Síða 1 af 1
snjór ?
Posted: 03.jan 2011, 20:32
frá ollzer
sælir piltar ég var að pæla hvort það væri einhver snjor uppá hálendi suð-vestan megin a landinu þessa daganna ? og hvernig er ástandið a snæfellsjökli er hann barasta að hverfa ?
Re: snjór ?
Posted: 03.jan 2011, 21:51
frá ofursuzuki
Eitthvað held ég að það sé nú lítið, það er helst að það sé einhver snjór inn til landsins
á norðaustanverðu landinu ef marka má þetta kort frá veðurstofunni
http://www.vedur.is/vedur/athuganir/urkoma/#teg=snjodypt
Re: snjór ?
Posted: 03.jan 2011, 22:38
frá LeibbiMagg
já hérna á þórshöfn snjóar ágætlega og hugsa að eftir helgina verði heiðarnar hérna í kring og eithvað austufyrir orðnar þokkalega hvítar....vona það allavega
Re: snjór ?
Posted: 12.jan 2011, 19:53
frá hobo
Nú spáir einhverri snjókomu á suðvesturhorninu á morgun. Hvað finnst mönnum um það?
Re: snjór ?
Posted: 12.jan 2011, 21:14
frá juddi
Það er allavega búin að vera snjór á jökulhálsinum
Re: snjór ?
Posted: 19.jan 2011, 10:26
frá ofursuzuki
Laugardaginn 15 jan. fórum við á sex bílum upp úr Svartárdal í Húnavatssýslu og inn á Eyvindarstaðaheiði, inn að Hofsjökli og í Ingólfsskála og komum síðan niður í Vesturdal í Skagafirði. Skemmst er frá því að segja að mjög lítill snjór er á þessari leið en þó örlítið meiri eftir því sem austar kom, fengum flott veður og var þetta bara góð ferð þrátt fyrir frekar lítinn snjó.

Tekið við Jökultungu á leið í Ingólfsskála.