Síða 1 af 1

Páskaferð..

Posted: 17.apr 2014, 21:08
frá Gummi Snorri
Ætla menn að bregða sér einhvern dagstúr um páskana ?

Re: Páskaferð..

Posted: 17.apr 2014, 21:26
frá asbjörn1959
Ég hefið ekkert á móti því að fara í dagsferð vantar bara jeppann'''

Re: Páskaferð..

Posted: 18.apr 2014, 19:36
frá alexsigv.87
Er enginn að fara dagsferð á morgun, laug.dag? Hefði áhuga á að slást í för ef menn eru að fara eitthvað létt, skjaldbreið eða eitthvað þvíumlíkt. Er á 35" discovery

Re: Páskaferð..

Posted: 18.apr 2014, 21:09
frá Doror
Mæli með að fara upp hjá vörðu frekar en Kaldadal. Frekar lítill snjór vestan megin við Skjaldbreið en slatti austan megin.
Í gær var þungt færi í fjallinu og við á 2 38" bílum hættum að nenna hjakkinu löngu áður en við náðum toppnum.

Re: Páskaferð..

Posted: 19.apr 2014, 07:12
frá gillih
Er að fara á Skjaldbreið kl 0900. 8544110

Re: Páskaferð..

Posted: 19.apr 2014, 10:46
frá hobo
Er einhvers staðar gott ferðaveður í dag? Alla vega svartasti éljagangur hér í Borgarfirði. Sól, svart, sól, svart...

Re: Páskaferð..

Posted: 19.apr 2014, 20:01
frá Carlsen
Hef áhuga á að fara á sunnudag (morgun) er á 38 Pajeró
S 8997677

Re: Páskaferð..

Posted: 19.apr 2014, 20:32
frá Halldorfs
sælir
er i husafelli a 36"hilux er einhver a leið upp a Jökul a mrg sunnudag?

Re: Páskaferð..

Posted: 19.apr 2014, 22:18
frá hobo
Sæll Halldór, þú átt ES.

Re: Páskaferð..

Posted: 20.apr 2014, 09:08
frá gillih
102.JPG
102.JPG (76.91 KiB) Viewed 6487 times
Frábært færi og veður við Skjaldbreið í gær

Re: Páskaferð..

Posted: 20.apr 2014, 09:10
frá gillih
En dagurinn endaði svona

Re: Páskaferð..

Posted: 20.apr 2014, 09:56
frá Hagalín
Sæll, var mikið tjón?

Re: Páskaferð..

Posted: 20.apr 2014, 10:09
frá gillih
Nei, sennilega eru báðir öxlarnir brotnir á framan eða kampur og pinjón

Re: Páskaferð..

Posted: 20.apr 2014, 10:32
frá emmibe
Sæll, gott það varð ekki verra. Hvar er þessi hola annars? Hvað er þarna undir?
Kv.Elmar

Re: Páskaferð..

Posted: 20.apr 2014, 10:46
frá ellisnorra
Úff, seigðu okkur ferðasögu, tjónaðist fólk nokkuð?

Re: Páskaferð..

Posted: 20.apr 2014, 12:50
frá beygla
hrikalegt men verða að fylgja fjöllunum þarna mikið af gjótum þarna

Re: Páskaferð..

Posted: 20.apr 2014, 13:26
frá gillih
Nei ekkert tjón á fólki, nema hundurinn er enn í áfallahjálp.Já þessi gjóta er SA af Skjalborgarskála, ekki mikið að seigja. nema að heppnin var með mér, því Björgunasveitn Ársæll var á Skaldbreið á sama tíma á snjóbílnum. Ég væri enn að moka ef þerra hjálp hefði ekki notist. Það slitnaði nú samt tvisvar ofurtógið á spilinu.

Re: Páskaferð..

Posted: 20.apr 2014, 19:18
frá hobo
Skruppum á tveim bílum frá Húsafelli að jökli. Blint uppfrá en betra fyrir neðan. Gaman að leika sér eftir páskaátið.

Re: Páskaferð..

Posted: 20.apr 2014, 19:32
frá biturk
Verður faein ferð í flateyjardal frá leirunni á akureyri kl 10 í fyrramálið (mánudag) fyrir þá sem vilja joina

Re: Páskaferð..

Posted: 21.apr 2014, 22:48
frá Halldorfs
hobo wrote:Skruppum á tveim bílum frá Húsafelli að jökli. Blint uppfrá en betra fyrir neðan. Gaman að leika sér eftir páskaátið.



Fleiri myndir hér. https://www.facebook.com/halldor.f.svei ... 676&type=3