Síða 1 af 1

Trölladyngja

Posted: 09.des 2014, 13:59
frá Úlfur
Sæl veri þið

Hefur einhver farið upp á Trölladyngju til að líta yfir gosstöðvarnar nú þegar snjór hylur frosna jörð norðan Vatnajökuls bannsvæðið hefur verið minnkað?

Hvernig skyldi færðin vera þangað og skyldi eitthvað yfir höfuð sjást þaðan?

Re: Trölladyngja

Posted: 10.des 2014, 21:28
frá Brjotur
Sæll ég átti leið þarna um svæðið rétt eftir að lokunarsvæðið var minnkað , og já það sést flottur bjarmi í góðu skyggni , en bara bjarmi því að fjarlægðin er enn talsverð og líka annað gosstraumurinn er að mestu falinn í hrauninu og gosrennslisrásinni , en annars flottur bjarmi og skemmtilegt ferðalag ef það er kominn snjór aftur á svæðið :)