Mig langaði að ath hvort einhver viti hvernig færðinn er uppí setur ?
Re: Hver er færðinn upp að setri?
Posted: 24.okt 2014, 09:23
frá ivar
Ég vona að einhver hafi upplýsingar um þetta. Heyrði útundan mér sögur um daginn þess efnis að þarna væri orðinn mikill snjór og þungt færi en hef engar staðfestingar á þessu.
Re: Hver er færðinn upp að setri?
Posted: 24.okt 2014, 11:03
frá hobo
Ekkert merkilegt að gerast í Kerlingarfjöllum nema smá föl. http://liv.is/webcam/hengill/ Það væri jú gaman að fá færðarfréttir.
Re: Hver er færðinn upp að setri?
Posted: 25.okt 2014, 21:57
frá hobo
Fórum á fjórum bílum í Kerlingarfjöll í dag. Ekið var upp með Hvítánni austanverðri, Hrunamannaafrétt, Leppistungur. Og svo heim um Kjalveg. Allt er hvítt að sjá en lítill snjór, mest í niðurgröfnum slóðanum. Sýndist vera svipað í áttina að Illahrauni en kannski er það meira nær Setri.