Síða 1 af 1

Landmannalaugar.

Posted: 25.des 2014, 15:45
frá Narfi
góðan daginn félagar og gleðilega hátíð.
ég er að fara í Landmannalaugar á 3í jólum veit einhver um færið þarna uppeftir?

Re: Landmannalaugar.

Posted: 25.des 2014, 18:24
frá Járni
Neibb, en það væri gaman að fá að heyra frá þér hvernig staðan er.

Re: Landmannalaugar.

Posted: 26.des 2014, 00:15
frá risinn
Búið að vera rosalega þungt færi inn í Laugar síðustu 2 vikur, sykur færi og snjórinn þjappast ekkert neitt.
Vona að þér gangi vel og ekki fara ein bíla.

Kv. Ragnar.

Re: Landmannalaugar.

Posted: 26.des 2014, 11:47
frá Narfi
sælir jú það verða einhverjir bílar á ferðinni við verðum allavegana 2-3 og einhverjir ferðaþjónustubílar allavegana er eitthvað bókað í skálann. kveðja Dóri

Re: Landmannalaugar.

Posted: 27.des 2014, 00:25
frá reyktour
Ragnar
Appelsínugula breska heimsveldið bryður þetta.

Hvenær fari þið aftur upp eftir???

Kveðja Stoltsti jeppaeigangi landsins.

Re: Landmannalaugar.

Posted: 27.des 2014, 18:10
frá Brjotur
Drengur Karvel :) í fyrravetur fór ég með 2 selfdrive hilux á 38 í Landmannalaugar og útlendingarnir drifu meira en gaur á 44 Defender hahahaah

Re: Landmannalaugar.

Posted: 28.des 2014, 23:23
frá reyktour
Brjótur þú hefðir elskað þetta færi.
Loksins komst maður í alvöru jeppaferð.

Re: Landmannalaugar.

Posted: 29.des 2014, 19:44
frá Brjotur
já því trúi ég :)

Re: Landmannalaugar.

Posted: 13.jan 2015, 12:21
frá stjani atv
Sælir, veit einhver hvernig færið er núna inn í Laugar. 13.1.15

Re: Landmannalaugar.

Posted: 13.jan 2015, 13:16
frá Cruser
Eitthvað var að heyra og sjá hjá mönnum að það sé nægur snjór en þungt færi 44" patrol og 44" tacoma í lolo og fínt fínt, þetta sem ég hef verið að heyra er í kringum veiðivötn og Kerlingarfjöll, þannig að reykna má að það sé svipað inn í Laugum. Sem sagt bara GAMAN.

Kv Bjarki

Re: Landmannalaugar.

Posted: 13.jan 2015, 13:35
frá Sævar Örn
vorum þarna um helgina c.a. 15 bílar, allt frá 46" hlunkum og niður í 33" súkkur, öllum gekk svipað vel og illa, mjög lausir skaf skaflar inn á milli þar sem ekkert dugði nema þrjóska og þolinmæði

Þó eru kaflar innn á milli þar sem hægt var að þrusa áfram í hærri gírum á fullri ferð svo framarlega að sæist út um framrúðu vegna púðurskafla sem fara yfir húddið

Ég gæti trúað að það verði rennifæri ef frýs áfram vel í tvo daga án mikillar úrkomu, allavega var snjórinn orðinn harður og þéttur þegar ég fór upp í Hrauneyjar á óbreyttum bíl í gærkvöldi og munaði miklu á þessum eina sólarhring

Þó gæti ég trúað að förin eftir okkur frá því um helgina séu ekki æskileg því sumstraðar voru þau orðin allt að 1.5 m djúp niður og sennilega ekki fær þegar skefur í þau, við fórum Sigölduleiðina

Re: Landmannalaugar.

Posted: 13.jan 2015, 20:09
frá stjani atv
Já frábært takk fyrir þetta, við erum nokkrir sem ætlum að láta reyna á þetta næstu helgi.
Enda veðurspáin alveg frábær.