Síða 1 af 1

Sprengisandsleið F26

Posted: 15.júl 2014, 15:11
frá krissi200
Góðan daginn
Hefur einhver her inni farið sprengjisandsleið nýverið?
Ef svo er, hvernig er vegurinn? Var svona að hugsa að draga 12. feta fellihýsi á 155/12 dekkjum yfir sandinn? Haldiði að það sleppi?
Kv.
Kristófer K

Re: Sprengisandsleið F26

Posted: 15.júl 2014, 19:37
frá Fordinn
Sá myndir síðan ur síðustu viku af stórum drullu pollum i veginum.... og allt mjog blautt.... half vafasamt að jaska hýsinu gegnum þetta......

Re: Sprengisandsleið F26

Posted: 15.júl 2014, 21:48
frá Kiddi
Vegurinn er í mjög góðu standi. Það eru þessir pollar sem voru allt að hálfur meter að dýpt þegar ég fór nú á föstudag en vegurinn undir er góður og því á þetta ekki að vera neitt vandamál að því gefnu að vatnið leki ekki inn. Grófasti hlutinn var Kvíslaveituvegurinn.