 2010, 09:18
Fullt nafn: Trausti Bergland

Re: Holuhraun - færð

Postfrá TBerg » 05.júl 2015, 07:20

Það er greiðfært frá dreka að Holuhrauni, kemst það á jeppling. Verður bara að fara mjög varlega fyrsta km, eftir það er þetta bara sandur, enginn snjór.

User avatar

Kiddi
Innlegg: 1160
Skráður: 02.feb 2010, 10:32
Fullt nafn: Kristinn Magnússon
Bíltegund: Wrangler 44"

Re: Holuhraun - færð

Postfrá Kiddi » 05.júl 2015, 12:41

Vegir eru ekki opnaðir af hálfu Vegagerðarinnar nema þeir séu orðnir snjólausir og færir.

User avatar

Höfundur þráðar
Feykir
Innlegg: 2
Skráður: 16.sep 2013, 10:01
Fullt nafn: Þorkell Pétursson

Re: Holuhraun - færð

Postfrá Feykir » 05.júl 2015, 17:48

Snilld, takk fyrir. :)

User avatar

Kiddi
Innlegg: 1160
Skráður: 02.feb 2010, 10:32
Fullt nafn: Kristinn Magnússon
Bíltegund: Wrangler 44"

Re: Holuhraun - færð

Postfrá Kiddi » 05.júl 2015, 21:34

Annars langar mig líka að benda á að þó svo að Holuhraun kunni að vera það nýjasta á svæðinu er alls ekki víst að það sé það mest spennandi sem hægt er að finna norðan Vatnajökuls!
Ég mæli eindregið með rúnt inn í Kverkfjöll og göngu í Hveradal, svo eitthvað sé nefnt! Góða ferð.


Til baka á “Ferðir og færð á fjöllum”

Tengdir notendur

Notendur á þessu spjallborði: Engir skráðir notendur og 38 gestir