Síða 1 af 1

Ferðasumarið mitt

Posted: 13.sep 2014, 21:56
frá hobo
Hef farið víða í sumar.

Ferð nr 1.
2ja daga ferð um Snæfellsnes, tjaldað í Berserkjahrauni. Ekið hringinn í kring um nesið og út á Öndverðarnes.
Þetta var í maí, grasið varla farið að grænka.

Í Berserkjahrauni
Image

Öndverðarnes
Image

Ferð nr2.
2ja daga ferð í Þórsmörk, tjaldað í Básum. Kíkt upp að Gígjökli.

Á fleygiferð í Þórsmörk
Image

Gígjökull
Image

Ferð nr3.
5 daga ferð um Vestfirði, tjaldað í Kvígindisfirði, Bíldudal, Önundarfirði(fallegasti fjörður á landinu) og í botni Ísafjarðar. Komið við í kaffi í Uppsölum í Selárdal.

Kvígindisfjörður
Image

Birkimelur Barðaströnd
Image

Brautarholt í Selárdal
Image

Uppsalir í Selárdal
Image

Ketildalavegur
Image

Ísafjarðarbotn
Image

Ferð nr4.
12 daga ferð um Norðurland, Austurland og hálendið. Tjaldað í Hólaskógi í Hjaltadal, Vaglaskógi, Kópaskeri, Bakkafirði, 2 nætur á Seyðisfirði, Sænautaseli, Herðubreiðarlindum, Lundi í Öxarfirði, Laugum í Reykjadal og Laugarfelli á Sprengisandsleið. Ansi margt skoðað, t.d Ásbyrgi, Hljóðaklettar, Hraunhafnartangi, hin ýmsu þorp á NA-landi sem ég hef ekki heimsótt, Kárahnjúkar, Drekagil...

Ásbyrgi
Image

Héraðsflói séð frá Hellisheiði eystri
Image

Seyðisfjörður
Image

Dimmugljúfur, Kárahnjúkar
Image

Stíflan
Image

Sænautasel
Image

Drekagil
Image

Herðubreiðarlindir
Image

Hljóðaklettar
Image

Aldeyjarfoss (flottur náunginn á brúninni)
Image

Milli Bárðardals og Laugarfells...
Image

Laugarfell
Image

Á leið niður í Skagafjörð
Image

Ferð nr5.
4ja daga ferð um Fjallabak, tjaldað í Landmannahelli, Strúti við Mælifellssand og Þakgili.
Komið við í Hrafntinnuskeri, Hjörleifshöfða og Seljavallalaug.

Komið seint í Landmannahelli
Image

Á leið frá Hrafntinnuskeri
Image

Einhversstaðar...
Image

Álftavatn
Image

Strútsskáli
Image

Mælifell
Image

Hjörleifshöfði
Image

Þakgil
Image

Seljavallalaug
Image

Re: Ferðasumarið mitt

Posted: 14.sep 2014, 17:11
frá Rögnvaldurk
Sæll, takk fyrir flottu myndirnar. Farið víða en samt svo margt eftir að sjá :) Mig langar að spyrja, hvernig ljós ert þú með í vagninum og hvaðan færð þú rafmagn án þess að tæma rafgeymana?

Re: Ferðasumarið mitt

Posted: 14.sep 2014, 17:39
frá hobo
Takk fyrir það.
Ég er nú bara með svona ljós, gengur fyrir fjórum D rafhlöðum og lýsir vel og lengi.

Image

Re: Ferðasumarið mitt

Posted: 15.sep 2014, 10:20
frá gislisveri
Flottar myndir, kyndir undir ferðaþránni.
Kv.
Gísli.

Re: Ferðasumarið mitt

Posted: 15.sep 2014, 10:34
frá Járni
Vel gert! Stefnir þú á mikla virkni í vetur?

Re: Ferðasumarið mitt

Posted: 15.sep 2014, 11:18
frá hobo
Takk, jú viljinn er fyrir hendi varðandi vetrarferðalög. Spurning hvenær sá græni segir stopp, hann hefur allavega ekki gert það hingað til.

Re: Ferðasumarið mitt

Posted: 30.sep 2014, 13:14
frá Grásleppa
Flottar myndir og með skemmtilegri þráðum sem maður hefur séð lengi. Greinilega gott sumar að baki.

Re: Ferðasumarið mitt

Posted: 30.sep 2014, 16:45
frá hobo
Takk fyrir það. Já maður fékk að sjá nokkuð mikið af landinu í sumar og góðar minningar urðu til.