Síða 1 af 1
Arnarvatnsheiðarvegur á morgun sunnudag
Posted: 14.jún 2014, 16:05
frá SamuelTorfi
Eru einhverjir hér sem ætla Arnarvatnsheiðarveg norður á morgun sunnudag? Er sjálfur á leiðinni norður á 38" Patrol en er einbíla sem er ekki gott þegar leysingar eru og gæti verið mikið í Norðlingafljóti. Gott að vera í slagtogi með öðrum.
Kær kv.
Re: Arnarvatnsheiðarvegur á morgun sunnudag
Posted: 14.jún 2014, 19:56
frá abni
Sæll
Er þetta ekki lokað samkvæmt korti vegagerðarinnar ?
Það ber að virða það.
Árni
Re: Arnarvatnsheiðarvegur á morgun sunnudag
Posted: 14.jún 2014, 23:07
frá ellisnorra
Það stendur til að opna á morgun, allavega að einhverjum hluta. Best er að hringja í Snorra veiðivörð á Augastöðum í síma 8925052 og hann getur gefið allar upplýsingar um færð og ástand heiðarinnar.
http://www.arnarvatnsheidi.is/
Re: Arnarvatnsheiðarvegur á morgun sunnudag
Posted: 15.jún 2014, 08:53
frá jongud
Það er búið að opna Arnarvatnsheiðina að norðan og sunnan skv. nýjasta korti Vegagerðarinnar. Einnig er búið að opna inn í Landmannalaugar og veiðivötn frá Sigöldu.
Re: Arnarvatnsheiðarvegur á morgun sunnudag
Posted: 16.jún 2014, 07:16
frá Rögnvaldurk
Sæll Samuel og allir hinir,
Fórst þú Arnarvatnsheiði? Ef svo, getur þú sagt mér hvernig færðin var og hvernig Norðlingafljót var? Ég ætla sjálfur þangað yfir innan tveggja vikna þannig að það væri gott að fá upplýsingar. Fyrirfram þökk.
Re: Arnarvatnsheiðarvegur á morgun sunnudag
Posted: 24.jún 2014, 14:25
frá SamuelTorfi
Skv. Vegagerðinni var búið að opna veginn þessa helgi en ég fór hana þó ekki. Treysti mér ekki í Norðlingafljótið einbíla í leysingum. Get því ekki sagt til um ástandið því miður.
Bestu kv.
Samúel T