Kaldidalur - Færð

Til að skipuleggja ferðir, auglýsa eftir félögum, spyrja fregna af færð og ástandi vega.
User avatar

Höfundur þráðar
Doror
Innlegg: 321
Skráður: 10.apr 2010, 23:02
Fullt nafn: Davíð Örn Svavarsson

Kaldidalur - Færð

Postfrá Doror » 01.júl 2015, 16:52

Sælir félagar,

ég sé að Kaldidalurinn er merktur sem ófær. Hefur einhver farið þarna uppeftir nýlega? Kæmist maður þarna um á óbreyttum Land Cruiser?


Davíð Örn - Cherokee XJ '91

User avatar

SHM
Innlegg: 61
Skráður: 02.feb 2010, 00:06
Fullt nafn: Sigurbjörn H. Magnússon
Staðsetning: Kópavogur
Hafa samband:

Re: Kaldidalur - Færð

Postfrá SHM » 01.júl 2015, 17:44

Sælir.

Ég var þarna á ferðinni 24. júní og hugðist keyra Kaldadalinn frá Húsafelli þar sem ég sá að hann var ekki lengur lokaður á korti Vegagerðarinnar. Ég var þó ekki kominn langt suður fyrir afleggjarann upp að Langjökli þegar ég kom að fyrsta snjóskaflinum. Ég komst yfir hann, en skömmu síðar kom ég að öðrum skafli, sem var heldur erfiðari. Í stað þess að fara að hleypa úr dekkjum og taka einhverja áhættu á einum bíl ákvað ég að láta skynsemina ráða og snéri við. Ég er á 38" Patrol. Síðan eru búin að vera mikil hlýindi þannig að vera má að snjórinn hafi bráðnað, en ég geri ráð fyrir að einhver aurbleyta kunni að vera á leiðinni.
Patrol 2002 38"


Brjotur
Innlegg: 369
Skráður: 31.mar 2013, 15:39
Fullt nafn: Helgi j. Helgason
Bíltegund: Patrol

Re: Kaldidalur - Færð

Postfrá Brjotur » 01.júl 2015, 18:03

Engin aurbleyta , einhverjir skaflar enn á hryggnum neðan við OK , einn skafl við hrúðurkallana , og nei ekki fær óbreyttum


thorstb
Innlegg: 1
Skráður: 01.júl 2015, 23:48
Fullt nafn: Þorsteinn Björnsson

Re: Kaldidalur - Færð

Postfrá thorstb » 02.júl 2015, 00:02

Fór þarna um síðastliðin föstudag frá Þingvöllum og í Húsafell. Eins og Brjótur segir, þá er alveg laust við aurbleytu en töluvert langir kaflar sem enn þarf að fara á snjó. Skaflarnir eru mjög þéttpakkaður eða klaki sem ætti ekki að þvælast fyrir >= 38". Dólaði þetta í 12 pundum á 40". Alveg ófært óbreyttum bílum samt.
Skaflin við hrúðukallana er verri viðureignar. Sæmilega aflíðandi sunnanmegin, en mjög brattur kantur á honum norðanmegin sem getur hæglega búið til bras á suðurleiðinni. Illmögulegt að sneiða hjá þessu, skafli þar sem þetta er í sneiðingnum og bratt niður. Alveg snjólaust fyrir neðan hólinn.

User avatar

Höfundur þráðar
Doror
Innlegg: 321
Skráður: 10.apr 2010, 23:02
Fullt nafn: Davíð Örn Svavarsson

Re: Kaldidalur - Færð

Postfrá Doror » 02.júl 2015, 13:16

Takk kærlega fyrir þetta. Ég fer lengri leiðina.
Davíð Örn - Cherokee XJ '91


ÓskarÓlafs
Innlegg: 46
Skráður: 12.feb 2011, 14:49
Fullt nafn: Óskar Ólafsson
Bíltegund: Hilux '04

Re: Kaldidalur - Færð

Postfrá ÓskarÓlafs » 23.júl 2015, 22:27

Sælir félgar, hefur einhver farið kaldadal sl daga? Er ekki að sjá neitt á síðuni hjá vegagerðinni og treysti frekar fólki hér en hjá þeim :P

Er skvt öllu að fara á mrg á sprinter þarna á mrg, er það óðs manns æði eða fullfært?
kv. Óskar

97' LC90 35" - Blámi - Seldur -
04' Hilux 31" - Gullvagninn


akureyri
Innlegg: 17
Skráður: 17.jan 2013, 17:50
Fullt nafn: Micha Andreas Meier

Re: Kaldidalur - Færð

Postfrá akureyri » 08.aug 2015, 21:18

Fór þangað 3. ágúst. Ekkert vesen.


Cobro
Innlegg: 6
Skráður: 20.apr 2018, 00:31
Fullt nafn: Anton örn þorvaldsson
Bíltegund: Izusu trooper 35"

Re: Kaldidalur - Færð

Postfrá Cobro » 20.apr 2018, 00:33

Einhver sem veit hvernig ástandið er þessa leið núna.


karlguðna
Innlegg: 57
Skráður: 17.apr 2017, 17:47
Fullt nafn: guðmundur karl guðnason
Bíltegund: econoline

Re: Kaldidalur - Færð

Postfrá karlguðna » 20.apr 2018, 01:07Cobro
Innlegg: 6
Skráður: 20.apr 2018, 00:31
Fullt nafn: Anton örn þorvaldsson
Bíltegund: Izusu trooper 35"

Re: Kaldidalur - Færð

Postfrá Cobro » 20.apr 2018, 01:10

karlguðna wrote:http://www.vegagerdin.is/ferdaupplysingar/faerd-og-vedur/allt-landid-faerd-kort/ lokað sýnist mér

Þakka þér var reyndar að ath hvort einhver hafi farið leiðina á breyttum, og hvort 35" kæmist
En þakka þér kærlega fyrir svarið.


Til baka á “Ferðir og færð á fjöllum”

Tengdir notendur

Notendur á þessu spjallborði: Engir skráðir notendur og 1 gestur