Síða 1 af 1

Sprengisandsleið, Bárðardalur/Eyjafj-Hrauneyjar, 28/6´2014

Posted: 28.jún 2014, 05:26
frá Irrom
Sælir

Er einhver búinn að fara þessa leið í vor? Sýndist að leiðirnar væru lokaðar samkv. vegagerdin.is, en fannst það samt frekar óljóst, og kannski ekki nýjustu upplýsingarnar.........

Var að spá í að fara þessa leið á föstudaginn næsta.....


Ahhh.... var að skoða betur á vegagerdin.is og þar er þetta sagt lokað.

Hefur einhver upplýsingar um hvort það sé verið að riðja/standi til að riðja snjó þarna, eða bara verið að bíða þangað til að leysir betur?

Re: Sprengisandsleið, Bárðardalur/Eyjafj-Hrauneyjar, 28/6´2014

Posted: 28.jún 2014, 10:52
frá jongud
Norðurhluti Sprengisandsleiðar er ennþá lokaður eins og sjá má á hálendiskorti vegagerðarinnar. Það er hlekkur á það hér til hægri á síðunni.

Re: Sprengisandsleið, Bárðardalur/Eyjafj-Hrauneyjar, 28/6´2014

Posted: 28.jún 2014, 12:18
frá lokkur
Þeir hljóta að opna þetta í næstu viku úr Bárðardal.

Re: Sprengisandsleið, Bárðardalur/Eyjafj-Hrauneyjar, 28/6´2014

Posted: 28.jún 2014, 14:56
frá jongud
lokkur wrote:Þeir hljóta að opna þetta í næstu viku úr Bárðardal.


Það er stór spurning, það er allt á kafi í snjó kringum Öskju ennþá, allt að 2-3ja metra háir skaflar...

Re: Sprengisandsleið, Bárðardalur/Eyjafj-Hrauneyjar, 28/6´2014

Posted: 30.jún 2014, 13:49
frá Guðninn
fórum frá Hrauneyjum inn í Nýjadal í gær vegurinn var fínn
þeir búast við því að opna Nýjidalur-Bárðadalur í vikunni en það eru ennþá skaflar á þeirri leið sem myndu vera til vandræða fyrir lítið breytta og óbreytta bíla