Mælifellssandut

Til að skipuleggja ferðir, auglýsa eftir félögum, spyrja fregna af færð og ástandi vega.

Höfundur þráðar
Diego27
Innlegg: 63
Skráður: 24.feb 2014, 22:06
Fullt nafn: Gísli Magnús Garđarsson
Bíltegund: Nissan Navara

Mælifellssandut

Postfrá Diego27 » 03.júl 2014, 13:03

Sælir þið sem allt vitið :)

Hvernig er að fara mælifellssand núna og keyra í "kring" um Mýrdalsjökul? Er allt á floti og sandpittir allstaðar?


Nissan Navara 38"(Gilli)


ivar
Innlegg: 687
Skráður: 13.aug 2010, 09:03
Fullt nafn: Ívar Örn Lárusson

Re: Mælifellssandut

Postfrá ivar » 03.júl 2014, 13:26

Ég kíkti þarna inná sandinn á laugardaginn síðasta og var þá bara frekar þurrt og mætti ég Subaru Forrester sem fór þarna yfir.
Hinsvegar er búið að vera mjög vætusamt undanfarna daga sem gæti vel breytt þessu en á sama tíma er hinsvegar kaldara svo það gæti vegið upp á móti.
Hugsa að fyrripart dags ætti þetta að vera fært flestum jeppum


Höfundur þráðar
Diego27
Innlegg: 63
Skráður: 24.feb 2014, 22:06
Fullt nafn: Gísli Magnús Garđarsson
Bíltegund: Nissan Navara

Re: Mælifellssandut

Postfrá Diego27 » 03.júl 2014, 17:46

Okei Okei

Er að spá í að rúlla inní mörk og eithvað inná fjallabak og þar í kring á Sunnudag.. spurning að kikja þarna inneftir, aldrei keyrt þetta nema um hávetur á sleða..
Nissan Navara 38"(Gilli)

User avatar

Freyr
Innlegg: 1704
Skráður: 01.feb 2010, 10:52
Fullt nafn: Freyr Þórsson

Re: Mælifellssandut

Postfrá Freyr » 03.júl 2014, 20:24

Dægursveiflur sem valda því að vatnsmagn er meira síðla dags en á morgnana á við þegar megnið af vatninu kemur til vegna bráðnunar í góðviðri. Í rigningartíð hefur tími dags mun minna að segja heldur ræður frekar úrkomumagnið vatnsmagninu. Á syðra fjallabaki er víðast stutt í upptökin svo þar skilar úrkoma sér hratt í árnar og flæðurnar.

User avatar

Halldorfs
Innlegg: 59
Skráður: 23.sep 2012, 12:50
Fullt nafn: Halldór Freyr Sveinbjörnsson
Bíltegund: Toyota hilux

Re: Mælifellssandut

Postfrá Halldorfs » 11.júl 2014, 14:26

Ég skrapp inn í Hvanngil á laugardaginn og það var mjög lítið mál. Smá í Kaldaklofskvísl en náði ekki að sökkva 3" dekkinu samt.
Suzuki vitara 98.árg
Suzuki vitara 99.árg 33"
Chevrolet S-10 44" með 350cc
Suzuki Sidekick 33" 96.árg.
Toyota Hilux double cab með xtra cab palli (lengdur) 87.árg. 2,4L td 36" breittur. (Núverandi bíll)


Til baka á “Ferðir og færð á fjöllum”

Tengdir notendur

Notendur á þessu spjallborði: Engir skráðir notendur og 13 gestir