Síða 1 af 1

Litlanefnd F4x4

Posted: 11.apr 2015, 10:24
frá Rögnvaldurk
Sælir, Ég veit að þónokkrir hérna eru líka í 4x4 klúbbnum. Ég er að velta því fyrir mér hvort ég eigi að fara í þennan klúbb en þar sem ég er á óbreyttum bíl er bara hægt að fara í ferðir Litlanefndar. Nú las ég einherntíma að þeir væru með ferðir á hverjum mánuði yfir veturinn en mér sýnist það ekki lengur vera svona. Hvað eru þeir búnir að fara margar ferðir þennan vetur? Samkvæmt dagatalinu á vefsíðu þeirra eru þær ferðir bara 2 og nú les ég hérna að ferðinni í dag hafi verið aflýst.

Re: Litlanefnd F4x4

Posted: 11.apr 2015, 10:34
frá Hagalín
Mæli með að skrá sig.
Þetta gjald sem maður borgar í þetta er fljótt að koma til baka í alls konar aflætti og svoleiðis. Litlanefndin fór reglulega í ferðir og fer. En líklegast er það bara þannig eins og veðurfar í vetur er búið að vera að það hefur þurft að aflýsa ferðum oftar í vetur en ella.

Re: Litlanefnd F4x4

Posted: 11.apr 2015, 13:24
frá Árni Braga
Sælir allir
þar sem ég sit í stjórn Litlunefndar þá verð ég að svara þessu.

Planið var að fara í ferðir einu sinni í mánuði í vetur og var búið að gera plan yfir það.

svo er það nú þannig að við stjórnum ekki veðrinu ( dem ) vildi að ég gæti gert það.
Frestun ferða er ekki það skemtilegasta sem við gerum en þegar það er það gert með
hagsmunum okkar allra í huga.
þetta eru jú lítið breyttir jeppar sem eru þarna á ferð ásamt nokkrum stærri bílum
sem eru farastjórar eða hópstjórar.
það er ekki gaman að þurfa að skilja bíla eftir á fjöllum vegna veðurs.
það kostar svolítið að ná í þá þegar færi gefst.
þetta eru allt sjálfboðaliðar sem standa að þessu svo það er ekki hægt að treysta
á að við getum bjargað öllum bílum heim þegar veðrið er slæmt.
Þannig er það nú bara.
kv
Árni

Re: Litlanefnd F4x4

Posted: 11.apr 2015, 15:20
frá Járni
Endilega skelltu þér í klúbbinn og reyndu að mæta í þær ferðir sem verður af. Án efa besta skemmtun og góð reynsla.

Re: Litlanefnd F4x4

Posted: 11.apr 2015, 17:11
frá Árni Braga
Það er staðfest að það verður ferð á morgun í blíðskapar veðri.

Re: Litlanefnd F4x4

Posted: 11.apr 2015, 21:39
frá OJB
Sælir jeppaspjalls menn og konur. Ég hef verið í sömu hugleiðingum og RögnvaldurK, er í þeim sporum að hafa áhuga á að skreppa í styttri ferðir, en þekki lítið til hvernig menn hópa sig saman fyrir svona skrepp. Kannski eru einhverjir fleiri í sömu sporum og ég að lesa þennan þráð?.. Hvert er litlanefnd að fara á morgun? Verð ég að vera félagi í F4x4 til að komast með, eða er þessi ferð opin öllum? Spyr sá sem ekki veit? Kv ÓJB

Re: Litlanefnd F4x4

Posted: 11.apr 2015, 21:45
frá eyberg
Her er grubba á Facebook og þar geta menn sett inn og spurt um ferðir :-)
Er sjálfur búinn að taka þátt í 2 svona ferðum.
https://www.facebook.com/groups/352886881502717/

Re: Litlanefnd F4x4

Posted: 11.apr 2015, 22:01
frá OJB
Takk fyrir þetta Elvar.

Re: Litlanefnd F4x4

Posted: 12.apr 2015, 03:15
frá Hlynurn
Ferðir litlunefndar eru opnar öllum (nema það hafi breyst á frá því að ég fór í ferð með þeim seinasta vetur)...

Re: Litlanefnd F4x4

Posted: 13.apr 2015, 17:15
frá Rögnvaldurk
Sælir,
Ég þakka ykkur öllum fyrir svörin. Að sjálfsögðu er veðrið stóri óvissuþátturinn í þessu og veðrið búið að vera afskaplega óhagstætt og vindasamt þennan vetur.

Re: Litlanefnd F4x4

Posted: 13.apr 2015, 18:09
frá jeepson
Hagalín wrote:Mæli með að skrá sig.
Þetta gjald sem maður borgar í þetta er fljótt að koma til baka í alls konar aflætti og svoleiðis. Litlanefndin fór reglulega í ferðir og fer. En líklegast er það bara þannig eins og veðurfar í vetur er búið að vera að það hefur þurft að aflýsa ferðum oftar í vetur en ella.


algjörlega sammála. Ársgjaldið var komið bara því einu að versla kúplings set í frúar jeppann. Ég reyni að mæta á alla fundi í minni deild og ætla að vera duglegur í að taka þátt í vinnu ferðum í sumar.